Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 13
Etna gjósandi. Gosmökkurinn hnyklast yfir fjallinu og hraunkvísl sígur út um skaröið í gígbarminn. bendluð við undirheima. Brenni- steinsverksmiðja sást þarna í fjarska og liafði 6 dagsláttna land- rými. Lyktin frá henni var svip- uð og úr Fúlalæk stundum. Öðru hverju blöstu við bananaekrur, möndlutrjágarðar, Jóhannesar- brauðtré, smjörviðarlundir og stöku gnæfandi árokaríur. Leið- sögumaður tekur fram að leitt sé, að smjörviðir beri ekki aldin fyrr en eftir 15 ár frá gróðursetningu. Garðar af gulaldintrjám sindruðu hér og bar. Og í fenjum gat að líta hnarreist tré eucalyptus glo- bulus, er vaxa hratt, þurrka upp land og úr fæst olía, dýrmæt í lyf meðal annars. Vegurinn var frábær, og innan stundar aksturs vorum við á hin- um langþráða sögustað: Sýrakúsu. Sólin hellti geislum sínum yfir borgina, ’jós þök húsanna uku á birtuna, lofthiti var 27 gráður C. Ský dró jafnt og þétt í efstu hlíð- ar Etnu langt í austri, og brátt sá- ust endrum og eins leiftur í sort- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ S89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.