Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 19
Hinn fr^gi Húsafellsklerkur og mikli ættfaðir, séra Snorri, fæddist í Höfn. Eitt af því, sem sífeldlega minnir á séra Snorra, eru kvíahell- an, sem enn liggur hjá garði á 'Húsafelli — ekki annarra meðfæri en þeirra, sem harla vel eru að manni. Það er fátítt, að konur færist það i fang að hefja úr grasi þennan afl. raunastein séra Snorra. Þó ber við, að svo hugumstórar konur komi að Húsafelli, er svo glatt“. Sennilega hefur það verið í hans tíð að Sigurður Breið- fjörð kom að Höfn og orti þessa vísu: Sýslumaður situr í Höfn, sem við greina viljum, að heimisins gervöll hundanöfn hanga á stofuþiljum. Á þennan hátt lærði óg vísuna, en tel vafasamt, að hún sé rétt eft- ir höfð svona, því að ekki ber hún keim kveðskapar Sigurðar. Síðasti sýslumáður í Höfn var Böving, danskur að ætt og upp- runa. Ékki fara neinai sögur af embættisverkum Bövings sýslu- manns eða neinum stórvirkjum, sem hann gerði. Sennilega hefur Böving þótt- smáskxítinn, þvi að þannig sögur hafa myndazt um hann. Benedikt Gröndal segir eina slíka sögu. Ekki verður hún rakin hér, en önnur saga sögð í hennar stað. Á þeim tíma er Böving var sýslu maður 1 Höfn, bjó sá maður á móti honum, senniíega á hálfri jörðinni, sem Magnús hét. Magnús var Einarsson írá Kalmanstungu, bróð ir Halldórs sýslumanns, og hafði hann einnig búið í Höfn nokkuö af þeim tíma, er Halldór var þar. Magnús bjó víðar um sunnan verð- an Borgarfjörð, meðal annars á Bekansstóðum og Hrafnabjörgum, og við þann bæ er hann alla jafn- an kenndur. Ma-gnús var um margt öðru vísi en fólk er flest. Hann var afburða kraftamaður og mat- maður úr nófi, höfðingjadjarfur og oft óblíður í máli, sérstaklega við þá, sem meira máttu sín. Eins og við sjáum er Borgar- fjörður mjög skerjóttur, og þó er efcki minna af blindskerjum í firð- inum, svo að skipaleiðir um hann eru ærið vandrataðar. Þegar farið var á smáskipum um fjörðinn frá Akranesi upp í Borgarfjarðarhér- að, alt vestur að Langá, var hald- ið inn með austurlandinu svo köl- uð grunnleið. Þar voru víða blind- sker og boðar á báðar hendur, og varð þá að stýra eftir miðum, ým- ist á landi eða hólmum í firðinum. Á einum kafla leiðarinnar var stýrt eftir því miði sem kallað var „að dyra hólmana“ Það var, að svo væri sem dyr á milli Mel- hólma og annars lítils hólma, sem Landhólmi heitir. Nú var það eitt sinn. að Böving sýslumaður var að koma sjóleið frá Akranesi heim til sín. Magnús, var góður sjómaður, mun hafa ver- ið formaður á báti þeirra, en hafði látið undan þrábeiðni sýslumanns að lofa honum að stýra bátnum. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir voru þangað komnir á ferð sinni, sem skerið Klofning- ur er við leið. Sker þetta er ekki nema fáa faðma frá réttri leið. Hér vldi sýslumaður fara nokkuð út af réttri stefnu, en Magnús vildi beina honum aftur á rétta leið og segir því, hógvær í bragði: „Dyrið þér hólmana, sýslumað- ur góður“ En Böving hélt sinni stefnu. Þá segir Magnús snöggt: „Dyrið bér hólmana, sýslumað ur“. Enn fór sýslumaður sinu fram. Þá hrópaði Magnús með þjósti miklum: „Ætlarðu ekki að dyra hóhnana, mannskratti?“ Um leið þreif Magnús stýrið úr höndum Bövings — en of seint. Báturinn tenndi á Klofninginn í sama bili. Á þessu sama skeri hafa tveir bátar strandað í mínu minni. Úra- nía fes.tist þar í blíðskaparveðri á björtum degi 1919. Mannbjörg varð, og báturinn náðist út mikið skemmdur eftir hálfan mánuð. Vél báturinn Hegri frá Borgarnesi strandaði á Klofningi í nóvember 1923. Af honum var fimm mönn- um bjargað, en tveir drukknuðu. Frásögn af þessum slysum má lesa í Sunnudegi Þjóðviljans, ritaða af mér. Árið 1703 fæddist í Höfn dreng- ur, sem siðar varð frægur fyrir kveðskap, aflraunir og galdra. Það var Snorri Björnsson, prestur á Húsafelli. Nú mun Snorra aðallega vera minnzt vegna kvíahellunnar á Húsafeli. — Fyrir rúmum hundr- að árum seypti Pétur Sívertsen Höfnina, og nú býr þa. þriðji ætt- liðurinn. Við skulum nú ekki hafa lengri viðdvöl hér, en halda sem leið liggur niður á Vesturlandsveg. Við ökum eftir Birgisásnum ofan við skeiðvöl Dreyra og áfram yfir Bugalæk og á þjóðveginn ofan við '" Móhól. Síðan höldum við spölkorn suður Vesturlandsveg á Narfastaða melum. Hér austan vegar er flug- völur á iitili melöldu, Þrívörðu- hæð. Þessi flugvöllur er merktur á skýrslum og kortum flugmála- stjórnar og kallaður flugvöllurinn á Hafnarmelum. Ekki veit ég, hvað an flugmálastjórnin telur sig hafa heimild til þeirrar nafngiftar. Þessi flugvöllur er á Narfastaða- melum, og það nafn ber að setja á hana. Það mun vera algerlega * ólöglegt að breyta örnefnum, án leyfis tl þess kjörinnar nefndar. En þess leyfis hefur ekki verið leitað. Leiðsögumaður ferðamanna leyfði sér jafnvel að kalla þessa mela Hafnarsand. Hvaðan honum hefur komið sú hugmynd, að búa T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 595

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.