Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Qupperneq 14
ekki augnahlik í vafa, en féllst á umhugsunarfrestinn í orði kveðnu. Ég gekk léttum skrefum norð- ur Laufásveginn og fannst heimur- inn fagur og fullur af fyrirheitum. Jafnvel Skólavörðuholtið, sem ég hafði öslað óteljandi sinnum illa skóaður í aur og krapi, var svo við kunnanlegt núna. Og sölnandi laul ið á trjánum hans Tryggva í Lauf- ási villti á sér heimildir og minnti á vorið. Hannes vinur minn \arð alveg hissa, þegar ég sagði tonum tíð- indin. „Jæja, pú ert þá baia orðinn stórkennari — eða svo gott sem“, varð honum að orði og óskaði mér til hamingju á sinn ljúfmannlega hátt. Daginn eftir komst ég í síma, hringdi tíl séra Magnúsar og sagð- ist ákveðinn að taka stöðuna. Hann sagði, að þá skyldi ég ganga á fund fræðslumálastjóra, og yrði þar endanlega gengið frá ráðningu minni. Bað mér því næst allra heilla í starfinu. Skálmaði ég pessu næst heim til Jóns Þórarinssonar fræðslumálastjóra, en hann bjó við Laufásveginn sunnarlega. Fannst mér hann heldur þurr á manninn við fyrstu sýn. En þau áhrif hurfu jafnskjótt og ég kynnti mig og drap á viðræður okkar séra Magn- úsar. Kvaðst hann þá vita erindið og sagði mér nánar frá fyrirhug- uðu skólahaldi vestur þar. Skyldi skólinn verða á Melgraseyri í Naut eyrarhreppi. Þar bjuggu þá hinn alkunni framfara- og dugnaðar- maður, Jón Halldórsson Fjalldal, og kona hans, Jóna Kristjánsdóttir. Voru þau hjón mjög á'hugasöm um uppeldis- og menningarmál sveitar sinnar. Þau höfðu.nú tekið að sér að hafa skólann á heimili sínu og sjá um heimavistina, en Jón hafði þá fyrir skömmu komið upp stóru og vönduðu íbúðarhúsi. Ég fór harla glaður af fundi fræðslumálastjóra, en jafnframt fann ég, að ærinn vanda og ábyrgð hafði ég nú tekizt á hendur. Ekki man ég lengur, hvenær skólinn átti að byrja, en það mun hafa verið um veturnætur eða litlu fyrr. Fór ég nú að spyrjast fyrir um skipaferðir vestur, því að ekki var um annað en sjóleiðina að ræða á þeim tíma. Kom á daginn, að Botnía átti að fara vestur um land með viðkomu á ísafirði rúmri viku fyrir áætlaða skólasetningu, og ákvað ég að sæta þeirri ferð. Ekki þurfti ég langan tíma til und- irbúnings og lítið varð um inn- kaup af skiljanlegum ástæðum. Mínum jarðnesku fjármunum rað- aði ég niður í rauða koffortið sem fylgt hafði mér undanfarið (og ger ir reyndar enn). Þegar við Hannes gerðum upp samvinnubúið, kom grammófónninn góði í minn hlut. Kom ég honum í geymslu hjá kunningja mínum. Um þetta leyti féll annar séra Magnúsarvíxilinn. Hafði ég fengið loforð um framlengingu á helm- ingi fjárhæðarinnar, en varð nú að greiða hinn hlutann. Er því var lok- ið ásamt ýmsum öðrum óhjákvæmi legum reikningsskilum, kom í ljós að tekjuafgangur mundi ekki hrökkva fyrir ferðakostnaði til ísa- fjarðar. Var því ekki um annað að gera en reyna að herja út lán, og þóttist ég nú standa þar allvel að vígi, þar sem fram undan var ör- ugg atvinna í fastri stöðu. Hins vegar þekkti ég fáa, sem ég gat leitað til um lántöku. Ekki vantaði Hannes félaga minn viljann til að liðsinna mér, en hvort tveggja var, að hann var engu fjáðari og átti auk þess enniþá allt í óvissu um stöðu og atvinnuhorfur. Líka var ég þess viss, að séra Magnús myndi leysa þennan vanda, en sjálfsvirð- ing mín reis gegn því að ganga á það lagið enn einu sínni. Við þessi heilabrot rifjaðist upp fyrir mér, að ég hafði heyrt, að þingmenn Skagfirðinga hefðu stundum hlaupið undir bagga með félitlum námsmönnum, skagfirzk- um, með smálán. Þeir voru nú báð- ir í Reykjavík, og mun þinghald hafa staðið yfir um þetta leyti. Var það nú fangaráð mitt að ganga á fund annars þingmanns Skagfirðinga, sem hafði aðsetur í Vesturbænum. Hann tók mér vin- samlega, en kvaðst því miður ekki geta orðið við málaleitun minni að svo stöddu. Hins vegar ráðlagði, hann mér að leita til samþing- manns síns, Magnúsar Guðmunds- sonar. Magnús Guðmundsson hafði ver- ið sýslumaður í Skagafirði um ára- bil, en var fyrir nokkru fluttur úr úr héraðinu til Reykjavikur. Auk þiiigmennskunnar stundaði hann málafærslustörf og var ráðherra um skeið sem kunnugt er. — Aldrei hafði ég kynnzt honum per- sónulega né við hann rætt. Er þar nú næst til að taka að ég kvaddi dyra á Staðarstað, virðu legu húsi skammt frá tjörninni. Brátt var handfangi snúið og ung- lingsstúlka birtist í gættinni. Ég Lánardrottnar f....................... • PÁLMI JÓSEFSSON — einn htnna giftudrjúgu manna, sem undir eins urSu sfórkennarar f höfuðborgtnni. MAGNÚS GUÐMUNDSSON — húsbóndinn á StaSarstaS, sem ekki varS uppnæmur, þótt hann væri beSinn um 30 krónur. 998 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.