Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Blaðsíða 6
að greina hvað hér um var í rétt inum talað fyrr en innlagt votum var afsagt, hvert eg ei tvíla yðar velehruverðugheit haldi sér eptir- réttanlegt11. Þetta harðorða bréf Finns sting- ur mjög í stúf við lofleg ummæli Ludvigs Harboes um allan embætt isrekstur séra Ólafs, m.a. hinn sér- lega dugnað hans við útbreiðslu hins nýja barnalærdómskvers. Tónninn breyttist líka fljótt hjá Finni, því í bréfi tuttugasta októ- ber 1745 segir hann að Harboe hafi gefið sér til vitundar, „að yð- ar velehruverðugheit hafi gert mikið prísanlegar anstalter í Rang- árvallasýslu með uppfóstur og upp fræðslu fátækra barna hjá velmeg- andi bændum, og þar hjá ámint mig að sjá til, að soddan við héld- ist og það kynni í vöxt að fara“. Og í bréfi tuttugasta júní 1746 óskar hann Ólafi innilega til ham ingju með biskupstignina: „En hér með vil eg bæði yðar velæru- vtrðugheitum með þá æru, að be- Mæða þennan vacante (laust emb- ætti) bisikupíiitól, af hjarta grat- ulere, svo og með það, að fá yðar velehxuverðugheit fyrir yfir- mann“. Víkur nú sögunni til séra Lofts heim að Krossi. Sálusorgarastarf hans sýnist hafa gengið áfallalaust í tólf ár. En svo fer að dimma í lofti, stormur í aðsdgi. Árið 1747 tekur Loftur veiki nókfcra, sem ekki er nánar lýst. Hann verður ærið ör í skapi og viðskotaillur. Hann skynjar þetta ískyggilega ástand og leggur hart að sór að sinna embættisverkum eins og ekkert hafi ískorizt. En þar kemur, að háttalag prests þykir efcki einleikið. Orða- leppar hans í garð sumra sóknar- barna eru ekki beint prestslegir. Og svo bætist ofan á orðrómur, sem læðist um sveitina, að líklega sé presturinn sauðaþjófur. Hefur hann ekki orðið til þess að milda sfcap klerks, sem varla var von. Ólafi Gíslasyni, hinum æruverð uga biskupi, barst allt þetta til eyrna. Þótt friðsamur væri og góð- gjarn varð hann að láta til sín taka í slíku máli. Hann fól prófastánum, séra Sigurði Jónssyni í Holti, að rannsaka embættisfærslu og hegð- un hins kristiiega bróður, Lofts Rafnkelsssoinar. Sigurður þrófastur var þrem ár- um eldri en séra Loftur, fæddur árið 1700, skagfirzkur að uppruna. Fékk Holt árið 1742 og þjónaði brauðinu til 1775. Hann varð pró- fastur í Rangárvallaprófastsdæmi 1746, er séra Ólafur Gíslason 1 Odda tók við biskupsembætti. Sigurður þótti merkisklerkur og frægur ræðuskörungur. Búhöldur og fjáraflamaður, talinn fégjarn og aðsjáli. Þó góður nauðstöddum. Séra Sigurður var bróðir Stein- gríms bónda Jónssoaar í Þverá í Blönduhlíð, föður Jóns eldklerks. Þá eir Jón var tveim árum betur en tvítugur, fór hann suður á land, meðal annars til öflunar matfanga. Hugði hann gott til að sækja heim föðurbróður sinn, klerkinn í Holti. Jón hafði tvo áburðanhesta í för sinni og átti hann að biðja Sigurð frænda sinn um fiskæti upp á klár ana. En prófastur tók erindi Jóns fálega, en réð Jóni til að fara út í Vestmannaeyjar og afla sér þar fanga. Skildi þar með þeirn frænd- um. Um þetta segir Jón í ævisögu sinni: „Ekkert annað gagn né gam- an hafði ég af honum (séra Sig- urðá) í það sinn, því hann var og sjálfur reisuferðugur til alþingis að standa þar fyrir máli, er hann átti við þann prest, er hét sóra Loftur Rafnkelsson, er hann hafði dæmt frá kjóli og kalli, og var þess vegna mikið ýrður og öðr- um þönkum, sem von var.“ Þetta var árið 1750, og Lof tsmá! stóðu þá sem hæst. Sögu þeirra séra Lofts og séra Sigurðar svip- ar um sumt saman. Báðir voru skapmenn, ógjamiir á að láta hlut sinn, fégjarnir báðir, og báðir geð- bilaðir er leið að ævilokum. Það var fjórði júní 1748 er Sig- urðuir prófastur hóf fyr9tu rann sókn í máli Lofts prests að Krossi. En fyrsta ágúst héit hann presta- stefnu á Krossi, en varð frá að hverfa vegna hávaða og truflana af hendi séoa Lofts. Þann annan og þriðja október hélt hann enn prestastefnu á Kxossi og yfirheyrði vitni. Dæmdd hann þá séra Loft til að borga meðhjálpara sínum er hann hafði kært, fjörutíu ..álnir í málskostnað. Enn hólt prófastur prestastefnu og rannsókn elle'fta til sextánda október sam.a ár á Vomúlastöðum. Voru vitnin tekin í eið og svarið meðal annars, að séra Loftur hefði oftar en einu sinni vísað fólki frá sakramentinu, þótt hann segðist hafa nóg brauð og vín, og hefði hann látið það grátandi frá sér fara. Þá hafi hann verið fram úr hófi seinlátur að vitja sjúbra og skira börn, vanrœfct húsvitjanir og svo framvegis. Einnig hafi hann sagt við gamla konu í Hallgeirs- ey við húsvitjun: „Djöfullinn í helvíti gefi henni tóbak“. Eitt sinn, er hann var að spyrja sóknarböm út úr fræðunum inni í kirkjunni átti hann að hafa snú- ið sér að gömlum manni, er hann kallaði Rauðskegg og sagt: .„Kannski þið séuð hrædd um, að presturinn ykkar sé sauðaþjóf- ur?“ Þá báru sóknarmenn sumir, að klerkurinn hafi blandað kenning- ar sínar í kirkjunni með hégóm- legum og fánýtum sögum. Enn fremur kom fram við vitnaleiðsl una, að séra Loftur væri í sókn- um sínum almennt grunaður um ófrjálsa meðhöndlun á nokkrum saúðum, en engar sannanir komu þó fram um þanm orðróm. Þá segir, að presturimn hafi hag- að sér ósiðlega, er prófastur kom að Krossi að visitera fjórða júní og sagt, að „hann aktaði ekki fyr- ir prófastsins visitatíu heldur en það sem hann gemgi ofam á“ Og ennfreimuir að hann hefði hagað sér óhæfilega með harki og há- reysti við prestastefnuna á Krossi fyrsta ágúst. Var séra Loftur svo af prófasti á þessari prestastefnu (sextánda október 1748) dæmdur til að missa sátt prestakall (en ekki frá öllum prestskap), og greiða sextíu álnir í málsikostnað. Dómi þessum áfrýjaði séra Loftur til al- þingisprestastefnu 1749. Settur setudómari í máld séra Lofts var séra Ingimundur Gunmarssom í Gaulverjabæ. Hafði séra Loftur Ieitt varnarvitni sín fyrir rétti að Krossi tuttugusta og sjöunda til þrítugasta júní. óskaði séra Loftur þesis fyrir synódalréttinum, að rnega hreinsa ság með eiði af orð- rómnum um sauðaþjófnaðinn. Var úrskurðað, að honum væri frjálst það að gera í héraði fyrir hæfum dómara, þá er málið væri nægilega undirbúið. Þann sextánda júlí samia ár var úrskurðað 1 synódó, að máli þessu skyldi frestað til yfir- heyrslu tveggja vitna séra Lofts, og skyldi svo koma fyrir næstu alþingisprestastefnu 1750, en séra Loftur var þó þegar dæmdur í 9U T í JJ 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.