Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 3
Neflangur er spóinn, og langdregið vell hans þekkja allir. Hann er sérkennilegur fugl, bæði a3 sjá og heyra. Hann ver hreiður sitt og unga af mlkilli hugprýði. En þó er karlfuglinn ekki meiri garpur en svo, að hann laetur kerllngu sína hlaupast á brott frá sér sumar hvert. Karlfugllnn er mjög trúr á verðinum á meðan frúin liggur á. Langt að kann mönnum að sýnast sem hann sofi. Þó hefur hann gætur á öllu í kring um sig. Komi óboðinn gestur inn á umráðasvæði hans, gerist hann ærið hávær og snýst til varnar. Og hann er þá bæði harðskeyttur og slóttugur. Einhvern daginn kemur hundur I nánd við hreiður spóans. Karlfugl- inn hleypur eins og fætur toga frá hreiðrinu, flýgur upp og steypir sér niður hjá hundinum. Hörð viður- eign hefst. Hundurlnn byrjar að eltast við fugl- inn, og spóinn lætur eins og hann sé særður. Hann dregur annan vænginn á eftir sér, haltrar og flaksar með eymdarsvip á milll þúfna og steina. En í hvert skipti sem hundurinn ætlar að gripa spóann, flýgur hann upp á síðasta andartaki. Á þessu gengur þar tH spóinn hefur ginnt hundinn eins langt í burt frá hreiðr inu og hann kýs. * Þegar hundsneypan er komin nógu langt í burtu, flýgur kvenfuglinn af hreiðrinu. Og nú gera hjónin i sameiningu á hann hverja árásina af annarri, unz hann hrökklast burt, feginn undankomunni. Fljúgi ránfugl þar yfir, er spóarnir eru, kúra ungarnir sig niður í gras ið. Vegna litarháttarins er mjög torvelt að eygja þá. Matarleitin hefst á ný, þegar móðirin gefur merki um, að öllu sé óhætt. Móðirin hefur sig á brott, þegar ungunum eru vaxnar fjaðrir. Kven- fuglarnir hópa slg, og nokkru siðar fljúga þeir til suðlægari landa. Karlfuglinn verður einn eftir með búsáhyggjurnar. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 147

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.