Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Page 17
JÓHANNES PAVÍÐSSON: NOREGSFERÐ1967 Mánudaginn 31. júlí lögðu ellefu íslendingar af stað frá Reykjavík- nrflugvelli með Skýfaxa áleiðis til Stafangurs í Noregi, en þar átti aðalfundur N.B.C., norrænna bændasamtaka, að hefjast daginn eftir klukkan 10 árdegis. Ferðalangar voru þessir: Frá Stéttarsambandi bænda: Sæmund- ur Friðriksson framkvæmdastjóri, Agnar Tryggvason framkvæmda- stjóri, en Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri framleiðslu- ráðs, einn af stjórnarmeðlimum N. B.C., var farinn út áður. Frá Bún- aðarfélagi íslands: Þorsteinn Sig- urðsson, formaður þess, og kona hans, Ágústa Jónsdóttir, Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri og Sig- ríður Klemenzdóttir, kona hans, Pétur Ottesen, stjórnarnefndarmað ur Bf. ísl., Agnar Guðnason, ráðu- nautur Bf. ísl. og Jóhannes Davíðs- son í Hjarðardal. Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamsöl- unnar, og kona hans, Inga Ólafs- dóttir, voru farin út áður. Flugferðin gekk að óskum og sást vel til staða á Suðurlands- undirlendinu, og jöklasýn var all- góð, en flogið var sunnan jökla. Skýjað yfir hafinu. Þegar komið var til Björgvinjar en þar átti vél- in að lenda, var þoka og regn, og sveimaði flugvélin um stund yfir vellinum, en lenti síðan örugglega, og sá þó ekki upp í trjákrónurn- ar, er niður kom. heim á Herinn réttir sjálfur for- inginn mér bréfsnuddu nokkra með stimpli landsímans. Var þar komið hið langþráða svar Pálma Jósefssonar, þrjátíu króna ávísun (samkvæmt viðteknum lánsbeiðna- taxta!) Seint um daginn tók ég mér göngu upp í hlíðina ofan við bæ- inn. Vandamál líðandi stundar voru nú leyst og í vasa mínum kvittaður gistireikningur og greiddur farseðill. Ég fann mér litla laut í Stórurðinni, settist og lét hugann reika. Pollurinn lá kyrr látu-r í fjallaskjóli sínu, en utan við Arnarnesið stóð strengurinn Jóhannes Davíðsson í Neðri- Hjarðardal. Lítil viðstaða varð í Björgvin að þessu sinni. Var fljótlega stigi'ð upp í norska flugvél, er Braaten stórútgerðarmaður átti, en hann gerir einnig út flugvélar, sem kunnugt er. Flogið var til Sólaflug- vallar, sem er skammt sunnan Stafangurs, og var það um hálfrar stundar flug. Var þar bjartara yfir og engin fyrirstaða veðurs vegna. Ekið var strax inn í borgina, inn Djúpið, þvert fyrir fjarð- armynnið. Þar byltist hvítbryddur bárumúgur á hröðum flótta undan hafáttinni. Snær var fallinn á fjöll, vetrarkoman lá í.loftinu. Og mér duldist ekki, að þessi misseraskipti mörkuðu jafnframt mikil tímamót í lífi mínu. Æskan var að baki og skólaárin glöð og góð, þrátt fyrir fjárhagsbaslið. Allt var þetta orð- ið minningarnar einar. Nú skipti framtíðin mestu máli. Þar biðu ný verkefni, nýtt umhverfi, nýtt sam- ferðafólk og efalaust ný vandamál. Næsta dag hélt ég út úr inn- fjarðarlygnunni og lagði á Djúp- ið. sem er nokkru mlnni en Reykjavík. Þar hittum við Svein Tryggvason og konu hans, Gerði Þórarinsdótt- ur, og bæði börn þeirra, en fjöl- skyldan hafði verið í sumarleyfi. Þar voru og fyrir Stefán Björns- son og Ingá Ólafsdóttir. Lárus Jónsson búfræðikandidat, sem er búsettur í Ultuna í Svíþjóð, var einnig fundarmaður. Kom hann morguninn eftir fyrir fundarbyrj- un. Var þá fullmætt, en íslending- arnir voru sextán alls. Þegar hópurinn hafði sameinazt í Stafangri, neyttum við kvöldverð- ar, og var þar fundarstaður til- kynntur og hvenær hefjast skyldi næsta morgun. Síðan voru gist- ingarstaðir kynntir, en Norðmenn höfðu skipt hópnum til gistingar, og vorum við vistuð í gistihúsum, sem fulltrúar annarra þátt- tökulanda gistu einnig Sæmundur, Pétur og ég vorum vistaðir á K.N. A.- gistihúsi, og fengum við þar eins manns herbergi í röð á þriðju hæð. Var það prýðileg vistarvera, gluggar herbergjanna mótí vestri ög gott útsýni til miðborgarinnar, og var frekar stutt og bein leið á fundarstað og gott að rata, en þangað gengum við að sjálfsögðu. Fundurinn sjálfur stóð í tvo daga, og fór hann vel fram, og árangur af fundum þessa félags- skapar hygg ég, að sé svipaður og annarra norrænna funda nú til dags. Þar voru margar snjallar og lærðar ræður fluttar, og mætti segja um þessa daga, eins og Mýra- frúin gamla sagði forðum: „Margt orð af viti talað í Mýra- stofu í dag.“ Einna skemmtilegasta erindíð flutti Kristján Rönneberg, fylkis- ráðunautur á Rogalandi, um Roga- land. Glögg og greinargóð lýsing á fylkinu og fylkisbúum. Boð voru mörg frá ýmsum aðil- um og veizlur að kvöldi báða fund- ardagana, og var þar sitthvað til skemmtunar og veitt af vinsemd og rausn. Einstæður atburður og eftir- minnilegur gerðist seinni fundar- daginn, 2. ágúst, og er slíkt fátítt hér sem betur fer. Við vorum í hádegisverðarboði á öðrum stað en fundurinn var haldinn. Við vorum komin út á dyrapallinn og ætluð- um á fundarstaðinn, en rigning var komin og þótti ekki fært án bíls. En það er fljótt af að segja, að þama biðum við í tuttugu mín- útur í anddyrinu og horfðum á T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 1001

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.