Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Side 18
við sama háskóla 1944. Heitir doktorsritgerð hans „General Tolls brigsplan átr 1788“. Hann var þá nýfluttur til Stokkhólms ásamt konu sinni, sem einnig er hámenntuð. Erik hugðist ljúka námi í landafiræði, en stöðu átti hann vísa við menntaskóla í Stokk- hólmi. Faðir Eriks var Johan Lud- vig Birck, skólastjóiri í Jakobsstad í Finnlandi, og var hann formað ur sænska kennarasambandsins í Finnlandi. Hann var af sömu ætt og stórskáldiið Johan Ludvig Rune- berg og bar hann nafn hans. Þegar ég kom til Eriks sagði hann mér, að hann hefði fengið bréf frá föður sínum þess efnis, mér væri boðið að sækja þing sænskumælandi kennara, sem halda ætti fyrstu dagana í júli. Vair óskað eftir því, að ég flytti þarna fyrirlestur um ísland, en beinn ferðakostnaður yrði mér greiddur, einnig dvöl í gistihúsi í Helsingfors. Þetta þótti mér girni- legt boð, en fannst þó leitt að þurfa að setjast við skriftir í tutt- ugu til þrjátíu stiga hita um há- sumarið. Enn voru nokkrir dagar til stefnu, og tókst mér á þeim tima að gera uppkast að smáfyrir lestri, sem ég sýndi Erik, en hans hafði lofað að yfirfara handritið og leiðrétta málvillur ef einhvejr- ar væru. Þetta var mér dýrmætur styrkur. Tveimur dögum síðar kom bréf til mín frá formanni beninanasamtakanna, Jóhanni L. Birck, skólastjóra, ásamt prentaðri dagskrá kennaraþingsins. Þar stóð mitt nafin stórum stöfum. Þann 3. júlí átti ég að flytja þetta er- indi. Þegar ég hafði lesið þetta bréf, datt mér loks í hug, að þessi fyrir- lestur minn væri á engan hátt boð- legur menintamönnum austan Ey9trasalts og yrði ég augsýnilega mér til skammar. Skipti það e-ng um togum, að ég tók næsta spor- vagn til Eriks og sagði honum, að væri hættur við að fara, væri með inflúensu og fjörutíu stiga hita og yrði sennilega dauður 3. júli. Ekki trúði Erik sögu minni, dró fram kút með finnsku öli og tvær merk- urkrúsir, sem rennt var . Sagði hann að ekki væri rétt að ræða þetta mál frekar, fyr,r en upp væri botninn á krúsunum. Þegar rennt var í annað sinn í krúsirnar vor- um við báðir komnir i gott við- ræðusikap, enda tókst Erik skjót- Ferð til Finnlands fyrir tveimur áratugum Vorið 1947 var ég í Stokkhólmi, en ég hafði þá um skeið stundað nám í landfræðideUd Stokkhólms- háskóla. Vinur minn, doktor Erik Birck, sem verið hafði í sama námi og ég, hringdi til mín seint í.júní og sagði, að mér væri boðið til Finnlands i yikuferð. Ferð þessi átti að verða mér að kostnaðar- lausu. Þetta þótti mér dálítið ein- kennilegt, en frekari vitneskju átti ég að fá um kvöldið, ef ég kæmi heim til hans, en hann bjó þá ekki langt frá mínum dvalarstað, aðeins um tíu mínútna ferð með spor vagni. Doktor Erik Birck er Finni og var þá á fertugsaldri. Hann var magister í sagnfræði frá, háskólan- um í Ábo og doktor í sömu grein Urhelleva Suomi, seg|a Finnar: Finnland, land íþróttanna. Og hér er leikvangurinn mikli í Helsingjafossi, nú sem næst þrjá- tíu ára gamall. MAGNÚS SVEINSSON: 928 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.