Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 3
Jarfinn er eitt fjögurra stórra rándýra, sem haldið hafa velli í Noregi og Sviþjóð. Tiltölulega fáir af íbúum þess- ara ianda hafa þó séð hann. En allir vita, að hann er grimmur og leggst á hreindýr Lappa. Fáum er kunnugt, að naerri stappar, að honum hafi verið útrýmt. Gizkað er á, að í Svíþjóð séu um hundrað jarfar. Þeim hef- ur farið hraðfækkandi seinustu ár. Þessi fáu dýr halda sig í fjallahéruðunum og reika víða um auðnir og óbyggðir. Helzti sérfræðingur Svía telur, að hver jarfl helgi sér sem næst átta hundruð ferkílómetra lands. Sjái jarfi sér færi á bráð, er atlaga hans hörð. Oft misheppnest honum þó veiðibrögðin. En stundum tekst honum að leggja að velli stóra elgi. Sannleikurinn er sá, að jarfinn er ekki jafnsnjall við veiðar og margir halda. Iðulega hafa gaupur fellt hreindýr, sem sagt er, að hann hafi grandað. Þegar jarfa heppnast veiði, dregur hann það, sem hann getur ekki torg- að, á afvikinn stað, þar sem hann grefur það, og vitjar þess svo seinna. Hann brytjar hræin sundur og felur sinn hlutann á hverjum stað. Stund- um merkir hann þessar birgðastöðv- ar sínar. Hann sprænir í mosann, nagar börk af næsta tré eða sting- ur spreki niður i fönnina. Það eru óraleiðir, sem jarfinn verð- ur oft að fara í leit að fæðu — og maka. Skíðamenn, sem rakið hafa jarfaspor, hafa bezt kynnzt því, hví- líkar vegalengdir hann fer stund- um á einum degi. Tilhugatif jarfa er í febrúar og marz. Meðgöngutíminn er býsna langur. Af- kvæmið fæðist ekki fyrr en marz, eða apríl næsta ár. Því er reidd köld sæng í urðargjótu eða holu niðri i snjóskafli. T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ 339

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.