Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Qupperneq 17
hreppur að treina tóruna í hyski hans, þótt það verði auðvitað gert í launii. En aldrei var siður að 5>jóða fram sveitarhjálp, og Al- gautur hélt niðri í sér hljóðunum. Honum var ekki lagt lið úr Út- hlíðarhreppi, og hyskið varð þess vegna að þreyja og svelta. Og það var iist, sem þau kunnu til hlítar — Algautur, kona hans og krakk- ar. Það gegndi furðu, hve þau gátu dregið fram lífið á litlu. Þau lifðu mestmegnis á kartöflum og undanrennu, og lepparnir, sem það var í, voru ekki annað en foót við bót. Það var svo sem sjálf- sagt, að Algautur var ekki beys- inn á vorin, né héldur krakkarnir — þetta líktist skinhoruðum yrm- Jingum. En á fótunum stóð það. Konan hélt aftur undarlega vel holdum. Elna hét hún og var ætt- uð af Skáni. Ekki var þó þar með sagt, að hún héldi foetur holdum vegna skánsks ætternis síns. Og því fór fjarri, að hún gæti kalil- azt þéttholda. Hún var ekki feit, heldur hvapholda — föl og Linju- leg og líkt og uppþemfod af kart- öfluáti og vatnsdrykkju. Þó hefðu menn ekki svo mjög veitt því eftir- tekt, að hún væri vannærð, ef hún hefði verið þokkalega klædd. Fyrstu handarvikin, sem Al- gautur fékk að gera í Brennu, átti hann að þakka grönnum sínum á býli því, sem miðlað hafði lóðar- skikanum, er hreysi hans stóð á, og lengi vel voru þetta einu vikin, sem hann átti völ á. Bóndinn veitti því eftirtekt, hvernig hungr- ið skein út úr þessu fólki. Krakka- grislingarnir voru alls staðar snap- andi, héngu tímunum saman við garðshliðið og lögðust jafnvel á gluggana. Kannski var hyskið hvinnskt, hugsaði bóndinn — hver gat sagt um það? Það var að aninnsta kosti bezt að forðast ill- deilur og lofa Algauti að sóla eitt- hvað af skóm. Með þessum hætti fékk Algautur talsvert af skó- görmum til að tjasla við. En þegar á öðru sumri þeirra í Brennu veitti Eina því athygli, að grannkonur hennar gengu ó skóhlífum, þótt þurrt væri um. Hún hafði orð á þessu við Algaut, sem komst fljótt að raun um, að grannarnir notuðu iðulega sköhlifar um hásumarið. Gljáandi skóhlífarnar drógu að sér augu hans og gerðu honum gramt i geði: Svo mögnuð var óvildin, sem á hann var lögð, að fólk vildi held- ur slíta skóhlífum að óþörfu en Sáta hann bera of mikið úr býtum. Elna hafði alizt upp á heimili, þar sem ætíð var til smjörklípa í grautinn og kjötsneið með brauð- inu. Hún þreyttist aldrei á þvi að gylla efnahag foreldra sinna, svo að Algautur gæti fundið og skilið, hve örsnauður hann var sjálfur. En Algaulur var fyrir löngu orð- inn leiður á drjúgyrðum hennar um velmegunina á Skáni. Hann vék þessurn brýningum ávallt frá sér með sömu orðum: — Bíddu bara þar til Kalli kem- ur. Þá skaltu fá að sjá djöfla, sem segja sex. Þá hló Elna bitrum fyrirlitning- arhlátri. Kalli var systursonur Algauts og hét Karl Jóhannsson. Hann hafði verið tuttugu ár fyrir vestan haf og skrifaði sig Charles Johnson. í vitund Elnu var hann viðlika fjarlægur og óraunverulegur og karlinn í tunglinu. Hún hafði fyr- ir löngu kastað trúnni á Kalla. En enginn hefur nokkru sinni verið trúaðri á endurkomu lausnarans en Algautur á heimkomu frænda síns. Jafnvel börnin reiddu ’6ig á Kalla, sem þau ímynduðu sér bú- inn ótrúlegustu eiginleikum, og öll höfðu þau gert sér af honum mynd í huganum, hvert eftlr aldri sínum og þroska. En í huguni þeirra allra var þessi mynd umvafin dýrðar- ljóma. Stundum foar það við, þótt sjaldn ar væri í seinni tíð, að Algauti svall svo móður við gremjuþrungna hlátra Elnu, að hánn tók fram Bréfið, rak það upp að andlitinu á henni og stautaði sig fram úr því upphátt: Hann kunni það reyndar utan að. Aðelns eitt bréf hafði komið við sögu í lífi hans: Bréfið frá Kalla. Hann geyrndi það í sálma bókinni — í handbókarágripinu, þar sem sízt var hætta á, að konan, vantrúuð á guðdóm Kalla, færi að fletta blöðum dagsdaglega. Þetta bréf hafði þegar legið í sálma- bókinni i þrettán ár, er Algautur fluttist í Brennu, og það var orðið gulnað áf elli og trosnað í brot- um og hafði verið límt saQnan með pappírsræmu, svo að þáð dytti ekki alveg í sundur. Þó var það læsi- legt enn. Við lesturinn færðist nýtt líf í gráfelá augu Algauts, sem annars voru sem kulnuð aska, og þegar honum var lokið, sveiflaði hanm foréfinu, sögri hrósandi fyrir framan nefið á konu sinni og getti yfir henni rétt: Áttaði hún sig í þessu tilskrifi? Stóð það ekki í bréfinu, svart á hvítu, að Kaili kæmi heim einn góðan veðurdag? Og hafðj hún ekki heyrt, að þar stóð líka, að þá skyldi Algautur fá að sjá djöfla, sem ségðu sex. Og skildist henni, hvað það þýddi? Nei — ekki það. Hún var kannski svo skyni skroppin, að hún vissi ekki, að einn dalur jafngilti fimm krónu-m? Og að þessir Vestmenn hantéruðu dalina sína rétt eins og það væru ríkisdalirnir okkar? Og þannig áfram án afláts. Eina hefði helzt viljað rifa þetta gulnaða bréfræksni úr höndunum á honum. En hún þorði ekki að gera það, því að það var Algauti helgur dómur — kærast. alls, sem hann átti. Hún varð að Iáta sér nægja að fussa og sveia, benda hæðnislega á ártalið á bréfinu og fjargviðrast um, að ekki hefði af Kalla frétzt tíðara: Kannski var hann steindauður fyrir langa- löngu, mannskrattinn. Eftir slíkar heímiliserjur sat Al- gautur oft tímunum saman með bréfið í höndunum, seiddur í heim draumanna. Langt og magurt and- litið varð þá enn lengra en venju- lega, augun luktust, og gisið, grá- yrjótt hökuskeggið bærðist í sí- fellu, líkt og hann jaþlaði á ein- hverju góðgæti. Að lokum hreif Elna hann úr draumaríkinu, vakti hann til lífs með nokkrum vel völdum brðum, sem stundum voru býsna hvöss og máttu jafn- vel skiljast á þann veg, að hún bæri honum á forýn leti og ódugn- að. Slíkar ásakanir voru ranglátar. Algautur var ekki latur. Hann var óþreytandi að handleika hamar og sýí, hníf, bik og þráð, ef verkefni gáfust. Og fljótur var hann, allt of fljótur fannst honum að ljúka því, sem hann var beðinn að gera, því að hann var hraðvirkur skó- smiöur. En það hefði verið fíflska og verkleysa að hamra beran leista, og um það gátu allir verið Al- gauti sammála. Þó að handiðn hans gæfi honum því miður lítið í aðra liönd, þurfti ekki að bregða hon- um um það, að hann lægi í leti. Ilann tíndi saman sprek úr fölln- um skjólgrindum í almenningnum og birgði með því heimilið að eldi- viði. Karföflubeðin hinti hann ekki síður en aörir folómareit slna og fékk ágæta uppskeru. Og ekki var hann enn þekra, sem trassaði að T í M 1 N N - 8UNNUDAG8BLAÐ 89

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.