Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 2
Bréf til Við sleppum í dag aliri kerskni og tilslettni og setjum andlitið í alvairlegar stelling- ar, ef ungfrúin vill láta þér það lynda. Því að allt er lífið stríð og vandi og hótfvndnin ein ó- sköp lágsigld. Snúum okkur svo að efninu. Ég býst við, að á allmörgum stöðum á landinu sé í ráðagerð að reisa dvalarheimili og hjúkr- unarheimili handa öldruðu fólki. Þessar ráðagerðir eiga mis- jafnlega langt í land: Sums stað ar eru þetta hugmynlir einar, en annars staðar hafa slíkar óskir manna þegar tyllt tá á jörðina. Vandinn er alls staðar hinn sami: Að draga saman nægjan- legt fé til þess, að unnt sé að hefjast handa með einhverja skynsamlega von um það, að við yztu sjónarrönd hilli undir líkur til þess, að framkvæmd- irnar verði til lykta leiddar. Margs er í leitað, þar sem á ann- að borð er unnið að slíkum mál- um af fullri alvöru: Sveitarfélög og sýslur leggja nokkuð að mörkum árlega, félög ýms og samtök reyna að hlaupa undir baggann og einstaklingar gefa á stundum í byggingarsjóðinn. Þrátt fyrir góðan vilja vill þó ganga seint að öngla svo sam- an, að dugi til stórvirkja. f fyrri daga var það títt, að klaustrum gáfust miklar eign- ir, svo sem allir vita. Sumir kunna að hafa vænt sér þar skjóls í elli sinni, ef með þyrfti, en fyrst og fremst munu þeir, sem þessar gjafi-r gáfu, hafa verið að kaupa sér himneska sælu meðal útvaldra á þeim dýrleiga stað, þar sem lamb og Ijón lékust á í sakleysi. í klaustrunum voru ártíCaskrár, svo áð ekki gleymdust þeir dagar, er velgeirðafólki þeirra skyldi minnzt með bæn og söng og öðru því tiliæti, sem átti að greiða því veg í námunda Bjargar við hástól alvalds. Nú eru þeir sennilega ekki afarmargir, sem trúa á eilífa sæluvist á völlum Paradísar, er fáir virðast hafa efazt um á kaþólskri tíð, og enn færri, er ætla sér þá dul að kaupa hana eins og hrærivél í búð eða hluta bréf í fyrirtæki. Eigi að síður kynni hin gamla hugmynd að vera nýtileg í breyttu gervi. Mér hefur flogið í hug, að ef til vill gæti það orðið ein- hverjum hvöt til þess að láta fé af hendi rakna til stofnana á borð við dvalarheimilin, ef upp yrðu teknar eins konar minn- ingarskrár í sambandi við gjafir til þeirra. Fyrirkomulagið væri það, að gefendur gætu látið minnast einhvers, sem væri þeim kær, til dæmis föður eða móður, á einhverjum þeim degi, er þeir veldu — afmælisdegi, brúðkaupsdegi eða dánardegi. Fylgdi þá gjöfinni stutt frásögn um þá, sem minnast ætti, til afnota, þegar til þyrfti að taka. Einhverjir sjá kannski á þessu þann ljóð, að framkvæmdin yrði þung í vöfum og fyrirhafn arsöm, ef margir löðuðust til þess að gefa minningargjafir með slikum kvöðum. Það færi þó eftir tilhöguninni. Einfald- ast sýndist, að minningin væri fá orð við matborð, og ef það yrði of viðamikið, mætti hafa töflu í setusal, þar sem gefend- anna eða þeirra, sem þeir báru fyrir brjósti, væri minnzt á til settum degi. Það mætti til dæm- is gera með því að setja þar mynd af þeim, ásamt þeim ævi- atriðum, er fylgdu minningar- gjöfinni. Ég er að vísu ekki kunnugur á dvalarheimilum aldraðs fólks. Þó ætla ég, að þar sé af mörg- um vel þegið að hafa einhverj- um skyldum að gegna eða störf að rækja, svo lengi sem fólk er fært um slíkt. Ósennilegt eT, að nokkur vandi væri að finna fólk á dvalarheimilunum, þegar þau hafa tekið til starfa, tii þess að sjá um, að kvöðum þeim, sem minningargjöfunum fylgdi, væri fullnægt á tilskil- inn hátt, svo að starfsfólkið þyrfti ekki að hafa af því tafir eða neinn kostnaður af að hljót- ast. Kannski gæti þetta jafnvel orðið hugfólgið trúnaðarstarf, sem veitti ánægju. Mér er auðvitað Ijóst, að hér væri öðrum þræði höfðað til fordildar og metnaðargirni, svona viðlíka og klausturgjaf- irnar gömlu munu, að minnsta kosti meðfram, hafa verið gefn- ar í eigingjörnu skyni og í von um ríkulega uppskeru annars heims. Þó er þetta eins og það er metið: Hér kæmi einnig til greina ræktarsemi við minningu foreldra, áa eða annarra, er fólk teldi sig eiga skuld að gjalda og eitthvað við að virða. En mergurinn málsins er sá, að þetta kæmi þeim að gagni, sem enn lifa og þarfnast vistar á dvalarheimiii. Spurningin er svo, hvort unnt er að vekja slika hreyfingu og gefa henni það afl, að eitthvað fljóti af henni, er um munar. Það er þeirra að meta, sem af áhuga og góðvilja spara hvorki tíma né orku til þess að þoka áleiðis byggingu þvílíkra heimila, er hér hafa verið höfð í huga. Það er eitt að láta sér detta sitt af hverju í hug og annað og vanda- samara að gera það að veruleika. Kannski er þetta allt út í blá- inn mælt: Eitt af því, sem kann að líta þolanlega út á pappírn- um, en fær ekki staðizt í reynd. En þá eru svo mörg ónytjuorð- in, sem töluð eru og skrifuð, að ósaknæmt ætti að minnsta kosti að vera, þótt þessi fljóti með. Dvalarheimili margs konar og vistheimili eru þær þarfa- stofnanir eins og nú er háttað þjóðfélaginu, að þess er veirt að leita ráða, sem líkleg kynnu til þess að vera að hraða því, að þau geti risið upp. Það er mín afsökun, ef ég hef reifað hug- mynd, sem ekki er til annars enn að skella skollaeyrum við, sökum vankanta og agnúa, er á því kann að vera að fram- kvæma hana. j.H. 74 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.