Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 14
hllðar við gönglín og rekkjur með veggjum fram eins og títt var, en innar af henni afþiljað hjónahús. Þegar Jóhann kom í baðstofuna, hvarflað hann augum með veggj- um eins og siðuir hans var og spurði síðan, hvar hann mætti hvíl- ast. Krisfin vísaði honum á rúm það, sem rtæst var dyrum að aust- an verðu. Þá fyrst tók hann af sér byrði sína, lagði pinkiana snyrtilega til fóta í rúmið breiddi vaxkápuna yfir þá og hallaði sér síðan út áf. Með svípuðum hætti hafði hann á margan koddann lagzt um dag- ana, þessi landskunni útigöngu- jálkur, ::err áratug eftir áratug hafðj verið á vonlausum fiótta und an þeim kynjumí, sem bjuggu hon- um í brjósti og fvlgdu honum eins og skugginn hvert fótmál er hann steig. En sem hærur hans snertu brekánið í hornrúminu þarna í Bakkabaðstofu, var þessum örlaga- flótta alt í einu lokið. Pjönkur bans lágu eftir þetta litt hrevfðar undir vaxkápunni við fótagaflinn, og sjálfur svaf hann allar þær nætur, er hann átti ólifað í þvi rúmi, þar sem hann hvíldj nú lú- in bein sín. Hann var kominn í höfn og hafði varpað akkerum. — Það var happ, að Soffíurnar tvær, sem fyrir skemmstu höfðu átt heima á þessum bæ, voru báðar á burt. XXXV Jóhann hafði alls ekki farið aust- ur yfir Heljardaisheiði með það í huga að leita athvarfs á Rakka. Förinni var heitið tii Akurevrar, þar sem hann ætlaði að fá grasa- lækninigarit sitt prentað, og á !eið- inni þangað hafði hann hugsað sér að gera tvennt i einu — vinna líkn arverk og sanna ágæti kenninga sinna. Oddur prentsmiðjustjóri átti ekkj að renn.a blint í sjóinn, þegar hann tæki handritið til út- gáfu. Maður sá, sem Jóhann ætlaði að lækna með græðismyrslum sínum, var haldinn holdSveiki — smá- bóndi á miðjum aldri, Gunnlaugur Jónsson að nafni, og hafði til á- búðar grasbýli í landj Böggvisstaöa skamimt ofan við Dalvík, svonefnt Böggyisistaðagerði. En margt ræðst á annan veg en til er stofnað, og græðarinn komst aldrei svo langt niður í dalinn, að-hann næðj fundi sjúklngsins. Honum hvarf allur ferðaihngur, þegat hann var kom- inn í skjól’ið á Bakka, endia sum- arið úti og allra Veðra von. Brátt fór að sletta gráu í Stólinn. Þar við bættist, að nú tótou huldar vættir að hlutast til um málefni hanis. Vitraðist honuim eða baæ í dnauma, að hann væri í góðra mann,a húsum, studdur heilluim, sem sjaldan höfðu slegizt í för með honum í hálfa öld og þaðan af síður verið honum innan hand- ar til langframa. Ekki var fátítt, að Jóhann væri um kyrrt á bæjum i nokkra daga, án þess að hafa orð um. Svo virð- ist sem hann hafi einnig haft þann hátt á að þessu sinni, og var ekki um fengizt. í rauninni var hann að sækja í sig veðrið til þess að koma því íram, er honum var hug- leikið. Sjálfur viss; hann mætavel, að hann var ekki aufúsugestur á bæjum, þegar til lengdar lét. Hann hrapaði því ekki að neinu, enda sízt af öllu flasgefinn. Fyrstu dagana lét hann á því brydda, hvað erindi hann ætti í byggðir Eyjafjarðar, en hafði þó ekfci um það mörg orð. En þar kom, að harn tók að vekja máls á veturvist 4- Bakka. Lézt hann sjálfu.r gjalda mundu það, sem sér yrði í té látið og ekki sækja und- ir högg hjá Kirkjulhvammshreppi, þvi að hann ætti peninga í vörzl- um Karls verzlunarstjóra Bernd- seus á Hólanesj á Skagaströnd, og þar að auki myndu synir sínir í Vesturheimi lieggja sér nokkurt lið, ef allt um þryti hérlendis. Gat hann þá og draums síns eða vitr- unar og kvaðst hafa það ráð þeg- ið af ármanni sinum, að meðtaka afflt með hógværð og þakklæti, er honum yrði vel gert á Bakka. Fer varLa milli mála, að hér hefúr gætt nokkurra hygginda í málflutningi Jóhanns, þótt manna sizt væri hann við i;ænskubrögð orðaður, og hefur honum sýnzt sér líklegt til framdráttar að skírskota til þess. að dularverur óræðra heima iétu sig mál hans nokkru varða, auik þess sem í ráðleggingunni bryddi á fyrirheiti um viðhlítandi hátt- semi. Þó »r rakalaust að leiða sér í hug, að þessi saga hafi verið skrök Jóhanns, svo orðvar sem ha-nn var, enda mátti honum vel sitthvað slí'kt í drauma bera, er hann velti þvi þráfaidlega fyrir sér um daga, hversu hann átti að hiaga orðum sínum við Vilhjálm, er hann beiddist vetursetunnar. Þad var flestra háttur að ýta Jóhanni bnrt með hægð, þegar set- ur harns þóttu orðið len.gri en góðu hófi gengdi. Fæstir vldu sltja uppi meö hann. Mikið þurfti við hann að steilla, og éngin bæjar- prýði var að honum né heldur var þess að vænta, að hann hefði uppi njeins konar skemmtan, er gæti orðið _ til dægradvalar. En VI- hj'álmu.r á Bakkia var óiíkur öðr- um mönnum. Hann gat ekki feng- ið sig til þess að hrekja gest''sinn á brott og lét honum heimila vist- inia. Var þó stórum hópi að þjóna á Bakfea, þar sem voru sex börn þeirra hjóna, og Kristín húsfreyja þunguð. Þr-gar séra Kristján Eld- jám á Tjörn ko’m a‘ð húsvitja, var sú nærgætni höfð að nefna bera manninn vetrarmann Bakkabónda. Húsfreyju var aftur á móti tam- ast að kalla þennan nýja heimilis- mann vegfarandann þreytta. Hvort tveggja kann að lýsa nokk- uð lyndiseinkenn.um þeirra, ‘ sem hiut áttu að máli. Ekki þarf að gera þvi skóna, að ViÍhjáHmur hafi gengizt fyrir því meðlagi, sem Jóhann hét. og jafn- vei vísast, að hann hafi æfclað það óra eina, er hann sagði um pen- ingaeign sína í vörslum verzlunar- stjórans á Hólanesi. Þó reyndist það satt, 3Ö hann átti þar dálítið af peningum, hvernig s&m þeir hafa enzt til meðlags, og eitthvað munu synir hans haf'a látið af hendi rakna, þótt menn væru fé- litlir og ættu fremur erfitt upp- dráttar. En varla haf.a þeir peniin.g- ar, sem til Vilhjálms runn-u úr þessum áttum, verið annað en lít- I hugnun, ef þeir hafa þá ekki gengið að einlhverju leyti til Jó- hanns sjálfs. Hann átfci eftir að dveljast ien.g.i á bæ Viilihjálims. Hann lét sér nægja að senda holdsvei.ka manninum í Böggvisstaðagerði, Gunnilaugi í Kofa, eins og hann var oft nefnd- ur í heimasveit sinni, sfcrifleg læfenisráð. Og þó að sól tæki að verma dali, ísar gropnuðu og hjarn tæki að Slafeua á heiðum og fj.allvegum, sat beri maðurinn sem fastast, þar sem hann var kominn. Hann var tefeinn að festa rætur á Bafeka. XXXVI Jóhann virtist una hag sánum vel á Bakka, enda fékk hann átölu- laust að pylgja þeim siðum, sem honum voru tamir. Húsfreyjan bar 350 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.