Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 19
aðra. Fann hann þeim öllum önn- iir heiti, og rngibjörgu tók hann fljótt að kalla litlu ráðskonuna eða bústýruna síina. Kom þar oft tali hans, að einhvern tíma myndi hann reisa bú, og rnátti skilja,, að hann þótti gott til þess að hugsa, að liifila ráðskonan hefði þar stjórn innan sfiokks. Matngra bragða leitaði hann til þess að hæna Ingibjörgu að sér. Meðal annairs lét hann kaupa letk föng, sem hann haíði síðan fyrir ofan sig í rúminu, svo að hún sæfeti fremux til hans, og var fyrir- boðið að fara með þau niður á gólf, því að borin von, að hún tyMi þá stundinni lengur í nám- unda við hann. Þegar honum tókst að laða hana að leikföngunum, flenigu eldri systurnar að sfianda við stokkinn og horf aá. Það varð þó eftirlætisleikur þeirra, er bæði voru í baðstofu og enginn fullorð- inn nærstaddur til þess að amast við ærslum, að Ingibjörg fór upp á borð, er stóð við höfðalagið á inu, og sfiéypti sér kolhnís yfir Jóhann. Var þá breitt brosið á and- liti hans og hjartanlegur hl'átur- - inn, sem klunkaði niðri í honum. Flest var Ingibjörgu heimilt og raunar fátt sem henni datt í hug að gera í nánd við Jóhann, er ekki var beinlínis effiirsóknar- vert. Hann amaðjst aldrei við á troðningi, ef hún átti í hluit. Stund- um tók hún sig til og greiddi hon- um. Einihverju sinni, er hún þótt- ist hafa détfiað vel hár hans og skegg, varð henni að orði, er hún virti fyrir sér handverk sín: „Nú erfiu faiegur, Jóhann“ Pátt eða ekkert hefði getað glafit . hann meira en þessi orð barnsins. Geislandi bros færðist um allt and- lit hans. Og svo viknaði hann í næstu andrá og fyilfiust augun tár- um. En skuggar fylgdu ást hans á telpunni. Sá, sem elskar heitt, er oft áhyggjuifullur og kvíðinn, og Jóhann var ekki laus við afbrýði- semi. Honum gat þyngt, ef aðrir létu dáfit að Ingibjörgu, og því fór fjarri, að hann vifdi láta hvern sem var hossa henni á hné sér. Og að sjálfsögðu mátti enginn ganga á hennar hlut eða bera hana ofur- liði. Var honum ekki ætíð alls kost- ar rótt, er bræður hennar göntuð- ust við hana, enda bryddi stund- um á því, að honum var um og ó, þagar bræður voru annars vegar. Hefur það vafalaust átt rót sína að 1 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ rekja til löngu liðinna tíma, er hann áfiti í höggi við bræður Guð- finnu, konu sinnar, heima á Vig- dísarstöðum. En aðeins einu sinni þótti hon- um skörin færast svo upp í bekk- inn, að hann missti taumhald á skapsmunum sínum. Viihjálmur og Kristín höfðu farið að heiman þann dag, og systkinin voru að ráðskast með Ingibjörgu litlu. Fóru þá bræður hennar með hana inn í hjónahúsið og lokuðu að sér. Jóhanni leizt ekki á blikuna, er hann varð þess áskynja spratt upp miklum þjósti og lét þung högg dynja á hurðinni, unz eftir- læti hans var sleppt úr herkvírmi Þetta var líka í eina skiptið, sem hann reiddist svo á Bakka, að hann léti það berlega uppi. XL. Jóhann hafði mörg sporin stigið og víða komið um dagana. Á Bakka var hann hverjum mannj heima kænari og fór sjaldan lengra en niður að ánni. Þó kom það fyrir að miinnsta kosti einu sinni, að hann brygði sór á bæ handan ár, þar sam bjó fólk, er hann hafði gist hjá, áður en hann hóf kyrr- sefiur. Þannig liðu dagarnir hver af öðrum og flestir líkir, þar til síðla vetrar 1906, að honum fór að verða tíðræddara en áður um bú- skaparáform sín. Kom það upp hjá honum, að hann þóttist ekki mega skjóta því tengur á frest að fesita sér kot og byrja hokur, mað- ur hniginn að árum. Á útmánuðum voru veður hörð, ög fórust þá fiskiskipin Ingvar og EmiMa snemrna í aprílmánuði og fleiri strönduðu, og nokkru eftir sumarmálin gerði veðragarð mik- inn með kafsnjó og urðu þá enn stórfelldir skipskaðar, og margir bændur misstu fjölda fjár í fönn. En upp úr þ^su breytti til batn- aðar og þánaði um allar sveitir. Með batanum færðist búskapar- hugur Jóhanns svo í aukana, að engin bönd héldu honum lengur. Hann kvaðst með engu móti geta verið lengur á Bakka, þvi að nú væri vor komið, svo að hann jTði að hafa braðan á. Það kom fyrir ekki, þó að Vilhjálmur reyndi að telja um fyrir honum og vekti at- hygli hans á því, að litla ráðskor.- an væri ekki enn til stórræða fall- in. En Jóhann horfði ekki einu sinni í það og kvaðst mundu fá sér aðra stúlku til heimilisstjórn- ar fyrst um sinn. Þetta voru daprir dagar, þó að langþráð vorið færi sunnan og bláð ur blær stiyki vangann. Systumar voru í öngum sínum, og Ingibjörg litlia, orðin hálfs þriðja árs, botn- ,aði hvorkj upp né niður í þeim firnum, sem í aðsigi voru. Loks nann brottfararstundin upp einn morguninri. Vilhjálmur lagði ak- tygi á þann hestinn, sem hann átti veiraldarvanastan, og beitti honum fyrir sleði því að hann vildi ekki láta gisfiivin sinn fara með pjönk- ur sínar á bakinu fyrsta spölinn. Svo kom Jóhann út, búinn til íerð ar, og lét farteski sitt á sleðann. Hann var hljóður og alvarlegur eins og sá maður, sem æðrulaus hlýðiir kadi örlaganna. í kringum hann stóð saknaðarfullt ungviðið sem vildi ekki sleppa honum En Jóhanni varð ekki haggað Hann varð að fara, og bömin urðu að skilja það. Svo seig hann úr hlaði með Grána í taumi og stefndi upp á f>æi. Sólin skein í heiði og var- hljóð í öllum áttum, autt á þúf- um og bölurn, en snjór og krap í lautum og skomingum. Það lætui nærri, að tíu til fimm tán mínútna gamgur sé frá Bakka upp að Steimdyrum. Þeim Jóhanni og Grána hefði átt að vera sá spöl- ur fljótfarinn. En reyndin varð önnur. Það sást varla, að þeir mjók uðust áfram, og virtist hæpið, að Jóhann fengi nokkurt ábýli með þessu háttalagi. Börnin á Bakka fylgdust auðvit- að með ferðalaginu, og þegar s?ð var, hversu seinfarið Jóhann ætl- aði að verða út úr landareigninni, fóru tvær litlu systranna Solveig og Heliga, önnur sjö ára, en hin fjögurra ára, að bera saman ráð sín: Kannski var teningunum ekki enn kastað. Og nú drifu þær sig af stað á eftir Jóhánni með Ingi- björgu á milli sín þeirra erinda að tefla henni i síðasta sinn gegn kalli örlaganna. Þessi för bar ekki árangur. Jó- hann sat við sinn keip, hvers sem í var Jeitað, og við Steindyralæk- inn sneru telpurnar við, úrkula vonar um viðhlítandi málalok. Það voru þöglar og sorgmæddar systur, sem leiddust heim túnið á Bakka með vota kinn, og aldrei fyrr hafði þeim fundizt veröldin jafntómleg og þennan bjarta vor dag. 355

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.