Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Page 4

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Page 4
Framkvæmdastjóri Norræna hússins ritaði nýlega greinar í Samvinnuna og Stúd- entablaðið, þar sem hann undraðist, hve tannkrem og ýmsar bætiefnaríkar matvör- ur, hollar börnum, virtust hátollaðar. Við hugsuðum eins og skessan forðum: „Varla ertu einn í ráðum karl, karl,“ og við rannsókn kom í ljós, að frú hans, Ásta Eskland, er enginn auli. Hún trúir því, að hægt sé að breyta hlutunum. Og ekki bara tollalöggjöf, einnig hinum ósam- ræmda skólatíma barna og mörgu fleira. En það kostar stamstillt átak kvenna — og aukna þátttöku þeirra í félagsmálum. Hún spyr: „AF HVERJU SITJID ÞID BARA OG DREKKID KAFFI ?" Ása Eskeland hendist inn í stof- <una og gæti verið að koma frá sjdskíðakeppni á azúrbláum öld- um Miðjarðarhafs, svo sólhrún og kvik er hún. En það er þá bara Vatnsmýrarsólin, sem hefur skin- ið á ha.na í sumar, eða svo sver hún og sárt við leggur. Hún seg- ist hafa legið daglega sunnan umdir Norrænum Húsvegg í sum- ar, meðan hún beið eftir, að son- ur þeirra hjóna fæddist. Umget- inn snáði er nú orðinn eitthvað um fjögra mánaða gamaU og sef- ur vært úti í vagni sínum. Þegar hann er vakandi, má stundum sjá hann í fangi föður síns inni á sjálfri skrifstofunni. Þá verða ís- lenzkir karlmenn steinhissa, jafn- vel stórgáfuð eintök. „Getur nokkuð gott komið frá Nazaret?“ var einu sinni spurt, og í sama tón má stundum heyra: „Hvað höfum við af Skandínövum að læra? Norðmenn, það eru tóm- ir heilagsandahopparar og þröng- sýnispú'kar." Nú þori ég ekkert um það að segja, hversu dæmigerð Ása Eske- iand er fyrir sínar landskonur. 76 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.