Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 16
sinna. Hinn 13. desember er alt kaffibrauð í Sýrakúsu haft í lög- un sem gieraugu til þess að minna á hana. Og konur gera það heil- agri Lúcíu til þægðar að ganga í grænum kjólum 1 dag i viku. Enn eimir eftir af trú á dýrlinga, sem lækn.i húsdýr, svo sem á heil- agan Pasquale, er hjálpa á kind- um og goitum, sem margt er af. í eyjumni. Af grískum musterum í Sýra- kúsu eru nú ekki eftir aðrar leif- ar en brotnar dóriskar súlur, vegg brúnir og brot af bitum úr marm- ara. Súlur i dóriskum stíl eru án fótstalla, tneð grunnum gárum, breikka um miðju en mjókka, þegar ofar dregur, súluhöfuðið er sívalt, en .„ndar í ferhyrndum stalli undir súluásnum Engin þjóð hef- ur gert guðum sínum fegurri bú- staði en Gnkkir. Þess vegna þyk- ir sjálfsagt að benda erlendum ferðalöngum í Sýrakúsu á þessar fornleifar. Á hæðinni Polichne, sunnan við Anapo, stóð Olympia, helgidómur, rei9tur 581 f.Kr Af brotnum dóriskuin súlum standa þar 2 eftir, hvor þeirra 7 metrar á hæð, en ætlað er, að hvor þeirra hafi verið 65 metrar á hæð í fyrstu. Báðar eru súlurnar höggn- ar úr einsteinungum. „Mást skal lína og litur, sfceinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast“, segir Einar Benediktsson Hinar náifhrundu dórisku súlur minntu á heirmenn fallna á verði, þar sem þær bar við kvöldhim- ininn. Grísk musteri hafa verið illa leikin í Sýrakúsu. Dómkirkjan, Santa Maria del Piliero reist 640 e.Kr., var til dæmis að taka, þan- in yfir Aþenumusteri og 36 dór- iskar súhir greyptar inn í kirkju- veggina. 'ðilfagrar skreytingar úr leir við musterið huldu kirkju- smiðirnir með gangstéttum Sýndu skreytingar þessar, ' að þær voru runnar frá Korinþuborg, en höfðu þróazt í Sýrakúsu til meiri full- kommunar. • Þegar Rómverjar svældu Sýra- kúsu undir sig, fluttu þeir mörg listaverk paðan til Rómar. Áður höfðu einnig sumir einvaldar Sýra kúsu sjálfir farið hirðuleysislega með ýmis þeirra. Gelon gaf goða- líkneski einu fræga gullkápu En þegar Dýonysusi harðstjóra varð 592 7 eitt sinn íéskylft, rændi hann gull- kápunni á þeim forsendum, að hún væri of hiý fyrir goðið á siunr- um, en of köld fyrir goðið á vetr- um. Gríska er ekki lengur töluð í Sýrakúsu, hún hefur ekki varð- veitzt þar eins og í fáeinum hér- uðum syðst á Ítalíu. Og horfnir eru skógarnir, sem sagnaritarinn Þeokritus frá Sýrakúsu, er var uppi 310—265 f.Kr., segir, að þak- ið hafi Sikiley milli fjal'ls og fjöru Gráar hrauntungur Etnu skera hér og þar úr við grænkuna nú á dögum. Sums staðar hafa að vísu verið gróðursettir skógar í stað þeirra, sem eyðzt hafa. Þess eru ýmis dæmi, að þegar menning Sýrakúsu reis hæst, þá komu nýir erlendir sigurvegarar og ribbaldar, sem lágkúrulegri menning fylgdi. Það var til dæmis afturför hjá borgarbúum, er horft höfðu á sígilda leiki í heillandi útileikhúsi grísku, að lúta að því að horfa á menn og dýr heyja einvígi í blóði stokknu rómversku hringleikahúsi. Sikiley er í þjóðleið og hefur goldið þess. Fjöldi þjóða frá ná- grannalöndunum hafa brotizt þar til valda. Hinar helztu þeirra eru Fönikíumenn, Karþagómenn, Serk ir, Nórmannar, Þjóðverjar, Frafck- ar og Spánverjar. Innrásir þeirra hafa á liðnum öldum valdið íbú- unum þungum búsifjum — ekki minni en ddgosin í Etnu og jarð- skjálftarnir Öldum saman var hinni frjósömu Sikiley stjórnað svo illa, að eyjarsfceggjar voru píndir, kúgaðir, þjakaðir og lægð- ir af fátækt. Menn seldu jafnvel börn sín i þrældóm í brennisteins- námurnar, þar sem þau voru lát- in asna ' rá 5 ára aldri. Einnig seldu bláfátækir foreldrar sfcund- um unga trengi miðað við að þeir yrðu gerðir castrato. hefðu sópran rödd alla ævi, syngju í söngleik- um og kórum. En þegar Leo páfi XIII. fcók völd árið 1878, harð- bannaði hann í páfabréfi sínu slík- ar limlest.ingar. Honum varð páfa mest ágengt í sllku banni enda lifði hann og starfaði allit til 1903 og var fylginn sér Tekið var að bregða birtu. er við tygjuðum okkur firá Sýrakusu.' Alltaf hó'.zt sama þurrviðrið, rak- in, vörm gola sunnan frá Afríku. Gróður jarðar var ekki tekinn að fölna að ráði, þótt kominn /æri október. Hið síðasta, er ég virti fyrlr mér, var granatepli með eld- rauðum biómum, er huldi brotna, mosa vaxna múrbrún í heitu mistr- inu. Við múrinn sat sonnanbula, spákona, i stól og búuðst til þæs að segja fyrir örlög manna Túlk- urinn sagði, að nökkru fjær væri fíkjutré með stofn harðan sem hraunstorku, elzta tré Sikileyjar, þúsund ára gamalt. Á leiðinni til Cataníu spuðri einn íslendingurinn leiðsögumann inn 9ikileyska, hvar aðsetur maf- íunnar væri „Ekki hér, heldur hinum meg- in á eyjunni, í Palermo“, anzaði hann og fór dálítið hjá sór Hatur ninna kúguðu, berfátæku Sikileyinga brauzt út í illvirkjum og manndrápum, en síðan gerðust morðingjarnir útilegumenn uppi á fjöllum. Útilegumennirnir bund- ust samtökum og rændu ríka menn og vegfarendur. Snauðir menn víðs vegar um Sililey h.jálp- uðu þeim um mat og nauðsynjar og til þess að komast undan rétt- vísinni. Þessi samábyrgðarkennd gegn ríkisvaldinu nefndist mafía og barst neira að segja til nýja heimsins með sikileyskum vestur- förum. Þegar til Cataníu kom. var ökla djúpt vatn í stríðum straum á strandgötunni, þar hafði verið slag veður í tvæi stundir síðdegis Götu sóparar -kófu botnföllin svo að þau hefðu við. Þeir íslendingar er verið höfðu á göngu um borg- ina, leituðu sér sumir afdreps und ir brú eitini í hálfa .sfcund, með- an mest jós niður regninu. Aðrir fengu sér 'eigubíla í átt til skips, en skýfallið drap á þeim svo að þeir komust hvergi. Uppi á há- lendinu nöfðu ólesnar leifar af vínberjauppskeru bænda skemmzt af hagléli. En þegar úrtellinu slotaði, hat'ði brátt komið Etnuveður, er fjall- göngumenn nefna svo. — sbr. Hefcluveður í Landsveit, er ekki sést skýsfcafi á lofti. Og Etna, hrikalegasta eldfjall Evrópu, hef- ur alltaf heililað fjallgöngumenn. Enda hrósa Sikileyingar sér af því að Platon heimspekingui og Had- rianus keisari hafi meðal annarra gengið á hæsta hnúk hennar JarðeLdarannsóknarmiðstöð mik il er í Cataníu. Þaðan er einnig tíðast gengið á eldfjallið. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.