Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 2
Þqtur í Vinnuhagræðing er eitt þeirra orða, sem nú er mjög tíökað. Alls konar hagræðingarráðgjafar, út- lendir og innlendir, eru að störf- um, og samdar eru hagræðingar- skýrslur, úttroðnar af hagræðing- artillögum. Ábúðarmiklir stjórnar- herrar, embættismenn og forstjór- ar hagr^eða sér með þær í stól- um'sínum áður en þeir segja full- trúanum að stinga þeim í viðeig- andi hagræðingarskúffu. Hagræð- ing er eitt af játningaratriðum efnahagstrúarbragðanna, merki- legt hugtak og hentugt hugtak, sannarlegt aaltkorn í daufan hafra graut tilverunnar, þægilegt orð í ræðu og riti og hreinasta þing til daglegs brúks á fundum og ráð- stefnum. Þetta er ein guðs gjafa ó þessum siöustu og verstu tímum og ber í sér það fyrirheit, sem okkur er Ijúft og skylt að heyra: Undir þessu merki skaltu sigra. Jafnvel sjáift Parkinsonslögmálið. Af ávöxtunum sKuluð þið þekkja þá. Það segja þeir Silli og Valdi, og þessi kenning þeirra kvað Ihljóta eindreginn stuðning í helgri skrift. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja, hvílikur töfrasproti hag- ræðingin er. Kraftaverk hennar blasa alls staðar við — þau gagn- sýra þjóðfélagið í bróðurlegri sam búð við hið frjálsa framtak. Af Eyrarbakka út í Vog voru tal- in „átján hundruð áratog áttatiu og fjegur“. Þó að það kosti viðlíka róður, ef landtaka næst á annað borð, að herja út bankavíxil til þriggja mánaða, er fullkomnun vinnuhagræðingar á sviði hinna æðri fjármála orðin slík, að bönk um og bankahúsum fjölgar með hverju misseri eins og fjörugum frumum, sent skipta sér í sífellu, ný bankaútibú þjóta upp og fyll- ast fólki og hin eldri sprengja af tgamla haminn, þröngan og snjáð- an, og taka á sig annan nýjan, sem betur er við hæfi. Þó að fiskkaup- endur hafi jafnvel taiicj fiskverðið sér ofviða teks'i. fyrir kraft vinnu- skjðnum hagræðingarinnar að flytja svo og svo mikið af bátaaflanum allt að Þingmannaieið á bílum um vonda vegi um hæstan vetur, fram hjá mörgum frystihúsum og vinnslu- stöðvum. Þó að orð sé gerUá ó- döngun 1 allmörgum byggðarlög- um, sem guði og mönnum yfirsást að finna skjól í víðum faðmi Faxa- flóa, leika pau sér að standa undir því, að áiitiegum hluta útlendrar vöru, sem þau þurfa að nota, sé skipað upp í Reykjavík til þess eins að skipa þessu siðan út á ný eftir hæfiiega bið eða stafla því á bíla til fl'C.tnings í fjarlæga lands- fjórðunga Þó að komið hefði ver- ið upp kassagerð og umbúðaverk- smiðju, sem gat fullcægt öllum þörfum landsmanna, og meira til, þurfti það ekki að standa í vegi fyr ir því, að nýtt fyrirtæki. sem gegn- ir sama hlutverki, væri stofnað með ærnum kostnaði, og þó er hitt sjálf kórónan, hið æðsta hrós vinnu hagræðingarinnar, að við getum samt keypt umbúðir frá útlöndum, þegar í það fer. Þannig rennur Öx- ará yfir Almannagjá eins o| stúlk- an á þjóðhátíðarpallinum sagði. Og megum við þá fyrst láta okkur skiljast, hvað fulikomið hagræð- ingarþjóðfclag er. Þá er samræmi í tilverunni, ef hið stóra speglast í hinu smáa. Líkt og sá safi, sem gefur líf og vöxt, rennur frá rótum trésins um stofn og lim út í hið yzta blað, þarf elixír vinnuhagræðingar innar að brengja sér útí hinar fin- ustu æðar þjóðarlíkamans. Og nú veit ég, að það gerist Ég heyrði 1 gær sögu. sem sannfærði mig um það. í vikunni fyrir þjóðhátíðina komu verxamenn á vegum Reykja- víkurbæjar í úthverfi eitt og söfn- uðu þar saman í hrúgur margvís- legu rusli, sem þangað hafði bor- izt í stríðum. vindum vetrarins. Nú var það, sem alltaf getur hent, þar sem vinnuhagræðingu er beitt, að ruslið var ekki tlutt burt fyrir há- tíðina. En þegar hún var um garð gengin, kom líka myndarleg véla- herdeild á vettvang og hafði á að skipa vörubifreið, ámoksturstæki og jeppa. Út úr jeppanum stigu fjórir eða fimm unglingar, sem tíndu rusiið upp á vélskófluna, en sjálfir stjórnendur ökutækjanna, allt ráðsettir menn, stóðu álengdar, teygðu úr skönkunum og spjöll- uðu saman, unz tími var kominn til þess að lyfta skóflu ámoksturs- tækisins og steypa úr henni á pall vörubifreiðarinnar. Þannig hurfu hrúgurnar ein af annarri undir blíðu skini miðsumarsólarinnar, lof só vinnuhagræðingunni og vél- væðingunni, unz afmáð voru öll merki um áfokið frá í fyrravetur. Og nú get ég dregið andann létt og sofnað sæll og glaður. innilega sannfærður um það, að við erum verkhyggin þjóð með farsælar skipulagsgáfur, útvalin hagræðing- arþjóð, sem ekki gerum Mólok og Baal og óðrum hjáguðum altari upp á hæðunum, heidur lifum og deyjum í beim sannleika. sem við höfum höndlað. JH„ 578 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.