Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Page 15
Vísnaspjall Garnh Ég verð fyrst að byrja með leiðréttingu, því mér varð illa á í messunni, og kom niður þar sem mér þótti verst gegna: í þeim gullfallegu og sönnu vis- um Guðmundar skálds Böðvars sonar, sem birtust fyrir nokkru í spjallinu. Langar mig til að hafa þær <nú yfir réttar: Inn í heima æsku minnar, yfir mikið þröngan hag, geislaði hreimur gígju þinnar gullnu bliki nótt og dag. „Móðurjörð hvar maður fæðist“ — man ég sönginn hvar ég fer, þó i hörðu hjartað mæðist hann mun löngum fylgja mér. Mishermi mitt stafaði af því, að nú á ég ekki lengur neina bók eftir Guðmund, lét til ör- yggis lesa fyrir mig í síma, en heyrnin ekki orðin betri en þetta, og mátti sanna sannleik- ann í orðum Kristjáns Ólason- ar: Litlir verða að lokum menn. Láfið mína og þína tekur eina og eina í senn aftur rasgjöf sína. Bið ég lesendur spjalsins af- sökunar, en fyrst og fremst höf undinn, og vil ég svo bæta ykk- ur til með einni visu enn úr þeim sama mansöng: Yfir hljóðar heimskauts- lendur huguirinn reikar næturskeið, vegamóður, vængjabrenndur, vökubleikur heim á leið. Hér kemur enn ein ástarjátn- ing — til vísunnar. Steindór Siguirðsson sagði: Finn ég streymia yl og óm opnist Bragialundir, rennur allt í rím og hljóm, raular hjartað undir. Kristján Ólason vissi, að: Ekki er bjart, ef þurrt og þyrst þrumir svarta skar á kveiknum, eins er margt um orðsins list, eftir að hjartað skerst úr leiknum. Nú skulum við líta á eitthvað alveg nýtt af nálinni. Kvöldið, sem þetta spjall er skrifað, á þessi veðurvísa Hannesar Pét- urssonar úr nýjustu bók hans vel við: í nótt fer stormurinn geyst, hinn grályndi jötunn. Gjallandi rómi stikar hann eftir hjörnum og smalar loftin, saf-nar skýjunum saman í svartleita hjörð, sem treður á öllum stjörnum. Enn yngra skáld, Hallberg Hallmundsson, yrkir í framandi borg: Undan Jimi aldintrjáa einn í för leitar heim um hafið bláa hugur ör. Niðri í dimmum gatna- gljúfrum gránar skör. Heima blærinn leikur ljúfrum lyng og stör. Sjálfsagt eru árin mörg, sem skilja milli Hallbergs og Elínar Eiríksdóttur frá Ökrum, en ein hver skyldieiki tengir þau — kannski það eitt, að bæði eru íslendingar. í borg kallar Elín þessar vísur: í stórborgar ólgandi iðu þú aðeins fannst stundar firó, þig langaði aftur að leita til lyngheiða, fjalla með snjó. Þar fannstu þá eilífu elda í einmanaleik og ró. í faðmi falslausa og hreina fjallsins með ísi og snjó. Og áður en ég vendi á aðrar leiðir, lít ég inn til Elínar. í bláu rökkri kallar hún þessa: í bláu rökkri sit ég, sakna þín, hvert sumar líður — haust- ið enda tekur. Og gegnum rökkrið geisla- mynd þín skín og gamla þrá 1 brjósti mínu vekur. Stephan G. var aldrei fyrir að barma sér, en hann vissi líka, hvað það kostaði: Það er hart í heiminum — hvimleitt margt er við hann þegja og kvarta aldrei um eigin hjarta sviðann. Huggun mannanna barna er með ýmsu móti, en varanlegust verður sú sem sótt er innar og heim, eins og Þórarinn á Hjalla- landi gerði: Ei skal kvarta, eflum þrótt, enn mun skarta fagur eftir svarta neyðarnótt nýr og bjartur dagur. Einum af minnstu spámönn- unum, Vlhjálmi Hölter, auðnað ist að eftirláta okkur þessa, mér liggur við að segja ógleyman- legu vísu: Veröld fláa sýnir sig, sú mér spáir hörðu, flestöll stráin stinga mig stór og smá á jörðu. Heyrt hef ég deilt um, hvort Jón Arnason á Víðimýri hafi lífs eða liðinn kveðið þessa vísu, en stundum kemur hún í hug við að hlusta á líkræður yfir þeim, sem ekki hefur alltaf tek- izt að þræða þrönga veginn: Margan galla bar og brest bá’gt er varla að sanna, Framhald á 94. síííu. TlHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 87

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.