Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 24

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1968, Blaðsíða 24
EINSTAKT TÆKIFÆRI FÖGUR OG NYTSÖM GJÖF VEGLEG OG VARANLEG EIGN Núverandi birgðir okkar af leksikoninu eru greiddar fyrir gengisfellinguna í nóvembermánuði. Við getum því boðið leksikonið á verulega hagstæðara verði, heldur en það er selt á í Dan- mörku. Með hinum hagstæðu afborgunarkjörum er okkar verð kr. 7.550,00 (en verðið í Dan- mörku er kr. 8.350,00). Gegn staðgreiðslu er okkar verð kr. 6.795,00 (danska verðið kr. 7.932,50). Við bjóðum ennfremur takmarkað upplag af 9. bindinu á kr. 850,00 (danska verðið er kr. 1.137,50). Nordisk Konversation Leksikon er eina danska leksikonið, sem haldið hefur fullu verðgildi. Með útgáfu aukabinda eftir þörfum, er eiganda tryggt, að hann á alltaf fullkomið leksi- kon. Við fáum á næstunni hina stóru landabréfabók, sem forlagið hefur gefið út í sama bandi og leksikonið. Við viljum vekja sérstaka athygli á því, að ofanskráð útsöluverð okkar, er aSeins bundið við þær takmörkuðu birgðir, sem við eigum nú. Næsta sending verður á stórhækkuðu verði. — Við eigum einnig mjög takmarkað upplag af Verdens-atlas á gamla verðinu. NORDISK KONVERSATION LEKSIKON er fagurt verk, en það er meira en stofuprýði; það er einnig handhæg og auðskilin uppsláttarbók, sem veitir svör við ótrúlega mörgum spurningum. BÖKABÚÐ NORÐRA, Hafnarstræti 4, Reykjavík. — Sími 14281.

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.