Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 14
bóndi heyrði tíðindin, brá hann fljótt við og fór með Ragnheiði dóttur sína með sér út í hellinn, en Jón hélt áfram eftir ljósmóður- inni. Það er af Vigdísi að segja, að eftir að Jón fór, seig á hana svefn og svaf hún eða mókti lengi, en vaknaði við, að hún heyrði manna- mál úti. Var þá kominn Böðvar á Laugarvatni og talaði hátt við dótt- ur sína til þess að Vigdis yrði síð- ur bilt við, ef hún væri lifandi, sem þau drógu í efa. Þegar þau Böðvar og dóttir hans komu í hellinn, hafði Vigdís verið þar ein í sex klukkustundir. Tveim stundum síðar kom Jón með ljósmóðurina. Tók hún fylgj- una og tókst það svo vel, að kon- unni varð ekkert um, og heilsað- ist vel. Fjögur ár bjuggu þau Vigdis og Jón í hellinum og eignuðust á þeim tíma þrjú börn. Tvær dætur fædd- ust í hellinum. En Vigdís fór að heiman þegar hún eignaðist mið- barnið, sem var sonur. Hann heit- ir Magnús og vinnur hjá Tóbaks- einkasökunni. Stúlkan, sem fædd ist þassa umgetnu nótt, er Ragnheiður, kona Erlings Dags- sonar, gjaldkera í Barðavogi 24. Hrafnhildur fæddist líka í hellin- um. Hún er ekkja Áima Einarsson- ar, klæðskera í Efstasundi 91 hér í bæ. Frá Laugarvatnsvöllum fluttust þau Jón og Vigdís ofan í Flóa, fyrst að Vallahjáleigu, en svo að Meðalholtum, en síðast bjuggu þau í Vaðlakoti. Þaðan fluttust þau til Reykjavíkur og búa nú á Kára- stíg 11. Ég var sveitungi þessara hjóna í seytján ár og eftir beiðni Helga Hjörvars, fór ég eitt sinn heim til þeirra og bað þau segja mér frá því, sem á dagana dreif í hellin- um. Var þetta haustið 1943. ar þátturinn fluttur í útvarpinu skömmu seinna. Síðasta spurning- in, sem ég lagði fyrir Vigdísi, var, hvernig henni hefði verið innan- brjósts, þegar hún var orðn ein og Jón var farinn að sækja Ijós- móðurina. „Mér leið vel þá og æv- inlega í hellinum,“ svaraði hún. „Ég trúði því og breysti, að ég væri ekki ein. Einhver hulin hönd héldi vernd sinni yfir mér og litlu stúlk unni minni.“ Ég leit á Vigdísi, þessa grann- vöxnu, ungltgu og laglegu konu, og skildi þá hvaðan henni hafði komið það þrek, sem hún sýndi, er hún ól sitt fyrsta barn með slíkum atburðum. En víst er það, að ekki hefði ég viljað vera í hennar spotr- um, og svo mun óefað vera um fleiri konur. Ég spurði Jón einhverju sinni, hvernig honum hafi verið innan brjósts, þegar hann varð að yfir- gefa konu isína forðum. „Ég var furðu rólegur,11 svaraði hann, „en hafi ég nokkurn fíma beðið til guðs, gerði ég það þá. Ég treysti guði, að hann léti þetta allt fara vel.“ Og hann leit hlýlega til konu sinnar. Á ást þeirra hafði aldrei fallið skuggi, öll þessi ár, sem þau voru búin að vera saman. Hellarnir eru, eins og áður get- ur á miðri alfaraleið, þegar farið er milli Þingvalla og Laugarvatns. Margt stórmenni hefur farið þarna um og komio við I hellunum. Lengi var fangamark Kristjáns IX. Dana- konungs grafið í berginu að vestan verðu inni í stærri hellinum. Ætl- aði Friðrik VII. að rista þar einnig nafn sitt, en þá hafði einhver gár- ungi sett sitt nafn þar, svo kon- ungur hætti við það. Eins var með Kristján X., en hann kom til Vig- dísar og Jóns 1921, og þáði skyr Framhald á 94. síSu. CróSursæld er í grennd viS hellinn. SéS yfir hluta vallanna. Ljósmynd: Páll Jónsson. 86 ' T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.