Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 12
Hinn 3. október 1967 rennur upp. Miðjarðarhaf er,- líkt og þrjá undanfarna daga á leið frá Tanger í Áfríku, slétt sem heiðtjörn, Mátt -sem vatmð í gjánum á Þingvöil- um. Þýzka farþegaskipið Regina Maris skríður á fullri ferð í aust- urátt. Þökuslæðingur og sælæjjur næturinnar leysast smám saman upp, og söl skín í heiði. Lofthiti er 25 0 á C. Allur þorri íslend- inga um 200 eru úti á þiljum. Hvert andartak er sem perla — Oig þeir vilja ekki missa af neinni þeirra. Siglt er t sveig um Stromboli, keilulagða llparíteyju 300 m háa yfir sjávarmáli. Stromboli er 12,6 ferkílómetrar, þ.e. nokkru stærri en Heimaey í Vestmannaeyjum, sem er 11.26 ferkílómetrar. En Stromboli er jafnbrattari en Heimaey. Eyjan og gígurínn bera Ífka sama nafn. Ekkert rýkur úr gígnum pessa stundina. Nokkur þorp með 1000 íbúum alls teygja sig upp brskkurnar í góðu nábýli við eldgíginn að því er virðist. En árið 1921 hafði íbúunum vart verið vært í eyjunni fyrir gosi. Unnt var að sigla uppi við landsteina að kalla, því að Stromboii rís á 2900 m dýpi. í sjónauka mátti sjá fólk við uppskeru í einni hlíðinni, í körfur sínar las það vínber og jafnvel capers. Við fórum rétt hjá vita, er stóð á mjóum drangi, tröppur voru höggnar í dranginn niður að sjó. Skipið stefnir því næst til Mess- ina-sunds. Áður en langt um ldður kemur Etna, hæsta fjall Sikileyjar, í ljós, tröllsleg, líkust fjallgarði, 3279 m á hæð. Hún er með gráa húfu á drambinum. Sikileyingar nefna hana stundura Mongibello — fjajg Éjalanna — og er það sizt w undra. Borgin Messina blasiir aMcugi við á strandlengju SiMeyj aiw Greina má þar meoal annars tvo kastala. Brátt fer skipið um Mess- ina-sund. Tveir gildir strengir eru þandiir miili Ca'labríu og Sikileyj- ar, þar sem sundið er mjóst, en þeir eru meir en steinsnar fyrip ofan skipið. Það syngur í þeim Ikt og strengjahljóðfæri sé snert af ósýnilegum fingrum. Þegar grisk menning ríkti þar um slóð- ir í fyrndinni, var ætlað að óvætt- irnir Skylla og Karybdis hefðust við þarna í sundinu, hrektu skip á mili sín og gleyptu þau. Upp úr hádegi lendum við í Cataníu, borg með um 300 þúsund ibúa, á austurströnd Sikileyjar. Catanía hefur verið litlu betur leik- in af jarðskjálftum en Messina. Catanía var lögð að kalla í rúst af hræringum árin 1169. 1669 og 1693. Þegar hraunstraumurinn frá Etnu nálgaðist borgina árið 1669, fóru prestar og munkar í skrúðgöngu frá dómkir'kjunni með blæju úr skríni helgrar Agötu í áttina, og þá geigaði hraunstraum- urinn að sögn, féll í sjó við borg- arjaðarinn, en eyðilagði bezta hluta hafnarinnar Skömmu eftir landtöku leggjum við mörg af stað í stórri bifreið til Sýrakúsu, 58 kni leið. Annar hópur íslendinga heldur af stað um sama leyti í bifreið upp á há sléttuna til borgarinnar Taormina, er fyrir löngu var grísk-síkúlsk o.g er rómuð fyrir náttúrufegurð. Við ökum innan skamms fram hjá seme'ntsverksmiðju mikilli, er selur m.a. Aröbum og Grikkjum sement. Einnig gat að líta olíu- hreinsunarstöð, eina hinna stærstu í Evrópu, en olía fannst þar í jörð eftir síðari heimsstyrjöld. Cataníu- sléttan er mesta láglendi Sikileyj- ar. Síðan úr grárri fyrnsku hefur hún verið kornforðabúr eyjar- skeggja, enda eru áveitur þar mikl- ar og sumsstaðar allt upp í 1300 metra hæð. Mýrakalda var lengi vágestur á slé-ttunni, en henni hef- ur nú verið útrýmt. Farið er yfir ramgerða brú á elfinni Simeto, sem leiðsögumaður segir að sé 120 km íöng, lengsta elfur Sikil- eyjar. Nú er vatn hennar kolmó- rautt. Upptök Simeto eru í hálend- inu við Etnu. Hún þótti fyrr meir minna á Cocytus í Hellas, er var 588 TÍIINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.