Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 18
reka nagla í þil, þegar þess þurfti. Ætti hann þá einhvern naglann. Algautur var þvi í rauninni iðju- maður, þótt hvorkj gæti hann kall- azt séður né framtakssamur. Hann vantaði þessa stálslegnu olnhoga, sem eru börnunum jarðarinnar arð eamari en hugur og hönd. —0— Svo gerðist það á júnímorgni ár- 3ð 1923. Bifreið var hemlað á þjóð- veginum neðan við hreysi þeirra hjóna, og út úr henni steig bjarg- ið í lífi Algauts, sjálfur drauma- maður barnanna og karlinn í tungli Elnu, kominn galvaskur og ljóslif- andi á þennan enda veraldar. — Well, heilsaði Kalli, þegar hann rak augun í Elnu — þetta er missus, þykist ég vita. Og Elna, sem efagjörnust hafði verið, lét sér nú minnst bregða þeirra allra. Hún hneigði sig í hnjáliðunum, og það birti svo yfir drungalegu andlitinu, að rétt rif- aði í lítil, brún augun. Bömin, sem flykktust undir eins um gest- inn, stungu fyrst fingri í munn. En þegar þau sáu, að Kalli var með gulltennur og ljóminn, sem af honum stafaði, yfirsteig allt, sem þau höfðu getað ímyndað sér, áttuðu þau sig fljótt. Algautur einn, hinn sanntrúaði maður, stóð graf- kyrr álengdar, líkt og hann væri negldur niður. Hann vissi ekki sitt rjúkand ráð, frekar en sagnamað- ur, sem gengur fram á huldukonu, eða prestur, sem mætir guði sínum á förnum vegi. Það var ekki fyrr en mörg well höfðu dunið á hon- um og gesturinn þrábarið hann svo á bakið, að veill skósmiðskroppur- inn stóðst varla fyrir, að hann kom til sjálfs -sín. Honum varð þó ekki fyrst fyrir að fagna Kalla. Á þess- ari stundu var honum það unaðar- fyllst að horfa á konu sína. Og svo var sigurhlakkið mikið, svo .þrung- ið var angnaráð hans borginmann- legri hæðni, að Elna varð að snúa sér undan. Hann hefði kosið að standa þannig lengi og teyga sæt- ar veigar þessarar stundar í botn. Eu Kallj var frakkur og ágeng- ur og vildi, að athyglin beindist að sér. Hávær og málskrafs.nikill kreisti hann og skók hönd frænda síns. — Þekkirðu mig ekki, Algaut- ur? hrópaði hann. Það var eins og ellið veltist laust uppi í honum, þegar hann nefndi nafn skósmiðsins. Algautur flýtti sér að játa spurn- ingunni með glöðu bragði. En það verður að virða honum á betri veg, þó að raddblærinn væri svolítið ankannalegur, því að satt að segja lá honum ekki í augurn uppi, að Mr. Charles Johnson væri Kalli sá, sem farið hafði úr landi fyrir tutt- ugu árum. Mr. Johnson var hold- grennri og sinaberari en Kalli hafði verið og þó eins -og breiðari á herðar. Hárið var nálega hvítt og andlitið brúnt og barkað og djúpir drættir frá nefrótinni nið- ur á móts við munnvikin. Kalli hafði þó verið svarthærður og föl- ur í andliti. Og svo voru það vita- skuld gulltennurnar. Um fötin var ekki að tala: Algautur hafði aldrei á ævi sinni séð jafnstórköflóttar flíkur. En grágræn augun kannað- ist hann við, og stirðbusalegt göngu lag Kalla hafði Mr. Johnson ekki lagt fyrir róða. Algautur hjálpaði bifreiðastjór- anum að bera inn ferðatösku Kalla, sem var svo þakin marglitum mið- um, að helzt minnti á skrautlegt landabréf. En Kalli, sem ekki lá á neinu, dró bleika silksokka og fallegan stokk, fullan af margvís- legum, spegilfögrum snyrtitækjum, upp úr vasa sínuim: Þetta hafði hann með sér handa Elnu. Þó að það kæmi flatt upp á hana, hvaða gjafir henni höfðu verið valdar, hafði hún rænu á að þakka fallega fyrir sig, enda flögraði það strax að henni, að kannski mætti koma þessu í peninga. Svo varð Kalli að borga bifreiða- stjóranum ökulaunin. Hann var komnn með höndina niður í buxnavasann, þegar Algautur stöðv aði hann, dró hann með sér af- síðis og stundi þvi upp eftir mikið starn og fuður, að hann gæti varla boðið svona manni í kot sitt, snautt og braklegt. En Kalli sló hann svo fast á öxlina, að hann kiknaði í hnjáliðunum. Það var gamalla manna mál, að þar sem hjartarúm væri, brygðist ekki heldur húsrúm. Hvað ætli ættingjar settu þess kon- ar fyrir sig? sagði Kalli. Og Algaut ur var svo til eina skyldmennið, sem hann gat leitað til i gamla landinu. Það kom ekki annað til mála en þau gætu holað honum ein hvers staðar niður í þennan hálfa mánuð, sem hann ætlaði að vera um kyrrt. Og væri naumt um mat föng, þá var þess að geta, að Karl Jöhannsson ætlaði ekki að éta neinn út á húsganginn — það skyldi hann sýna og sanna. Hann var ekki á betligöngu. 0g Algautur sagði, að það mætti svo sem fara nærri um það — kannski væri ekki frágangssök að sofa í loftherberginu um hásumarið, og það væri tómt — því miður tómt bókstaflega talað. Þeir fóru saman upp á loftið til þess að skoða vistarveruna, og Kalli svipti opnum glugganum, sem sat rígfastur í gamalli málningu. Þetta var hörð viðureign, og það brotnaði gluggajárn og ein rúðan fór í þúsund mola. Svo leit hann á verksumerki og sagði allright. Hann hafði ekki um þetta fleiri orð, og í næstu andrá var hann setztur aftur inn í bílinn, sem brunaði í átt til járnbrautarstöðv- arinnar, þvi að þar voru búðir svo stórar, að sumar voru kallaðar vörubús. Húsmóðurleg skyldurækni Elnu heimtaði, að hún sætti lagi og sópaði og tæki til á meðan Kalli var í búðarleiðangrinum og reyndi að minnsta kosti að tylla einhverri druslu fyrir gluggann á lofther- berginu, ef eitthvað fyndist til þess.Fyrst 1 stað varð þó for- vitnin yfirsterkari. Hún varð að skoða snyrtiáhöldin sín, og krakk- amir hópuðust um hana með Al- gaut mitt í flokknum. Hver hlutur gekk frá einum til annars — fyrst frá húsmóðurinni til eiginmanns- ins, síðan frá einum krakkanum til annars eftir aldursröð, unz öllu var skilað húsfreyju, er lagði hvað fyrir sig á sinn stað i silkifóðraðar grópir stokksins. Hverjum einasta hlut var margvelt og snúið, og eftir rækilega athugun var bolla- lagt um það, til hvers hann var ætlaður. Margt var dularfullt: Þarna voru skæri, en hvorki nál né spotti, hnífar, en engir gafflar, og þó að hvergi sæist neinn skó- bursti, var þar hylki með rauð- um lit. Þetta gat því tæpast verið saumakassi, og ógerlegt sýndist að matast með þessu eða bursta skó. Hver skoliinn var þetta? Börnin voru eins og spurningarmerki í framan, þegar Elna rak allan hóp- inn út og byrjaði að rassvésast við óhroðann í greninu. Kalli kom aftur um hádegisbil- ið, akandi í Fordbíl með litlum palli, þar sem mörgu ægði saman. Efst var járnrúm, sem leggja mátti saman, og neðst ölkassi, en þar að 90 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.