Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Blaðsíða 7
Guðmundur Kr. Guðmundsson fer þrisvar til fjórum sinnum í viku í laugarnar, sólbrenndur og léttur í spori meö siötíu og átta ár a3 baki, undrandi á þeim, sem hætta að stunda íþróttir á bezta aldri. Síðan hann byrjaði að synda í gömlu torflaugunum hefur hann komið víða við sögu íþróttamálanna. Hann og félagar hans hjáipuou íþróttastúlkum bæjarins, Iðunnar-meyjum, að reisa sundskýli við Þormóðsstaði f Skerjafirði. Þetta unga fólk reyndi líka að rífa upp grjót úr Öskiuhlíðinni til aö gera skiðabrekku þar, sem nú standa íburðarmikil einkahús. Seinna starfaði hann mikið f Glímufélag- inu Ármanni og Í.S.Í, Hann segir, að giíma eigi að vera snögg og mjúk, en ekki Tímamynd: GE. og Danir. Við vorura beðnir að gMma daglega til að auka aðsókn. Það er tl marks um almennan á- huga bæjarbúa á okkur, að strákar voru farnir að æfa sig á glímu á götum úti. Og þegar það spurðist, að við drykkjum ekkert sterkara en sítrónvatn í veizluim, flestir voru ungmennafélagar og þar með b’ndindismenn, var farið að kaila sítrónið — glímuvatn. Verðla-unakeppnin var tvísýn og spennandi. Hlaut Hallgrlimur enn fyrstu verðlaun, Sigurjón önnur og ég þiúðju. Sigurjón keppti og í grísk-róm- verskri glímu og hlaut önnur verð- laun í þyngsta fiokki. Var okkur þarna mikill sómi sýndur og í veglegu skilnaðarhófi hrópuðu Ameríkumenn, Svíar og Austurríkismenn ótilkvaddir minni íslands, þótti okkur gott á að hlýða og svöruðum í sömu mynt. Þegar þessu öllu var lokið sner- um við til Hafnar og biðum þess að komast heim með Botníu. Sum dönsku blöðin veittust harkalega að okkur fyrir uppsteytinn, en þau frjálslyndari tóku málstað oklcar. Og Fritz Hansen mun hafa fengið duglega ofanígjöf hjá innanríkis- ráðuneytinu. Fréttir af atburðunum höfðu borizt hingað heirn á undan okk- ur, og ég held, að allir hafi verið injög ánægðir með þennan skerf okkar til íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu. Mönnum var mikið tilfinninga- mál að fá íslenzkan fána, og það er til dálíf.ið skemmtileg gaga um það, þegar danskt varðskip tók Hvítbláin af Einari Péturssyni. Það gerðist árið eftir Ólympíu- förina, sumarið 1913. Einar Péturs- son, bróðir Sigurjóns, var að sigla sér til gamans um Reykjavíkur- höfn á litium báti undir hvítblá- um fána. íslands Falk lá í höfn og skipherrann reiddist ögrun fs- lendingsins, sendi menn til að gera fánann upptækan og gekk síðan sjáifur í land og afhenti bannmerk ið í stjórnarráðinu. En fréttirnar um atburðinn bárust edns og eldur í sinu um bæinn. Þegar hinn danski skip- herra kom út úr stjórnarráðshús- inu var hópur æskufólks á bryggj- unni. Margt af þvf hafði hvítbláa fána í höndtun. Ungmennin véku lítið eitt til begigja hliða fyrir Dan- klunnaleg kraftasýning. anum, en létu fánana mætast yfir höfði hans, þó svo lágt, að hann varð að beygja sig lítið eitt undir þetta þjóðartákn, sem honum var svo í nöp við. Hamingjan sanna, þar fékk hann á baukinn! Nú fór að styttast í það, að við fengjum viðurkenndan þann fána, sem við enn virðum, og síð- an við Ólyimpíufararnir átta strídd um við að fá leyfi til að ganga undir einföldum tréskildi með nafni fósturjarðar okkar, hafa ó- taldir flokkar vaskra mahna farið utan undir blaktandi íslenzka fán- anum. Það er von mín og trú, að UMFÍ og ÍSÍ megi enn um langan aldur halda vörð um þann fána — og sjáifstæði þjóðarinnar — undir gamia kjörorðinu-. „íslandi allt“. Inga. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 583

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.