Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 10
I yfir sama tíma. — Lína var að eðlisfari barngóð, enda þráði hún að eignast barn, svo sem fleiri kynsystur hennar. En það þafði ekki . . . ia, við vitum nú þegar, að það haf&i ekki lánazt. Það sem hún nú hafði tekið að' sér það hlutverk að annast hin þrjú ungu systurbörn sín, gekk hún upp i þvi og innti það af höndum af mikilli altíð. Börnin urðu fljótlega hænd _ að henni. Telpurnar tvær hétu Ása og Signý en drengurinn Helgi. Iiatin kallaði hún stundum Hel'gu, enda sagði _hún þeim oft ævintýrið um Ásu, Signýju og Helgu. Og drengurinn fyrir- gaf henni það. Harm þarfnaðist mjög umönnunar hennar og ástúð- ar. Faðir birnanna var einyrki og því önnmn kafinn myhkranna á milli — hinn mesti dugnaðar- og sótmamaður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Og svo ieið sumartíminn hröð- um skrefum við margvíslegar ann- ir á hinum afskekkta bóndabæ. Forsjónin hagaði því svo til, að systir Línu, hin eiginlega móðir barnanna, náði fuliri heilsu og kom heim eftir um það bil tveggja og hálfs mánaðar fjarveru. Ekki löngu seinna hvarf Lína svo heim til bónda síns, enda búin vel að gera. Hún hóf nú aftur störf í bankanum þar sem fyrr var frá horfið. En hún starfaði þar ekki marga mánuði að sinni. Nei, það kom nefnilega á daginn áðuj en langt um leið, að hún fór ekki lengur kona einsömul. Og sjö mánuðum eftir heimkomuna ól hún son, ,eina bamið, sem hún hefur eignazt til þessa, og eina barnið sem líkur eru á, að hún muni nokkru sinni eignast. Nú ætti að sjálfsögðu ekki að vera annað en gott um það að segja, þar sem hjónin fengu loks- ins langþráða ósk sína uppfyllta um að eignast barn. En — en —. Það fólk, sem kunnugt var málum vi-ssi, að Þor- valdur hafði ekki heimsótt konu sína í sveitina þessa um það bil þrjá mánuði, sem hún dvaldi þar, né heldur uafði hún hreyft sig það- an af heimili, að minnsta kosti ekki farið áð hitta bónda sinn. Og sjö mánuðum eftir að hún kem- ur heim elur hún fullburða barn. Og hvernig mátti koma því heim og samatt með líffræðíleg lögmál í huga, að þau hjón ættu þetta barn, það er að segja bæði, Einn var sá félagsskapur, sem Lína var félagi i og hafði verið um nokkurra ára skeið. Það var saumakiúbbur, hinn merkasti saumaklúbbur, og taldi að jafnaðí sex félaga. Á fundum þessa klúbbs var barnsfæðingin rædd af mi'klum á- huga og talsverðum fjálgleik. En Lína hætti að mestu' að taka pátt í fundum eftir að hún varð móð- ir. En máiið var sem sagt tekið til rækilegrar yfirvegunar af þeim fimrn fólögum, sem eftir voru. Allir urðu klúbbfélagar tiltölu- lega fljótt sannfærðir um, að úti- lokað myndi, að eiginmaður Línu væri faðir barnsins Ekki sízt eftir að það sannspurðist, að alvarleg snurða hefði hlaupið á hjónabands- þráð þeirra, jafnvel svo, að hann hefði að mestu eða öllu leyti lagt niður viðræður við konu sína. Svo alvarlegt var það. En hver var þá faðir barnsins? Tilkoma þess hafði orðið í sveit- inni, á því var tæplega vafi. En sveit þessi var í mikilli fjarlægð, og af því leiddi nauðsyn á upp- lýsingaöflun frá þessum fjarlæga stað. Og það tókst með góðum vrlja. Það upplýstist, að Iina myndi vart hafa farið af bæ alla dvöl sína i svettinni nema í örfá skipti til næsta nagrannabæjar. Og sam- kværnt áreiðanlegum heimildum um karlkyn á þeim bæ var ekki um aðra að ræða en bóndann, roskinn rnann, kominn yfir sex- tugt og yngsta son hans, nýkom- inn yfir fermingu, þann eina, sem enn var heima hjá föður sínum. Þeir feðgar voru afskrifaðir sem mögulegir valdar að barnsfæðingu Línu, bóndinn fyrir aldurs sakir og sonurinn hins vegar fyrir æsku sakir og óframfærni. Að þaulrannsökuðu máli virtist þeim því böndin berast að mági hennar, Sigmundi bónda Vart um aðra áð ræða, þótt undarlegt væri. Þetta var talinn mesti sómamaður. Samt hlaut það að vera hann. En þarna að lútandi varð ekki vit-num við komið, og því ekki á öðru að byggja en ímyndunarafli og brjóstviti. Tvær liklegar skýringar komu til greina. Önnur var sú, að eitt- hvert kvöldið, þegar mágurinn kom síðla heim frá engjaslætti eða öðru bardúsi, hefði Lína viljað hlúa sem bezt að honum — ja, Lina var hugulsöm og góðhjörtuð, það vissu þær — og af þeirri að- hlynningu hefði þetta leitt. Og þó var álit þeirra, að í raun- inni hefði Lína mátt teljast sóma- kær kona. Þess vegna væri þetta furðulegt. Nema það hefði gerzt með þeim hætti, að Lína hefði blátt áfram fengið leyíi systur sinnar til þess að samrekkja bónda hennar eina nótt, til þess að . ja, í sérstökum til- gangi mátti ætla. Eiginlega þótti þeim sú skýring sennilegri. Hún var í eðli sínu mjög hrein og bein hún Lína. En hver sem rétta skýringin var og hvernig, s^m þetta hefði að bor- ið, þá var álit klúbbfélaga, að um mjög vítavert athæfi væri að ræða og óverjandi fordæmi. Og ekki nema eðlilegt, að eiginmaðurinn tæki sig tii og skildi við hana. Að- eins einn klúbbfélaga tók svari hennar afdráttarlaust. Lína hefði ekki gert annað en útvega sér það, sem eiginmaðurinn gat ekki látið henni í té. Og trúlega gert það á eins prúðan og siðsamlegan hátt og yfirleitt var hægt í þessu til- viki. Þær hinar voru nú ekki al- veg á því að samþykkja þetta sjón- armið hennar. Öðru nær Um þetta risu harðar deilur, lá við að klúbb- urinn splundraðist. Sem betur fór varð þó eigi svo. Önnur áhugamál komust á dag- skrá. Og þegar tímar iiðu fram, bárust þenn öruggar fréttir um, að samkomulag þeirra hjóna væri orðið hið prýðilegasta. Hvorugt þeirra sæi sólina fvrir drengnum, sem kallaður var Þorvaldsson, eins og væri hann hjónabandsbarn. Þær voru meira að segja i skírnar- veizlunni og sannfærðust um þetta. Og þær góðu fimm konur héldu áfram lífi í klúbb sinum, þótt Lína gæti vart talizt félagi lengur. Það gerði drengurinn. En tíu ára afmæli klúbbsins héldu þær hátíðlegt Þá mætti Lína. Og konurnar fjórar, sem mest deildu á hana á sínum tíma, virtust hafa gleymt tilefni for- dóma sinna. Að minnsta kosti voru þeir ijarska vingjarnlegar við við hana. Enda staðreyndin sú, að hjónaband þeirra Línu og Þor- valds var með ágætum. Þannig endar þessi saga einnig með ágætum, eins og vissulega væri æsikilegt, að aliar sögur entu. 586 tíminn - sunnudagsblað

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.