Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Page 18
allverulega um fylgdarmanninn og jafnvel var ekki trútt um, a3 Hal- 'grimi fyndist nóg um augnatillit Ölvis. Bað nú fylgdarmaður Hall- grím þess lengstra orða að koma honum aftur niður í klettabæli sitt. Venti Hailgrímur þá kvæða- flutningi sinum í kross og fór að reyna að koma óvættinni til réttra heimkynna. En svo illa sem gekk að ná urni upp, gekk þó hálfu verr að koma honum niður aftur Ekki er mönnum kunnugt neitt það kvæði, sem Hailgrímur kvað. eða hve margar særingaþulur hann þuldi. En allri sinni kunnáttu og .orku varð hann að beita við þá raun. Að lokum þegar ekki var nerr.a böfuð urnis upp úr klettinum. var nær þrotinn ailur kraftur Haii- gríms, enda dagur að kveldi k.;m- inn. En Öivir gerðist sem og aðr- ir heiðnir þursár hamramur, þeg- ar sól settist. Hallgrímur var þess á hinn bóg- inn vis, að ef eigi yrði auðið að ganga betur frá þursinum áður en sól settist, myndi hinn forni fítons- kraftur umis vakna að nýju, og yrði hann upp frá því óvinnandi óvættur. Sá hann ekki annað ráð vænna en binda Ölvi þar, sem hann var kominn. Hallgrímur breytti því enn kvæðavali og lagi, og nú þuidi hann þær særingar- þulur, sem bundu Ölvi í klettin- um. Ekki gerðist þetta þó án mik- illar áreynslu og átaka. en hafðist að lokum. Og þarna er Ölvir nú. Og nú er tiann landamerkjasteinn milli Hafnar og Narfastaöa. Þar sem við erum nú er nokk- uð víðsýnt til vesturs og suðvest- urs. Fram undan til vesturs eru Mýrarnar sem einn góður Mýra- maður sagði, að væru eins og gauð rifið vaðtnál þegar hann liti vfir þær ofan af Hafnarfjali. Yfir Mýr- arnar rís Snæfellsjökull og fjall- garðurinn inn af honum Nær er Borgarjörðurinn með ótal boð- um og sksrjum. Rétt fyrir norðan okkur rennur Hafnará í hrika- gljúfrum 'iam úr Hafnardal. Hand an Hafnarár tekur við Hafnarfjall en á því er hæsti tindur Skarðs- heiðar vestan Leirárdals. Þegar gljúfrinu sieppir, sjáum við Hafn- ará renna vatnslitla. < en straum- harða, um eyrar niður Bugana Norðan Hafnarár heitir Hafnar- skógur milli fjalls og fjöru að Ytra-Seleyrargili Ekki er þó nema lítill hluti landsvæðis þessa skógi- vaxinn. Ekkert landsvæði annað hér um slóðir heitir Hafnarskógur. Það er annað tveggja af fullkomnu kæruleysi eða þekkmgarskorti, þegar sagt er, að þessi eða hinn atburðurinn hafi gerzt í Hafnar- skógi, hafi hann raunverulega gerzt utan Hafnarár. Vestan undir lágum ári, Birgis- ási, hefur Dreyri, félag hesta- manna utan Skarðsheiðar, komið sér upp skeiðvelli, en hestagirð- ingu hafa beir efst í Bugum. Það er nú liðinn aldarfjórðung- ur síðan byrjað var að halda skemmtisamkomur við Ölvi. En alla tíð hefur sá ljóður fylgt þess- um skemmtunum, að þær hafa ekki verið haldnar á auglýstum stað. Fyrst framan af voru skemmt anirnar auglýstar í Hafnarskógi, sem var airangt eins og áður var sagt. Seinna var farið að auglýsa pær 1 Ölver undir Hafnarfjali, sem er ekki betri villa. Skemmtan- irnar voru haldnar undir eða við Ölvi, en ekki Hafnarfjal. Siðasta uppfynding auglýsenda var að til- kynna skemmtanir í Öl-veri. Hvernig sú nafngift var hugsuð, eða af hvaða rótum nafnið er runn- ið, veit ég ekki. Sumir ætla, að nafnið sé hugsað þannig, að svo miklar birgðir öls hafi runnið um hálsa samxomugesta að nafnið sé réttnefni. En þótt vitað sé, að drjúgum hefur verið sopið af dýr- um veigum á skemmtunum við Ölvi, þá er þó ekki um meiri drykkjuskap að ræða þar en geng- ur og gerist. Orsaka þessarar nafn- giftar er aðeins að leita í full- komnu kæruleysi forráðamanna skemmtananna. Þinglesið og lög- fest nafn á skemmíistað Sjálfstæð- isfélaganna á Akranesi er Ölver, tilkomið af rangtúikun á nafni fjallsinis Ölvi. Þá var ckki síður fróðlegt og skemmtileg frásögn eins Reykja- víkurdagblaðanna á fyrstu kapp- reiðum Dreyra á nýjum skeiðveli. Sagt var, að kappreiðar hafi farið fram í Ölvi undir Hafnarfjalli. Ekki var sú frásögn trúleg. Þótt mínir gömlu og góðu félagar í Dreyra eigi gæðinga, sem ýmsu eru van- ir, þá held ég ekki, að þeir leggi hesta sína i það að ríða þeim tU keppni um ölvi, hvorki á skeiði né neinum öðrum gangi. En Dreyra- menn þurfa ekki að vera í vanö ræðum með nafn á athafnasvæði sfnu. Það gæti vel átt við að tala um skeið'mllinn í Bugum eða í Birgisás við Ölví. Nokkuð lengra frá, fyrir neðan Vesturlandsveg, er sklarétt Leir- ár- og Melasveitar, Hafnarrétt. í stefnu þar yfir sjáum við bæjar- húsin í Höfn, við sjóinn sunnan Hafnarár. Landnáma segir, að Hafnar- Ormur hafi numið land í Höfn. Ennfremur segir þar, að Ormur hafi keypí bóndann Oddgeir upp- af Leiránni vegna landþrengsla. Ekki er hægt að gizka á, hvar fyrsti Hafnarbærinn hefur staðið. En hitt er hægt áð segja með vissu, að hann hefur ekki staðið þar, sem nú eru bæjarhúsin. Mjög sennilega hefur fyrsta Hafnarbæn- um verið valinn staður við Höfn- ina, það er nokkuð langan spöl frá bænum, sem nú er. En sennilega hefur þó bærinn verið kominn þangað, sem hann er nú, þegar Melamenn skrifuðu afrit sitt af Landnámu. TI þessa bendir frá- sögnin af haugi Orms og höfðan- um, þar sem Ormur var heygður. Þó bendir upphækkun af manna- völdum tæplega til svo langrar veru bæjarhúsa þar. Þó hefur Höfn in oft verið setin af tveim bænd- um og venjulega verið þar stórbú. Á nýjum íslandskortum má sjá nöfnin Járnmeishöfða og Ormars- höfða á hofðum tveim suðvestur af húsunum 1 Höfn. Þar er nafnið Járnmeishöfði sett á þann höfða, sem Landnáma segir heita Ormars- höfða. Ormarshöfðanafnið er aftur á móti sett á háan klettahöfða litlu norðar. — Járnmeishöfði er nefnd- ur í Kristnisögunni og er talinn heita eftir skipi Þangbrands trú- boða. Staðfæring Járnmeishöfða er svo nákvæm í kristnisögunni, að engum getum þarf að leiða að því, hvar hans er að leita og í Land námu er svo greinileg vísbending um þáð, hvar Ormarshöfði er, áð ekki er um að villast hvaða höfða Melamenn, sem voru þarna þaul- kunnugir, áttu við Það er .örugg- lega á þeim höfðanum, sem nú hefur á kortum feagið nafnið Járn- meishöfði, sem Landnáma segir haug Hafnar-Orms vera. Guðbrand ur Jónsson mun fyrstur „fræði- manna“ hafa valið Járnmeishöfða stað þvert ofan í Kristnisögu Höfn var um skeið setur sýslu- manna Borgfirðinga. Þar bjó Hall- dór Einarsson frá Kalmanstungu, sá sem Jónas var að kveðja, þegar hann orti Vísur íslendinga: „Hvað 594 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.