Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 7
starfsreyinslu í sambandi við upp- skriftir, þvi að einn liður í starfi hennar við „Norsfc Matsentrum" var einmitt að dreifa uppskriftum á innlendum mat til blaðanna. Lögð var áherzla á þá vöru, sem rnest vax í framboði á liverjum tíma, eplarétti á haustin, þorsk- rétti á veturna, og svo framvegis. „Þið búið við langt skamm- degi,“ segir húin áköf. „Hafið þið látið athuga vísindalega, hvort börnin ykkar fá nógu gott fæði til að vega upp á móti sólarleys- inu? Já, ég veit þið hlæið og seg- ið: Við höfum bjargazt bærilaga á kartöflum og ýsu í þúsund ár. Við höfum enga þörf fyrir jarðar- ber og gulrætur. En aðeins úrvalsfæði tryggir andlega og iikamlega h-reysti. Þjóð félagið einkennist af síharðnandi samkeppni, og í framtíðinni verða þeir bezt menntu og þeir bezt tenntu ofan á. í Norður-Noregi er við hliðstætt vandamál að glíma, dimman vet- ur og fábreyttan kost, enda hefur komið í ljós, að heilsufar almenn- ings er þar lakara en sunnar, meira um sjúkdóma eins og hrygg skekkju og meltingartruflanir." Hún furðar sig ennfremur á, hversu langt sumarfrí börnki fá. Ég segi þau fari öll í sveit á sumrin. „Já, en þjóðfélag framtíðarinn- ar verður ekki bændaþjóðfélag,“ segir hún hissa. „Hin stutta skóla- ganga leggur gífurlega ábyrgð á herðar mæðranna, hafið þið gert ykkur það ljóst?“ Svo segir hún, að í Noregi hafi foreldrar mikinn áhuga á að fylgj- ast með því, að uppfræðslan í skól- unum standist kröfur tímans hverju sinni. Foreldrarnir í hverju hverfi myndi gjarna félag um þetta áhugamál, þar sem námsefni og aðferðir séu ræddar og kenn- urum boðið til vinsamlegra við- ræðna. Óánægð móðir tekur sig til og gengst fyrir undirskrifta- söfnun, eða fær grannkonurnar-í lið með sér að demba reiðibréfum yfir blöðin. Hún bætir við: ,,En konur hér Ikvarta og barma sér yfir mörgu, en þegar ég spyr þær, af hverju þær geri ekkert, þá segja þær: „Við látum stjórnmálamönnunum það eftir.“ Þá segi ég: „En það ert þú sjáif, sem ert stjórnmála- maðurinn.“ Þær yppa öxlum. Svara: „Heimili mitt mundi saurg- ast, ef ég færi að skipta mér af stjórnmálum. Börnunum mínum yrði strítt í skólanum.“ Þá segi ég: „Ég dáist að kon- um eins og Sigríði Thorlacius. Hún er glæsileg í framkomu og virk í stjórnmálum.11 Þá segja þær: „En hún gerir ekki nóg.“ Og þá verð ég bálreið: Hvernig hafa konur, sem ekkert gera sjálfar, nema drekka kaffi, leyfi til að tala þannig?“ Þessi orð Ásu minna mig á sög- una um Salóme Þorkelsdóttur. Hún var, og er máske enn, í hrepps nefnd Mosfellssveitar og starfaði af miklum áhuga að framgangi nytsemdarmála þar. Þá sagði einn af karlmönnunum: „Hefur ekki fconan nóg að gera heima hjá sér?“ En Ása heldur áfram: „Konur eiga að beita sér í stjórnmálum. Og ekki sem ósjálfstæðir fylgifisk- ar karlmannanna, heldur eiga þær að taka höndum saman um þau mál, sem sérstaklega vairða þeirra eigin bagsmuni og barna þeirra, þvert yfir gjárnar, sem annars að- skilja flokkana. Þanmig geta þær unnið ómetanlegt gagn. í Noregi eru nú konur á þingi um tíu af hundraði, og fjölda- margar í bæjar- og sveitarstjóm- um. Má búast við, að þeim fjölgi á næstu árum, því áhugi fer mjög vaxandi fyrir þátttöku þeirra. Tveir af fjórtán ráðherrum eru konur, önnur dómsmálaráðherra, gift og þriggja bama móðir með langa starfsreynslu sem lögfræð- inigur að baki. Mér finnst til dæmis mjög eðli- legt að konur, sem eru búnar að koma upp sínum böraum, snúi sér að þátttöku í þjóðmálum. Þær ættu að hafa, margar hverjar, góð- an tíma og líísreynslu og þroska að miðla samborgurum sínum. Hugsa sér allar þær konur, sem fyrir nokkrum áratugum börðust og fórnuðu öllu til þess, að við dætur þeirra fengjum kosninga- rétt og kjörgeng. Við hrækjum á minningu þeirra, með því að haf- ast ekkert að, skjóta okkur und- an ábyrgð. Sitja bara og drekka kaffi.“ Síðan biður Ása margfaldlega afsökunar á þvi, að hún sé að ýta við okkur. Hér á íslandi sé yndis- legt fólk, yndisleg veðrátta, yndis- leg barnaheilsuvernd, yndislega mikið svigrúm fyrir hvern einstakl ing. „Og heima i Noregi er síður en svo allt í sómanum. Margt að gagn- rýna og betrumbæta, sussujá. En hér er hlutfallslega svo miklu færra fólk, að gestinum virðist fljótiegt að fá nokkra heildarsýn um ástandið. Og ég fæ ekki betur séð, að þótt íslenzkar konur séu þær einu í heimi, sem halda sjálf- stæðu nafni eftir giftingu, þá séu þær enn ekki vaknaðar til vitund- ar um, að þeim heri þess heldur skylda til að koma fram sem sjálf- stæðir aðilar í þjóðfélaginu.“ Inga. HÉÐAN OG ÞAÐAN •f$C v Sízt verra. Á Austfjörðum var maður sá, sem nefndur var Jón fótalausi, mikili atorkumaður Hann var fiskimaður góður og formaður á báti. Eitt sinn var það, að hann kom að lóð, sem Englendingar áttu undan Húsavikurídetti, og varð honum það, að hann rændist í lóðina og hlóð par bát sinn. Eng lendingar urðu varir óskundans, sem þeim var gerður, og nokkr- um dögum síðar kom skip það, er lóðin hafði tilheyrt að Jóni og fé- lögum hans, þar sem þeir sátu und ir færum á miðum úti. Lét skip stjóri taka þá félaga upp á skipið. Hét hann Jóni, sem þrætti raun- ar fyrir brot sitt, hinuin mestu af- arkostum og jafnvel líftjóni. Þegar heim hafði verið haldið á skipinu um hríð, var kallað á skip verja í mat. og var þeim Jóni bor- inn matur sem öðrum. Var það steikt nautakjöt, og þótti Jóni það gott og tók ósleitilega til matar síns. Skipsjóri gaf þvi gaum, hve lystuigur hann var, og hafði orð á því, að hann léti það ekki á sig fá, þótt hann ætti skammt ólifað. „Hvað ætli það sé verra fyrir mig að deyja saddur ,en svangur“, svaraði Jón fótalausi. T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 79

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.