Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 6
okkar. Eins og ég sagði áðan, var það stór hópur. Hamingjan sanna, hvað bræðin svall í okkur. Hnúar hvítnuðu, og Dönum voru valin hæðileg orð. Sigurjón hentist með steytta hnefa á fund sænsku Ólympíunefndarinn- ar að fá leiðréttingu, en Fritz Han- sen hafði verið þar á undan hon- um og komið ár sinni vel fyrir borð. Sögðust Svíar ekki vilja spilla vinfengi sínu við Dani með því að anza kvabbi íslendinga, enda væru deiluefnið lítils virði. Þegar okkur hafði skilizt, að til- slökunar yiði ekki að vænta, flýtt- um við okkur úr íþróttabúningun- um og inn á áhorfendasvæðið á aðalleikvanginum. Þar voru ís- lendingar einu sinni samtaka. Eng- inn okkar gat hugsað sér að taka þátt í setningu leikjanna, með þess- um skilmálum. Kóngurinn fékk þvi ek'ki að sjá okkur með tréstöng- ina í það sinn. Seinna kom í blöðum grein, sem byggð var á viðtali við Sigurjón, og var þar rakið, hvers vegna við íslendingar skárumst einir úr leik við setningu mótsins. En nú kom nýtt í ljós. Við nöfn Jóns og Sigurjóns i keppenda skránni var ritað Danmörk, en ís- land í sviga fyrir aftan, þvert of- an í gefin loforð. Þetta iikaði okk- ur stórilla, kvörtuðum linnulaust við mótsstjórnina. Með þráanum liafðist það. Eftir fyrstu dagana stóð aðeins ísland við nöfn þeirra. Nú er að ræða um frammistöð- una. Jón Halldórsson keppti í Glíma er samstofna danska orðinu „glimt', sem þýðir leiftursnöggt, ör- skiótt. Stirðbusaháttur á ekki ag sjást i þessari íþrótt, heldur eiga allar hreyf. Ingar að vera snöggar og glæsilegar, eins og fljúgi ör af streng. Tll að minna á þetta er teiknuð lóðrétt ör 1 merki Glímufélagsins Ármanns, og myndar oddurinn kommu yfir Á-ið. hlaupi. Hitinn var óskaplegur, langt yfir þrjátíu stig, en Jón stóð sig vel og tókst að verða þriðji af fjórum í sínum riðli. Það hlakkaði í okkur, þegar við sáum, að Danir treystu sér ekki til að senda neinn af sínu fjölmenna liði í þetta hlaup. Sigurjón Pétursson glímdi einn- ig í steikiandi hita. í rómversku glímunni voru keppendur fimmtíu, ■og sá var úr leik, sem tvisvar varð undir. Finnar áttu þarna marga keppendur, beljaka mestu. Reyndar áttum við þarna fleira sameiginlegt með Finnum en glímuáhuga Þeir voru á þessum tíma undirgefnir Rússakeisara, og ynni einhver þeirra til verðlauna, var rússneski fáninn dreginn fyrst að hún, v'ð hnuss og fuss áhorf- enda — síðan hinn finnski. Fyrsti andstæðingur Sigur- jóns var einmitt kraftalegur Finni. Áttust þeir við í hálfa stund, unz Finninn fóll Okkur hló hug- ur í brjósti, við kölluðum „ísland“ og hlupum fagnandi fram. En reið- ir urðum við, þegar Sigurjón var í tilkynningu, talinn fyrsti Dan- inn í glímunni. Við fengum því svo breytt, sem fyrr segir. Næsti andstæðingur var sömu- leiðis Finni, methafi í þungavigt. Vorum við milli vonar og ótta, en forsjónin var okkur hliðholl, enda spöruðum við ekki bænirnar. Strax á fyrstu mínútu náði Sigurjón snilldarhálstaki á honum og vann skjótan sigur. Enn glímdi Sigurjón við þriðja Finnann, og var sá sýnu beztur. Átlust þeir við hátt á aðra stund og vann Finninn loks á stig- um. Var þá svo af honum dregið, að hann gekk frá keppiji, en Sig- urjón glímdi sama dag við fjórða Finnann, maraðist vasklega að hon um, og liðu ekki nema tvær mín- útur, unz herðar mótstöðumanns- ins kysstu dýnuna. Blöðin voru farin að spá Sigur- jóni verðlaunum eftir þessa frammistöðu, enda voru nú/aðeins níu eftir í glímukeppninni að hon- um meðtöldum. En í næstsíðustu umferð fóll hann fyrir Ungverjanum Bela- varga. Þótti okkur súrt í brot(ð, en þó sómi, að hann skyldi aðeins falla einu sinni. Má telja mjög líklegt að hann hefði sigrað, ef þjálfun hans og reynsla hefði verið jafn mikil og hinna. En nú cr að segja frá íslenzku glímunni. Á tilteknum degi gekk litli hópurinn okkar inn á völlinn, við góðar undirtektir. Við bárum fyrir okkur tréskjöldinn góða. Gliman þótti mjög faleg og var heilmikið um hana ritað. Okkur var jafnvel líkt við íþróttamenn frá hinú foina Grikklandi. Við vor- um beðnir að glíma annan dag sér- staklega fyrir verndara leikanna, Frakkann Coiibertin, og fleiri úr alþjóðanefndinni. Hreifst Couber- tin af glímunni og vildi að nokkr- ir okkar kæmu til Parísar og kenndu hana þar í landi, en af því varð aldrei. Þá bað prófessor frá Fíladelfíu okkur um glimu- bók á ensku og heitstrengdi að kenna þessa íþrótt í skólum vestra. Eins hugðust Svíar læra íslenzka glimu. Vorum við jafnvel famir að óttast, að útlendingar kynnu að verða okkur skeinuhættir í þessari sérgrein okkar. Síðasta daginn, þegar verðlaun voru afhent, glímdum við á Stad- íon-vangi um bikar, sem íslending- ar í Danmörku gáfu. Þá voru á- horfendur geysimargir og gátu fylgzt með glímureglum í sýning- arskránni. íslenzki hópurinn gekk djarfmannlega fram, og nú var konungi loks heilsað með tréskild- inum, sem eftir lá við opnun leik- anna. Það ríkti eftirvænting á pöl- unum, þvi svo margt hafði verið skrifað um þessa óþekktu íþrótt. Nú var glímt af_ fimi og fjöri, mýkt og þokka. Úrslit urðu þau, að bikarinn hlaut Hallgrímur Benediktsson, annar varð Sigur- jón, þriðji Axel Kristjánsson. Á- horfendur fögnuðu óspart, og hvar vetna heyvðist hrópað. „Ldfi ís- land, liifi ts-and! Bravó, bravó.“ Bæði Aftonbladet og Dagens Nyheter.létu okkar lofsamlega get- ið. Meðan við glímdum, var tekin af okkur kvikmynd. sem varðveizt hefur, og var sýnd fyrir skömmu í íslenzka sjónvarpinu. Og fram- kvæmdanefnd íþróttamóts Skánar- búa, nú í þann veginn að hefjast í Málmey, bauð okkur þátttöku, ó- keypis dvöl og þrenn verðlaun, vildum við glíma þar. Við kvöddum því Stokkhólm sæl- ir í hjarta eftir ánægjulega og lær- dómsríka dvöl. Málmeyjarmótið stóð í þrjá eða fjóra daga. Það gladdi okkur að vera á allan hátt taldir jafugildir öðrum þjóðum fjórum, sem mót- ið sóttu, en það voru Bandaríkja- menn, ítalir, Austurríkismenn 582 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.