Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 21
lenti í ölkránni á horninu eins og oft áöur. Þegar Jón byrja'ði að dreika, tók það alltaf nokkra daga. Þetta náði hámarki nokkrum dögum fyr- ir ferminguna og eyðilagði allar [hugmyndir okkar um fermingar- veizlu. Einn daginn þegar ég kom heim, var peningakassinn næstum tómur. Þegar ég stóð með kassann miHi skjálfandi handa, gat ég varla trúað, að þetta væri rétt. Elín stóð við hlið mér, og þá sagði ég henni ailt, án þess að leyna neinu. Hún horfði á mig fallegum, bláum aug- um, sem voru nærri hnöttótt af undrun. Um leið var barið á eld- húsdyrnar. Það var Gerða. — Maðurinn þinn skauzt heim rétt áðan, sagði hún. — Hann, — hún leit til Elínar — það er auð- vitað þýðingarlaust að dylja hana þess lengur. — Já, sagði ég hörkulega. — Það er ekki til neins að dylja neitt framan. Ég hallaðist upp að eldhús borðinu og huldi andlitið höndum. — Þegar nann læðist inn í íbúðina eins og þjófur til að stela pening- um fyrir brennivíni. Gerða leit til mín. — Væri ekki bezt fyrir ykkur, að þið Elín færuð eitthvað burt frá þessari eymd? Gæfa barnsins verður þó að sitja í fyrirrúmL Vesalings barnið. Ailt í einu heyrði ég hina skæru rödd Elínar: — Það þarf enginn að kenna í brjóst um mig. Það er pabba, sem líður verst. — Já, Elín . .. byrjaði ég. — Ég veit vel, hve þér líður illa, mamma. Og ég hef oft dáðst að kjarki þínum. En hvernig held- urðu að pabba líði, þegar hann átt- ar sig á eftir? — Tekur þú svari pabba þins? hrökk út úr Gerðu — Já, ég reyni það, svaraði Elín. — Við þekkjum veiku hliðar pabba, en við gleymum ölium þeim tilraunum, sem hann hefur gert til að reyna að hætta að drekka. Hvað haldið þið til dæmis, að við pabbi höfum spjallað um á sunnudags- ferðum okkar? Hvaða áhrif haldið þið, að það hafi á pabba, að heyrn hans versnar stöðugt og hann miss- ir samband við umheiminn. Og þó vill hann ekki kannast við það. — Hvernig getur fimmtán ára barn haft svona hugsunarhátt? Það er eins og hún sé orðin fullorð- in, sagði Gerða. — Ef við bregðumst pabba núna mamma, þá réttir hann aldrei við. Hann hefur ekki tekið peninga frá okkur áður til að drekka fyrir. En adlt í einu var eins og skyn- semin viki burt fyrir barnslegri örvæntingu. Elín brast í brát. Ég tók stúlkuna mína í fangið, Mér fannst ég aldrei hafa verið eins upp með mér af henni eins og einmitt nú. Hún var enn aðeins barn, en hafði reyr.t meira en marg ur fullorðinn. Og þessi þroski og innsýn, sem hún sýndi þarna, var auðvitað afleiðing af öliu því, sem hún hafði orðið að reyna. Enn einu sinni ákvað ég að Joerjast fyrir heill mannsins míns. í fyrsta skipti fór ég nú af stað að leita að Jóni á þeim stöðum, sem hann var vanur að halda sig á í drykkjuköstum sínum. Og ég hætti ekki fyrr en ég fann hann. Hann var þá staddur á þvi tíma- bili í svallinu, þegar hann var orð- inn bæði þreyttur, vonlaus og hryggur. Það leit næstum út fyrý1, að han,n innst inni væri feginn að vera sóttur og fluttur heim. Þetta svall hafði tekið marga daga, og hann hafði þörf fyrir bæði mat og svefn. Daginn eftir játaði hann í fyrst.a skipti, að hann væri áfengissjúkl- ingur, og hann lét sjálfur í ljós ósk um að fá hjálp. Þá fylgdi ég honum til læknis og sat í biðstof- unni og beið. Skömmu síðar var ég líika kölluð inn til læknisins, og læknirinn sagði: — Maðurinn yðar fer á heilsu- hæli í dag, frú. Hann hefur sagt mér sögu sína. Og mér skilst á honum þessa stundina, að hið eina, sem hann þráir, sé að verða maður til að bæta fyrir það, sem gerzt hefur. Þar að auki verðum við að reyna að bæta honum heyrnina. Þetta getur ekki gengið svona leng- ur. Jón leit til mín vandræða- lega í botnslausri órvæntingu: Hvernig hafði ég haldið þetta út ölil þessi ár, og hvernig gat Elin elskað pabba sinn? Hve mörg mannleg afhrök hefur ekki stríðið á samvizku sinni? En nú kemur hinn ánægjulegri hluti þessarar sögu, og hans vegna hef- ég viljað segja hana. Ef til vili getur það orðið til að hughreysta aðrar konur drykkjumanna, sem eru við það að missa alla von. Því er ekki að leyna, að ég trúði ekki á neinn bata í fyrstu. Það var gott meðan hann var í heilsuhæl- inu, og ég gat verið örugg heima á meðan. Það var einnig ánægju- legt að sjá, hvernig Elín þroskað- ist, kinnarnar urðu ávalar og hún fékk glampa í augun. Við heyrð- um aðeins gott eitt frá hælinu. Jón skrifaði mér oft, og ég ræddi stundum við lækninn Hann sagði mér meðal annars, að Jón hefði loks látið til leiðast að nota heyrn- artæki, og nú gæti hann haldið uppi samræðum við aðra áti erfið- leika. En var nú óhætt að treysta því, að hann væri á öruggri leið til að læknast? Hvernig mundi fara, þeg ar hann kæmi út af hælinu? Hver vildi veita tyrrverandi áfengissjúkl ingi vinnu? Ég kveið stöðugt fyr- ir því, þegar sá dagur kæmi, að hann útskrifaðist af hælinu. En þá gerðist kraftaverkið. Viku áður en við áttum von á Jóni heim, var allt í einu hringt dyrabjöll- unni. Ég var ein heima, og úti fyrir stóð maður á aldur við Jón, sem ég hafði aldrei séð áður. Hann spurði eftir Jóni. Honum hafði loks heppnazt að hafa upp á heimilis- fangi hans eftir mikla’leit. — Maðurinn minn er ekki heima eins og stendur, sagði ég dauflega og leit til mannsins Þetta var hár og þreklegur mað- ur og bauð af sér góðan þokka. En ég var ekki alveg örugg. Þetta gat verið einn af gömlum svall- bræðrum nans. — Ég er gamall vinur manns- ins yðar frá því í stríðinu, sagði ókunni maðurinn. Þá vorum við 1 Englandi. Hefur hann aldrei talað um Friðrik? — Friðrik? endurtók ég undr- andi. — Jú, ég held, að hann hafi stundum nefnt nafn yðar í svefni. — Má ég koma inn og ræða við yður, frú? Það er mikilvægt að ég geti náð fundi manns yðar aftur. — Jú, gerið svo vel að koma inn. Og svo bauð ég honum inn i stofuna. Hann staðnæmist og horfði í knngum sig andartak Svo leit hann á mig. — Eitt vil ég segja yður, sagði hann. — Ég á manninum yðar að þakka, að ég lifi i dag. Vitið þér, að þér eruð gift hugrökkum manni sem hætti lífinu vegna vinar síns? — Er það rétt? hvíslaði ég, og féll niður á stól. Ég átti ekki von T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 597

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.