Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Side 6
læknarjiir þora ekki að láta hana hafa þa'ð svo náðugt. Þeir óttast, að þá múni hún stirðna til fulls. Hún hefur í þili slæman verk í hægri öxl, það er eins og gigtin færi sig úr einum liðamótum í önnur. Hálsinn er dálítið stirður, svo hún á erfitt með að snúa höfð- inu til hliðar. En María litla er hetja og hlær við minnsta tilefni, eins o,g það sé beinlinis bráðskemmtilegt að hafa verki í öllum liðamótum. „Hún er skapbezt af mínum börnurn", seg- ir móðir hennar, sem á þrjú yngri. Svo kann hún marga kapla og slær ekki hendi móti góðu spili: Gömlujómfrú, veiðimanni, Rússa, Svarta-Pétri þjóf eða ræningja. Vegna yeikindanna hefur hún litla kennslu fengið í bóklegum fræðum. Lögum samkvæmt á hún rétt á að fá kennara heim til sín, en það hefur gengið erfiðlega með framkvæmdir. í vetur hefur aðeins tvisvar sinnum komið til hennar kennari. En nú hefur hún fengið mik- inn áhuga á að lær,a að lesa, ligg- ur tímunum saman í bókum og er stöðvarinnar sækir Mariu. Við stöð ina starfar allar. daginn föndur- kennari, og María Htur gjarna þangað eftir leikfimina. Styrktarfélagið rekur einnig sumardvalarheimili, Reykjadal i Mosfellssveit, og voru þar fjöru- tíu og fimm börn í sumar, úr höfuðstaðnum og utan af landi. Þar voru Reynir og María, bæði fjarska ánægð. Þarna höfðu þau dýrmætt tæki- faeri til útiveru (María býr á fjórðu hæð og útivist hennar er að miklu leyti takmörkuð við litlar svalir), Það er bjart yfir svip þessara krakka, þar sem þau busla i volgri laug undir bláum sumarhimni. En öll eiga þau við hryggilega sjúkdóma að stríða. Samkvæmt venjulegum náttúrulögmálum ættu bros þeirra að vera löngu týnd. Ein telpan er með herðakistíl, önnur þjáist af flogaveiki, þriðja .... nei, iátum upptalningunni lokið. Eina bótin, að reynt er að gera allt, sem hægt er, fyrrr börnin. Til dæmis verður reynt að opna heimavistarskóla handa tíu til fimmtán þeirra eftir áramótin á þessum sama stað, Reykjadal i Mosfellssveit. : Hið yngsta er lítil telpa, fædd rétt ! fyrir jól í fyrra, og þær mæðgur komu heiiú á aðfangadag, eins og Maria. Það er mikið álag að annast fatl- að barn og sinna jafnframt ung- barni og venjulegum húsmóður- . srtörfum, en „það hafa myndazt enn sterkari og hlýrri tengsl milli mín og hennar en milli mín og , heilbrigðu barnanna“, segir móðir- 1 in og telur ekkert eftir sér. Dagurinn verður langur hjá lít- } ilU telpu, sem kemst ekki út. Hún , er slyng að sauma, hefur gert fall- ega röggvarsessu, og prjónar líka, undir handleiðslu móður sinnar. orðin vel stautfær. Hún getur líka reiknað talsvert. Það er óskiljanlegt, hvernig börn, eins og Reynir og María, sem eru gædd góðri greind, fá haldið gleði sinni gagnvart svo grimmum sjúkdómum Ástríki hugrakkra foreldra hef- ur trúlega heillavænleg áhrif á skapgerð þeirra. Og það eru að vísu fleiri, sem sýna þeim umhyggju. Þau fara bæði tvisvar í viku í æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, þar sem sjúkraþjálfarar gera allt, sem þeir geta til að hjálpa þeim. Reynir hjólar, en bifreið æfinga- og eins var mjög hollt fyrir þau að vera í stórum hópi ókunnugra barna. Margir litlu sumardvalargest- anna voru minna fötluð en þau tvö, sem við höfum kynnzt. En sumir voru verr farnir María seg- ir frá Birnu, vinkonu sinni, tíu eða ellefu ára. Hún er lömuð frá mitti og hefur verið á barnadeild Landsspítalans í mörg ár, alltaf í hjólastól. Fyrir hana var það óvið- , jafnanlegt ævintýri að skipta á bónuðum gólfdúk sjúkrahúsgang- anna og grænu grasinu 1 Mosfells- sveit. Hún naut þess að horfa á krakkana busla í sundlauginni, 'Í90 IfaiNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.