Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 12
 \ s 'v v' ' ■ ■ m \>x^x' ;'^X- .;\ v Síðustu hellisbúarnir á Laugarvatnsvöllum, Vigdís Helgadóttir og Jón Þorvarðsson, Laugarvatn í Arnessýslu, sem nú er menntasetur Sunnlendinga, er meðal þriggja jarða, sem synir Narfa Ormssonar sýslumanns og óðalsbónda í Reykjavík fengu hjó konungi í skiptum fyrir óðal föð- ur srfns, Reykjavík. Þetta gerðist árið 1613. Jón Narfason gerðist þá bóndi ó Laugarvatni, og með hon- um fluttist ættin í uppsveitir Ár- nessýslu, og eiga margir Árnes- ingar ætt sma að irekja til hans. Á Laugarvntni hafa menn af þessari , ætt búið lengst um, og va<r Ingunn Eyjólfsdóttir, kona Böðvars Magn- ússonar, síðasta húsfreyjan á jörð- inni Laugarvatni af þessari ætt, komin af henni í föðurkyn. Laugarvatn er landmikil kosta- jörð og ágæt fjárjörð. í landareign- inni eru Laugafvatnsvellir, og er tveggja tíma gangur þangað frá' Laugarvartni og jafnlangt þaðan að Gjábakka í Þingvallasveit. Var þarna alfaraleið milli Þingvalla- sveitar og uppsveita Árnessýslu. Vellir eru sunnan undir fjaili því, er Reyðarmúli heitir. Við ræt- ur fjallsins eru tveir hellar, ann- ar mikið stærri. Þessa hella not- uðu bændurnir á Laugarvatni. Þeg- ar fór að harðna á, létu þeir fjár- menn sína fara með féð út að Reyðarmúla og beita því þar. Féð hýstu þeir í hellunum, og tóku þeir fjögur til fimm hundruð fjár. Stund um lágu fjármennirnir við í hell- unum og skutu rjúpu, sem oft var nóg af. En sá ókostur fylgdi hell- unum, að þar var talið vera reimt, og urðu fjármennirnir áþreifanlega fyrir því. Líka átti huldukona að búa þar, en hún gerði gott öllum, sem vel höguðu ráði sínu og fóru skikkanlega að öllu- Þegar Eyjólfur Eyjólfsson bjó á Laugarvatni, var hjá honum vinnu- maður, Þorsteinn að nafni, ætt- aður úir Grímsnesi. Hann var tal- inn aflbragðs fjármaður og veður- glöggur. Þorsteinn trúði ekki á reimleikana og fannst óþarfi að fara heim á kvöldin. Bjó hann um sig í hellunum og undi hag sínum hið bezta. En svo var það eitt kvöld- ið, að féð fékkst ekki til að fara inn í hellana, hvernig sem hann fór að. Varð Þorsteinn þá svo reið- ur, að hann ruddist inn og barði heBana alla innan með broddstaf og var ekki orðprúður. Brá svo við, að féð gekk inn. Þorsteinn, sem var alls óhrædd- ur, hugðist nú íara að sofa. Bjó hann um sig í horni sínu eins og 84 1 I M I IV (M SUNM)l)/%«iSKI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.