Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 22
ég fór að klæða hann úr fötun- um, fann ég eldspýtnastokk í vest- isvasa hans. Varð mér um leið ljóst, hvað gera skyldi: færa Guðmund úr fötunum, setja hey og föt í Kringum hann, klæða mig úr mínum þurru fötum og hlúa að honum eftir beztu getu, mölva síðan rafta úr húsþekjunni og kveikja bál skammt frá hon- um, því að þar með fengist nægur hiti. Þetta gerði ég. Eftir stutta stund var ég búinn að klæða Guð- mund úr bleytunni og byrgja hann á kaf í heyi og fötum. Nú tók ég til óspilltra málanna, braut mikið af röftum niður og kveikti bálið, síðan setti ég garðaband þvert yfir króna á millum eldsins og heys- ins. Þar þurrkaði ég fötin. Ekki leið á löngu, þar til húsið var fullt af reyk, en niðri við gólf- Vísnaþáttur — Framhald af 87. síSu. en drottinn alla dæmir bezt, dómar falla manna. Baldvin Jónatansson á Hvera- völlum orti bæði kvæði og vís- ur og skrifaði sögur. Einu sinni byrjaði hann á þessari snotru sumarvísu: Svanir fagurt sumarlag syngja á bláum tjörnum. Matthias var þar ekki fjarri, og kippti, ef svo mætti segja, bögunni á annað svið með þvi að botna hana svona: Guð er að bjóða góðan dag grátnum jarðarbörnum. ið var þó alltaf reykjarlaust. Varð ég því að liggja á maganum á millum þess, sem ég mölvaði í eldinn. Svo leið nóttin, að aldrei varð ég var við, að Guðmundur rótaði sér. Einu sinni athugaði ég fæturna á honum og voru þeir þá heitir. Þegar klukkan var á að gizka fimm um nóttina var ég að þrotum kominn með eldivið og glóðin að kulna. Fór ég þá að at- huga um líðan Guðmundar. Kom þá í ljós, að hann hafði sofið í einum dúr, frá því að ég byrgði hann niður, en hann fann til sviða í augunum. Veðrið var hið sama úti fyrir, iðulaus stórhríð. Nú lögðum við af stað og tók ég stefnuna frá húsunum eftir veðurstöðu. Ég Ieiddi Guðmund, því að hann var mjög þrekaður. Okkur heppnaðist að ná melnum, og var hann að mestu leyti auð- ur. Við fórum mjög hægt. Þegar við komum á gilbarminn móti Þor móðsstöðum, langaði mig til þess að prófa ána sunnan við nöfina. Guðmundur hafði langan brodd- staf, og bað ég hann að lána mér hann. Þegar ég kom að ánni, sást, að þar var enginn verulegur ís, aðeins uppbólga eða krap. Var hún því ekki árennileg. Ég fór nú að troða krapið niður og gera slóð yfir. Þetta tókst sæmilega. Svo náði ég í Guðmund, sem sat uppi á gilbarmi. Hann sá, að ég fór þarna yfir, en hélt þá, að þetta væri ís en ekki krap. Hafði hann þvi engin mótmæli. Þegar við komum að ánni, leizt Guðmundi ekki á, sagði sem svo, að það kæmi fyrir, að áin ryddi sig, þegar krap væri troðið svona niður. Nú tók ég Guðmund á bakið, svo að hann bleytti sig ekki, því að vatnið í slóðinni tók í kálfa. Ég hafði broddstafinn og lagði svo af stað, þurfti að troða krap- ið betur niður við hvert skref. Ferðin gekk vel yfir að kletti, sem var vestan við ána. Ég þurfti að snúa mér við undir klettinum og lyfti undir, þegar ég setti Guð- mund upp á klöppina. Um leið sökk ég niður upp undir hendur en í sama vetfangi var ég kominn upp úr gatinu. Var vatnskraftur- inn svo mikill upp um holuna, að ég þurfti lítið fyrir því að hafa. Við héldum nú sem leið lá upp úr gilinu og neim mýrina fyrir sunn- an bæinn. Breiður svellbunki var fyrir sunnan bæinn, og lá hann alla leið niður á gilbarm. Þegar við komum að bunkanum, var svo hnoðað utan um báða fætur á mér, að ég gat lítið gengið. Vatnið úr fötunum rann saman við snjóinn og allt fraus saman. Voru fæturn- ir á mér eins og hnöttóttir boltar glerhálir. Varð ég því að skríða yfir bunkann, en Guðmundur gekk óstuddur. Bílabrautin FramHald af 81. síðu. og fimmtíu kílómetrum, og tek- ur ferðin nokkra klukkutíma. Mikið var af skíðafólki þarna á jöklinum — uppi í þrjú þús- und og fjögur hundruð metra hæð. En hæsti tindur Mont Blanc er 4807 metrar. Þarna uppi er loft þunnt og erfitt um hreyfingar. Öll eru fjöllin gróð- urlaus Ítalíumegin, en vaxin skógi Frakklands megin. Hellisbuar á Laugarvatnsvöllum - Framhald af 86. siðu. og rjóma hjá Vigdísi og gaf henni þrjátíu krónur að skilnaði. Margir, sem þarna fara um, gera sér til gamans að krota nafn sitt eða annað í hið mjúka berg hell- anna, og eru þeir allir útkrotaðir. En nöfn þeirra, sem bjuggu þar, munu ekki vera þar né systranna, sem þar fæddust. Þau Vigdís og Jón eiga alls sjö börn, allt myndarfólk. Þeim fækkar nú óðum, sem trúa á landið og móðurmoldina og heyja harða lífsbaráttu í þeirri trú. Hell- arnir á Laugarvatnsvöllum bera þess engin merki lengur að hafa verið mannabústaður. En saga þeirra sem þar háðu sína baráttu, er vel þess virði, að hún lifi sem eitt af þúsundum dæma um kjark og æðruleysi íslenzbrar alþýðu þeg ar í nauðir rak. Lausn 3. krossgátu [3X'\'xX*.V£ÍX>^XX^ XfA n A lýi. i,1 í il lí H í 1 \ n l n o n /1 s / X.4 u L 1 ^ 3 V * '’Xirt ó ! <»■»> -» r v I .'J V ]X X £ I J>Xíi ? t S i -V X s £ ^ 4. _ flXlA n K í J> X.bT'TTJXji 4 7 n i £ l 0 s b X / WXti « * r L U M Xi n * L I -Ov Xc í 3 I rj uY.r\i * » /Í y£ yVfi h R ys n /V h A * I Xy jX* * r/'ANi,J0 s * Xn i s L X r o - a * a b / X y i n ''Xy » fyn u r i - " ! /iX^ v " « 11 ° £ L c * i |X Þ ft _r_ ri a j> l t s> \ l n , r 94 TfHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.