Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 13
hann var vanur. En svo fór, að í hvert sinn, sem hann ætlaði að festa blund, var tekið í fæturna á honum og hann dreginn út að heliismunna. Gekk á þessu alla nóttina. Um morguninn kom hann heim með allt féð, fölur og fár, og sagðist aldrei hafa lifað aðra eins nótt., Eftir þetta var illt að fá menn til að vera með fé úti á Laugar- vatnsvöllum. Nokkrum árum seinna var vinnu maður hjá Magnúsi, föður Böðvars, sem þá var orðinn bóndi á Laug- arvatni. Hann hét Guðsteinn-Ein- arsson, mikið hraustmenni og vantrúaður á reimleika. Sagði hann allar slíkar sögur slúður og kvaðst hafa gaman af að vita, hvernig draugsa yrði við, ef hann skyti á hann úr byssu sinni, sem hann taldi mikið þing. Sagðist hann hafa bæði lambaspörð og silfurhnapp, sem hann myndi nota, ef á þyrfti að halda. Svo fór hjá honum eins og Þor- steini, að eitt kvöldið kom hann fénu ekki inn í hellana, hvernig sem hann fór að. Skaut hann þá fyrst lambaspörðum og svo silfur- hnappnum, en ekkert dugði. Henti hann þá staf sínum inn, en fékk hann jafnóðum til baka. Um morg- uninn kom hann heim með féð, ekkert betur á sig kominn en Þor- steinn forðum. En svo undarlega vildi til, að í bæði skiptin skall á stórhríð skömmu eftir að menn- irnir komu heim með féð, og stóð hún í marga daga. Ef þeir hefðu ekki fariðjieim með féð, hefðu þeir lent í svelti með það. Trúðu gömlu konurnar því, að verur þær, er hellana gistu, væru hliðhollar bændunum á Laugarvatni. Vorið 1910 fékk ungur maður, Indriði Guðmundsson smiður (nú kaupmaður í Reykjavík) Laugar- vatnsvelli til ábúðar. Með honum fór í búskapinn 17 ára gömul unn- usta hans, Guðrún Kolbeinsdóttir. Indriði bjó um sig í stærri hellin- um, en hinn rninni notaði hann handa búpeningi sínurn. Ek'ki bjuggu þau nema eitt ár þarna, en þá bauðst þeim jöirð úti í Gríms- nesi, og fluttust þau þangað. Ekki urðu þau vör við neitt óvanalegt, og var þó Guðrún oft ein heima. Vorið 1918 tóku tveir ung- ir menn Laugarvatnsvelli til ábúð- ar, Jón Þorvarðsson, systursonur og íósturbróðir Böðvars á Laugar- vatni, og Símon Símonarson. Með FerSafólk viS munna hellisins, sem var híbýli barnafjölskyldu fyrir einum fimmtíu árum. Ljósmynd: Páll Jónsson. þeim for þangað Vigdís Heigadótt-konan farin að vænta sdn. Fóstra ir, unnusta Jóns, ættuð úr Biskups- tungum, þá um tvítugt. Vigdís ólst upp að mestu í Miðdal og var þar þangað til hún fór í búskapinn. Þeir Jón og Símon bjuggu um sig í stærri hellinum eins og Indr- iði hafði gert og gerðu þar sæmi- legar vistarverur. Ekki varð sam- býlið langt, því að unnu-sta Símon- ar neitaði að fara til hans í hell- inn og búa svo langt frá manna- byggðum. Símon var þó hjá þeim Jóni og Vigdísi firam á vetur, en fór þá til sjávar, og var þar með sambýlinu lokið. Nú voru þau orð- in tvö ein í hellinum, Jón og Vig- dís, og kom það þá stundum fyrir, að hún var ein heima, ef Jón varð að fara til aðdrátta. Þau voru fá- tæk, en samhent u-m að bjar-ga sér. Tíðarfar var slæmt þennan vet- ur og snjóasamt. Urn mánaðamótin marz og apríl -gengu stónhríðar og var ófærð orðin mikil. Svo stóð á í hellinum að barnsvon va-r, og va-r Vigdísar og frænka, A-stríður Ein- arsdóttir, átti heima í Miðdal. Var svo ráð fyrir gert, að hún yrði hjá Vigdísi rneðan hún lægi á sæng. En vegna þess, hve tíðin var vond, komst Ástríður ekki út eftir, og liðu svo fram stundir. Aðfaranótt 3. aprílmánaðar fjölgaði í hellinum og fæddist dóttir. Fæðingin gekk vel, og hjálpuðust þau að að skilja á milli og annað, sem gera þurfti. En fylgjan vildi ekki koma, og fór nú að vandast málið. Það varð að ráði hjá þeim hjónu-m, að Jón freistaði að ná í ljósmóðurina, sem þá var Sigríður Bergsteinsdóttir í Útey, myndarkona og ágæt ljós- móðir. Hund sinn lokaði Jón inni hjá konu sinni, henni til skemrnt- unar. Síðan bað Vi-gdís að slökkva ljósið, ef hún kynni að sofna. Jón hafði tvo duglega hesta, en ófærðin var mikil, og ferðin gekk seint. Kom hann að Laugarvatni og vakti upp, og þ igar Rilðvar T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 85

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.