Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 15
og notaður í stoðir við ræktun vínviðar. Hellenar komu með fjölda sagna á þessar slóðir, og þær hafa dafn- að, er fram liðu stundir, í elfum, hellum og klettum Sikileyjar með- al annars. Úti með sjónum, par við austurströndina, eru t.d. 7 hvöss sker eða nafrar Scogli di Cydiopi. Sögn hermir, að Poly- femos hafi í ofsabræði þeytt þeim á eftir hinum kæna Seifi. Eftir góða stund stöndum við ferðalangarnir upp, dustum af okk ur kallkið, og göngum spölkorn niður fyrir brekkuna til annars leikhúss, einnig undir berum himni. Þetta var rómverskt hring- leikahús, reist á dögum Ágústus- ar keisara og að líkindum fyrir hans frumkvæði, er hann gerði Sýrakúsu sð hluta úr rómversku skattlandi eyjarinnar. Hringleika- húsið er að nokkru leyti höggvið út í klett, en að nokkru hlaðið. Byrgi fyrir geymslu óargadýra standa þar enn við leiksviðið. Leik húsið rúmaði 20 þúsund áhorfend- ur. Aðeins þrjú rómversk hring- leikahús voru stærri, þ.e í Capua, í Verona og Colosseum i Róm Svo vildi tU, að gríska útileik- húsið í Sýrakúsu hentaði ekki fyr- ir Rómverja, var m.a. of lítið fyr- ir þá. Og í því var ekki hentugt byggingarefni í hringleikahúsið, svo að það fékk að standa órask- að — góðu heilli. Hér þarf þvi ekki að deila um það, líkt og í borginni Taormina, hvort leikhús- rúst sé grisk eða rómversk. Við héldum síðan skammt vest ur fyrir hringleikahúsið. Þar var okkur sýnt altari, er Hieron II. lét reisa ú. steini um 226 f Kr. Það er 198 metrar á lengd, 22 metrar á breidd og um 5 metrar á hæð. Talið er, að Hieron II. hafi látið reisa altarisbákn þetta af gleði út af falli Þrasýbúlusar. Þar hafa farið fram blót mikil. Norð- vestan leikhússins bugðast vegur milli lágra kletta, og eru djúp, ævaforn hjólför í grjótinu. Þar eru mörg býssa gömul grafhýs.i Á svæði þessu eru 700 skot höggv- in í klettana og í þeim áletran- ir eða iágmyndir, stundum graf- letur eingöngu, en stundum lúta ristur og myndir að goðadýrkun- ýmiss konar. Grænar eðlur þutu um veggina og komu mörgum okkar til að bregða Þær virtust jafnheimaríkar þar og í rústum Pompeji. Vegalengdir eru ekki miklar í gamla borgarhlutanum, og ekki var annað til baga að ganga á milli fornra sögustaða en breiskjuhiti. Næsti áfangi var til katakomba St. Jóhannesar. Þær eru frá dög- um frumkristni i Sýrakúsu. Munk ur í dökkum kufli var vörður við ganginn niður í katakomburnar Hsnn stóð við borð sem á lá söfn- unarbaukur. Niðri var mild birta af Ijósum, en dáiítið skreipt sums staðar af tornu vaxi. Aðalgangur- inn er 94 m á lengd og breiður vel. Rúmgóðar hvelfiugar eru sums staðar á mótum ganga, er bjargazt var við að hafa guðsþjón- ustur i, meðan kristnir menn voru ofsóttir og áttu ekki kirkjur í borginni. Margt var þai rangata og útskota, sem hætta var á að villast í. Þar er grafhvelfing he^l- ags Marcianusar Ekki verður kom ið tölu á grafhólfin, sum fyrir hvítvoðunga, önnur fyrii hávaxið fólk, höggvin inn ; kalksteinsvegg ina. Þá er lík hafði verið lagt þar, var múrað fyrir nólfið En nokk- ur hólfanna eru tóm Lágmynd af fiski var ustilega nöggvin á vegg innarlega . katakombunum. Leg staðir píslarvotta voru taldir helg- astir. í afkima fannst fyrir löngu steinlíkkista búin mjög, kista Adei fia. Hún er nú varðveitt í safni í borginni. Katakombur finnast einnig á öðr um stað í Sýrakúsu Á Sikiley er því trúað, að Krist ur hafi risið úr gröfinni um há- degi á laugardag. Þar er og talin vera sáluhót í því að vitja 7 grafa helgra manna á skírdag Heilög Lúcía er nafndýriingui fornrar, fagurrar kirkju í Sýrakúsu. Heilög Lúcia verndar sjón áhangenda Katakombur frá dögum frumkristninnar, kenndar við heilagan Jóhannes. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 59J

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.