Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 11
JÓN ÓSKAR: LjóSabréf Söngsvala, ó söngsvala, söngur þinn er fjarri mér, varla ég viti hver hann er. Kona sat á steini og hugsaði í leyni um einhvern sem kæmi í örmum vindsins. Ó, söngsvala á steini, veiztu hvað býr í leyni? Ein er inni í steini, hafði lesið stjórnarskrána úti í vindinum, það varð henni að meini. Nú fær hún vatn og brauð með nauð. **: Nú er hún gamla grýla dauð og grýla dauð og grýla dauð. Konan sagði: Hvar er sveinninn ungi? Þú færð að binda mér blómsveig og hvísla mér í eyra og fleira. Ég er silfurstjarna, ástarstjarna, í skýjaklæðum einum og jafnvel ekki neinum. Ó stormur, seg mér, hvort leyfir þú slíka léttúð í stormanna ríki? Handtökuskipun. Undirrituð. Axlið byssurnar. Áfram gakk! Nú er hún gamla grýla dauð og grýla dauð og grýla dauð. Söngsvala, söngsvala, þeir segja að þú hafir verið hér, sungið á norðurhæðum og króknað í norður byljum. t Æ, fannst þér ekki frelsið hart? Jú, frelsið var sem dauðinn hart, en harðara samt að vera fangi í steini og hafa vatn og brauð með nauð. Nú er hún gamla grýla dauð og grýla dauð og grýla dauð. Ó, stormur, seg mér, hvort leyfirðu þetta, voldugi stormur sem tætir og byltir og hnappar þeim saman sem dreifast villtir og skilja ekki framvindu tímans rétta, sjá, svalan flýgur frjáls yfir kletta og ber í nefinu lítið blað og lætur það detta. Skeyti eða hvað? Lögreglusveit. Hefjum leit. Handtökusveit. Upp nú, upp. Ó, söngsvala, það nær þér enginn og laufblaðið finnur enginn enginn. Söngsvala, hvað syngur þú? Nú heyri ég, það er Ijóð til mín. Ein situr inni í steini en hugurinn hugurinn í leyni flýgur eins og söngsvaia. Taktu mig nú, taktu mig nú, vindur frá ókunnum höfum og löndum. Söngsvala, þannig syngur þú. \ T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 5Si

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.