Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 11
var loks kveSið upp úr með *það, að þetta mætti takast. En til þess þurfti langmestu spirengingu, sem nokkru sinni hafði verið heitt við mannvirkjagerð. í Kanada hafði áður verið ráðizt í slíkt fyrrtæki og fjall verið sprengt í sundur í einu lagi með 1200 lestum af sprengiefni. En hér taldist mönn- um svo til, að eigi dygði minna en 5200 lestir af sprengiefni. Það jók vandkvæðin, að spreng- ing þessi varð að eiga sér stað inn- an tuttugu kílómetra frá borginni, auk þess sem jarðlögum er svo háttáð á þessum slóðum, að jarð- hræringar valda þar oft miklum usla. Hætta gat verið á, áð ísjár- verðar jarðhræringar leiddu af sprengingunni og skriðuföll og leirflóð fylgdu á eftir. Þó varð niðurstaða vísindamannanna sú, að hættandi væri á sprenginguna. Öllum undirbúningi var lokið síðla í októbermánuði 1966. Byrj- áð var á tveim minniháttar spreng- ingum, og voru fjögur hundruð lestir af sprengiefni notaðar við hvora þeirra. Þetta var gert til þess, að meginsprengingunni yrði við komið. Hún var svo fram- kvæmd klukkan fimm 21. októ>ber. f henni steyptust níutíu millijónir teningsmetra af igraníti úr fjalls- hlíðinni niður í gljúfrið, og við það myndaðist þar urðar'hryggur. sem var tólf hundrað feta breiður og f jöigur hundruð feta langur. Ógurleguir mökkur reis í nokk- urra kílómehra hæð, þegar fjallið tættist sundur og hamrar þess hirópuðu í gljúfrið, og jarðskjálfta- mælar viða um 'heim sýndu líkt og dálitlar jarðhræringar hefðu orðið í Kazakstan. í grennd við staðinn fundust snöggir kippir, en þó ekki svo harðir, að neinar skemmdir yrðu á mannvirkjum í Alma Ata eða þar í grennd. Ógur- legar drunur heyrðust í nágrenn- inu, en þó bárust þær ekki lengra en svo, að margir borgarbúar átt- uðu sig ekki á því, að sprenging- in var um garð gengin fyrr en þeim var sagt það. Fólk hafði al- mennt búizt við miklu meiri fyr- irgangi. En lengi á eftir hvíldi ryk mökkur yfir fjallinu, og grjótið var enn heitt, er verkfræðingar komu á vettvang til þess að skoða árangur verka sinna. Talið er, að grjótdyngja sú, sem þarna myndaðist í glijúfrið, muni beina öllum leirflóðum frá Alma Aita næstu öld. Hættunni, sem yf- ir iborginni hefur vofað, er bægt frá næstu hundrað árin. En að hundrað árum liðnum er talið ein- sýnt, að menn hafi á valdi síru mikilfenglegri aðferðir til mann- virkjagerðar af þessu tagi, en nú. Þeir, sem stórhuga eru, tala um það fullum fetum, hvernig menn- irnir muni þá breyta landslagi að vild sinni: Kollvarpa fjöllum og hlaða upp önnur ný að geðþótta, gera eyjar í hafi úti og mynda landbrýr, jafnvel heimsálfa á milli. Vafalaust koma þeir tímar, að ráðizt verður í margt, sem nú þyk- ir mannlegri getu ofvaxið. En ein- hvern veginn hrýs venjulegum mönnum hugur við því, þegar þannig verður farið að endurskapa þennan gamla hnött, sem við höf- um svo lengi bjargazt við eins og hann er, þrátt fyrir alla galla hans. Þó að mikið kunni að vinnast, er nokkurn veginn jafnvíst, að eitt- hvað glatast líka. Hæpið er til dæm is, að menn sjái fyrir allar .afleið- ingarnar, þegar farið verður að fitla við hafstraumana. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ , 83

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.