Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 5
En 'Svo mikið er víst, að ekki höfð’
um viö lengi talað, þegar Ijóst
Varð, á hvora hallaðist með fast-
heldni við úreltar hefðir.
,,Af hverju taka konur hér eng-
an þátt í þjóðlífinu?" spurði
hún. Þegar ég fór að hugsa mál-
ið. fannst niér, að íslenzkar kon-
ur hu'gsuðu svipað og höguðu sér
svipað og þær væru enn bundnar
við að eiga tuttugu börn 1 lekri
baðstofukýtru.
Tökum til dæmis 1. desember
síðast liðinn. Þegar fræðimenn
framtíðarinnar lesa allar blaða-
greinarnar, sem skrifaðar voru á
þessu fullveldisafmæli, geta þeir
sem hægast dregið þá ályktun, að
í þessa hálfu öld hafi enginn
kvenmaður verið á íslandi. Hvergi
er minnzt á þær — máske ekki
ástæða til.
En maður er sómakær og ég
benti Ásu á, að húsmæður hér
ættu yfirleitt rnjög annríkt.
Norski gusturinn blés mótmæli
mín um koil.
„Á þessari stundu,“ sagði hún
og reis til hálfs upp úr sætinu af
ákafa. „sitja fjölmargar konur og
eyða morgni sinum í að sjóða ýsu
og drekka kaffí og kvarta og
barma sér yfir hlutum, sem þær
gætu breytt — ef þær tækju hönd-
um saman.
®iiis og hinaf þr-áðu mjótkur-
fecaiUr! Sver« vegfUi í ósköpun-
um neita ekíci rfy’kyjsk.ár húsmæð i
uir að kaupa mjóík í háífan mán-1
uð nerna handa ungbömum og
magasjúklingum? Það deyr enginn
þótt hann smakki ekki m.folk í
nokkra daga!
Þú getur bókað, að þær fen.gju
fernur eins og skot!
Af hverju sitja þær bara og
drekka kaffi?“
Og hún bendir á, að það sé ekki
náttúrulögmál, heldur skipulags-
skortur, sem alið hafi stærsta
tímaþjóf reykvískra húsmæðra,
hina ósamfelldu skólagöngu barna.
Börnin eru allan daginn að koma
úr skólanum eða fara úr honum,
og móðirin hefur lítið næði til þess
að einbeita sér að nokkru verki,
má þakka fyrir ef nokkrir tveir
úr fjölskyldunni geta borðað há-
degismat á sama tíma. Svona sund
urslitin skólaganga þekkist hvergi
lengur í Vestur-Evrópu.
Ég segi ástæðuna. hér séu ekki
nógu margir skólar.
„Hvers vegna er þeim þá ekki
fjölgað?“ spyr hún strax á móti,
„úr því það er hagsmunamál allra
húsmæðra. og enn þýðingarmeira
fyrir foörnin. Það er ektoi .skemmti
legt fyrir þau að hrekjast fram og
aftur margsinnis á dag í vondum
veðrum, auk þess sem sálfræðing-
ar telja óheppilegt, að iþau skipti
oft mn umhverfi, því þau þurfi
meiri aðlögunartíma en fúllorðn-
ir.“
„0-já,“ tuldra ég, og hugsa sem
svo, að við getum varla lagt út
í imeiri skólabyggingar að sinni.
Það er ekki að vita nema himnesk
máttarvöld styggist, verði enn
dráttur á framkvæmdum við Hall-
grimskirkju, og fyrir mína parta
finnst mér óviðkunnanlegt að
reyna ekki að hrófla upp skýli
handa Seðlabankanum. Helzt í fall-
egu umhverfi.
Upphátt: „Við getum ekki byggt
meiri skóla. Við erum alitaf að
byggja stoóla.“
En hin líflega Ása lætur ekki
sannfærast: „ísland er dæmigert
karlmannaveldi. Ef konur tækju
þátt i að stjórna landinu, mundu
þær láta eitthvað annað en skóla
sitja á hakanum.“
Ég nenni ektoi að fara að út-
skýra fyrir henni, að samkvæmt
rótgróinni, innlendri hefð. tato-
marki sannar konur sig við ákveð-
ið, einhæft en göfugt svið félags-
mála: góðgerða- og líknarstarf-
semi.
Þess i stað inni ég hana nánar
eftir skólatithögun ytra.
„Um öll Vestui'lönd rikir til-
Eskelands-hjónin eru framtalcssöm oq ólgandi af lífsþrótti. Þau eru ekkert hrædd vi8 að segja meiningu sina, hver sem
í hlut á, og guöi sé lof fyrir þaS. Þau eru ágætlega menntuð. ívar hefur þýft Laxness á norsku, nú siðast ritgerðasafn, nefnt
„Egil Skallagrimsson og fiernsynet", og hefur Norðmönnutn þótt forviinilegt eftir sölu að daema. (Timamyndir — GE)
TÍMINN - SUNNUDAGSfH.AP
77
v