Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 6
jhneiging til að lækka skólaaldir- j inn. í Frakklandi mega börnin jbynja þriggja ára gömul. Sömu- leiðis er alitaf verið að lengja þann tíma, sem þau eru í skólan- um dag nvern, og minnka í þess stað heimanám. í Englandi og sumpart í Sví'þjóð fá börnin bá- degismat þar einnig. í Noregi byrja flestir skólar klukkan hálfníu og standa óslitið til klukkan tvö, þrjú eða fjögur, eftir aldri ba-rnanna. Sé húismóð- irin ekki með ungbörn, er hún al- veg frjáls þennan tíma, því hús- bóndinn kernur ekki heim í há- degismat. Vinnustaðir eru opnir í hádeginu. í staðinn loka þeir fyrr, Skrifstofur klukkan fjögur, verzl- anir um fimmleytið. Og aðalmál- tíð dagsins er borðuð klukkan fimm til sex, þegar allir eru komn ir heim. bannig fæst langt og notalegt kvöld, sem öll fjölskyld- an á saman. En auðvitað er unnið í skorpu allan daginn. Og með þessu móti getur hús- móðirin skipulagt morguninn með margföldum árangri, hvort sem henni hentar að vinna heima, eða taka sér starf utan heimiiis, frá 10—2, eins og nú færist í vöxt. Fari hún í bæinn að verzla, get- ur hún hitt vinkonur sínar um tólfleytið á kaffihúsi, og samt ver- ið búin með öll húsverk, þegar krakkarnir koma úr skólanum, og skroppið þá með þeim á skauta eða skíði, þangað til húsbóndinn kemur heim.“ Ég hegg eftir þessu: að vera úti með börnunum. „Já, hvernig fara íslenzkar kon- ur að því að vera grannar og hraustar, án þess að ve;ra nokk- urn tíma undir beru lofti? Aðdá- unarvert!“ segir hún og slær út höndunum. „Úr því kiukkan er orðin tíu á sunnudagsmorgni, mundi ég ekki geta hitt eihn ein- asta af kunningjum mínum í Osló heima hjá sér. Þeir eru allir komn ir til fjalls. Meira að segja hálfs árs krílin eru með, í bakpoka pabba eða þá þau eru dregin eftir snjónum í lappnesku húðfati. Þeg- ar ekki er skíðafæri, er bara gengið.“ Ég reyni að hugsa mér mína feunningja þrammandi upþ um holt og hæðir í nágirenni bæjar- ins árla sunnudags — til að feykja af sér innisetudrunga vikunnar — en tilhugsunin er svo fáránleg, að fyrr en varir er ég farin að rengja Ásu. Hún verður að kalla é ©ig- inmanninn sér til vitnis. Við höf. um heyrt í ritvél hans í nálægu herbergi. Andlit hans er einnig útitekið: „Það væri í hæsta lagi að ég sæti sjálfur heima“, segir hann, „eí eitthvert merkt blað, eins og til dæmis Tíminn, hefði beðið mig um grein, sem þyrfti að ljúka.“ Við notum tækifærið til að spyrja, hvort kona hans sé ekki óvenju hress og kát af norskum kvinnum að vera. „Það má að vísu sjá, að hún er frá Björgvin,“ segir hann og bros- ir. „Björgvinjarbúar eru Frakkar Noregs.“ „Ég sker mig að engu leyti úr heima,“ mótmælir hún, „en hér segja allir: hrausta, sterka, norska kona, svo mig langar mest til að fela mig bak við stól.“ Maður skyldi þó aldrei þjást af súrefnisskorti. Ivar heldur áfram að vélrita, en við tölum um, hve þetta væri mikii vinnuhagræðing fyrir alla aðila, annars vegar að samræma skólatímann, hins vegar að sleppa hádegishléi og losna þar með fyrr úr vinnu. „Heima“ segir hún, „fá allir sér brauðsneið með geitaosti í hádeg- inu, jafnvel þingmenn. í kaffi- stofu Stórþingsins er ekki nýlunda að rekast á ráðherra að maula rúg- brauðssneið.“ Á minn sann! Hún heldur áfram: „Ég vanm einu sinni á skrifstofu hjá um- svifamiklum útgerða-rmanni, ein- um ríkasta manni Noregs: Það brást ekki, að um tólíleytið drægi hann fram brauðsamlokuna sína úr gráu bréfi. Hamn fór aldrei út aí skrifstofunni fyrr en halla tók af degi. Allt viðskiptasamát va-rð að bíða kvölds. Og þið íslendingar, sem búið til þennan dýrlega mysuost!" Hún er hrifin af íslenzkum rnat, og segist hafa hann mi-kið á borð- um ílbúðinni í Norræna húsinu, sem er teiknuð af Finma, fylgdu dönsk o-g sænsk húsgögn. Dúkar, kertastjakar og aðrir smærri mun ir, sem þau hjón eiga sjá'lf, eru norskir, svo ekki má njinna vera en maturinm sé íslenzk-ur, se-gir hún. „Ég reyni að úfcbúa sení mest sjálf og forðast „stríðstertur“, en býð þeim mun oftar upp á heita smárétti. Þegar um kvöldverðar- boð er að ræða, verð ég sfcundum að panta tilbúinn mat úr veiti-nga- húsi. En við viljum, að rismifé rikisins ©ndist handa sem flestum gestum (sic), svo ég spara og kaupi hvorki lax né rjúpu. Síld e-r ágæt- is forréttur, síða-n hef ég hangi- kjöt eða lunda og ost í eftirrét. Og harðfisk.“ Hún „kaupir íslenzkt“, nú síð- ast rúm handa litla baminu. Vand- að, nema ein pínulítil læsing, sem er biluð. Slíkir smágallar á vöru, sem annars er fyrsta flok-ks, spilla ótrúlega mikið fyrir. Og í _ íslenzkum matvælaiðnaði finnst Ásu ýmislegt mætti bet-ur f-ara. Hún flýgur fram i eldhús og kemur aftur með túbu af sænsk- um kavíar — úr þorskhirognum. „Skam og Sk-andale“, hrópar hún. „Þetta getið þið fslendingar búið til sjálfir, meira að segja tíu sinnum betur.“ Hún var einu srnni skrifstofu- stjóri „Nors-k Matsentrum11, stofn- unar, sem vann að aukinni neyzlu norsks matar með ýmiss konar upp lýsing-astarfsemi. Hún hefur þvi kastað þeinri forlagatiú í sam- bandi við markaðsmál, sem á svo sterk ítök í íslenzku-m neytendum. Kanmske væri allra nauðsynleg- ast, finn-st henni, að mæður tækju sig saman og fe-ngju tollalöggjöf- inni breytt, svo að innfluttar vör- ur, sem bömum eru nauðsynleg- ar, yrðu ódýrari, en óhollusta dýr- ari. „Niðursoðinn barnamatur er hér munaðarvara, en bætiefnis- laust kex flæðir y-fir búðarborðin! Hvernig stendur á því, að hér er tannk-rem rándýrt, en ve-rsti óvin- ur tannanna, kóka-kóla, hræódýrt? í E-nglandi kostar tannkremstúb- an einn shilling, það er rúmlega tíu krónur á nýja genginu. Nú fæst ekkert grænmeti á veturna, og sól er af skornum skammti, af hverju heimtið þið ekki ótollaða ávexti börnunum ykkar til ha-nda?“ Það yrði máske talið ókvenlegt. Öðlast maður ekki helzt réttarvit- und setm neytandi, þe-gar maður er farinn að togast á við kynsystur sínar urn gardínubút eða útsölu- sfcóhHf? „Svo þyrftu konur að fá mei-ra af mataruppskriftum, sem henta íslenzkum aðstæðum, nota efni, sem hér er ódýrt. Það er svo margt í erlendum uppskriftum, sem er alltof dýrt fyrir ykkur. Hundruð rétta má gera úr ýsu.‘.‘ Hún hefur I t H I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.