Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Qupperneq 7
nema þá í grjóti. En hinir sam- slungnu haustlitir skógarins töfr- uðu mig. Ekki er hægt að segja, að landið sé alveg slétt, og fegurst var þar, sem smáhæðir og hvörf Skiptust á. Bændabýlin streyma hjá, stór og smá, og það má ósjálfrátt þekkja sundur óðalsbændur og smábænd ur. Litlu, hvítköTkuðu húsin með rauðum tígulsteinsþökunum brenna sig inn í meðvitund mína. Hvergi er þó hægt að segja áð byggt sé af íburði, ekki heldur hjá stórbændunum. Byggingarlag er víða líkt, svipar að sumu til baðstofustíls á íslandi: Gluggar á stöfnum, en óvíða kvistir. Hrifinn var ég af stráþökunum. Þau eru tuttugu sentimetra þykk og lögð þannig að eitt strá er lagt í einu. Þetta er óefað sérstök íþrótt, enda gera þetta ekki aðrir en það hafa lært. Mig svimaði, þeg ar ég hugsaði til, hvað þetta myndi feosta í tímavinnu. Með aldrinum feemur mosi á þessi þök, ekki ólíkur fTosi eða mosa á hálendi íslands. Þessi ham- ur er afar skrautlegur. Alltaf bruna heystakkarnir hjá, en mér sýnist heyið efeki fallegt. Rófur og ávextir standa víða enn- þá. Rófurnar liggja í stórum haug- um. Ég segi svona í gamni: „Hefði ég nú verið ungur uppi á íslandi og farið framhjá svona haugum, þá hefði maður nú stolið sér rófu.“ Nú var mikið hlegið. Sannleik- urinn er sá, að enginn Dani legg- ur sér rófu til munns. Ég sé í anda heimboð, sem ég geri Dana, og á borð eru borin ný svið og rófustappa. Sviðaát leggja Danir að jöfnu við það, er villimenn kroppa um kolla hver á öðrum. Við áum hjá stórri kalknámu. Þarna er búið að grafa djúpt nið- ur og vagnar ganga á spori. Með þessu efni líma Danir saman múr- steina. Ekki hefði mig langað til þess að vinna þarna, því að meiri óþverra en blautt kalk hef ég ekki séð. Og ennþá er ekið. Mér dettur í hug, að það sé með Danmörku eins og sagt var um Litlu bílastöð- ina: Hún sé þó nokkuð stór. Ekki er hætt við mér leiðist, því að ég er í góðum félagsskap. Það er nóg til að ræða um, og loks var Mön fram undan. En þegar þangað kom var þar bara gróður, en ekkert grjót. Hafið blasir við, og við ökum ofan að ströndinni að svonefndum Úlfshala. Þar voru nokkrar stór- ar grjóthrúgur, sem sýnilega hafa verið plægðar upp úr sjávarbotn- inum. Þetta eru smáir, hnöttóttir hnullungar og hafa verið greindir að eftir stærð. Þama hafa fundizt steingervingar ýmissa smádýra, broddgalta, krabba og ígulkerja. Tengdamóðir Steinunnar gaf mér steingerving af broddgelti, ígul- keri og krabbafótum, sem þarna höfðu fundizt. Einnig gaf bún mér hnöttóttan stein, nokkurs konar steinamóður, því að það hringlar annar steinn innan í. Steinöxi sagð ist hún hafa átt, en hún var týnd. Við Óli æðum að brúgunni, því að hann er búinn að taka veik- ina. Ég skjögra í hrúgunum aftur og fram, en finn ekkert, sem augu min girnast. Óli fylgir mér fast eftir og drífur í mig grjót, sem hann vill að látið sé í töskuna, og hefði hann ráðið, hefði taskan ekki verið lengi að fyllast. Ég þekki þetta og kann þá list að móðga ekki börnin, tek við steininum, sting hendinni niður í töskuna og þegar hendin kemur upp aftur, fer steinninn niður hinum megin. Svo hætti ég og það er farið að kanna nestið. Þau hin höfðu ekk- ert fundið heldur. En ekki má ég samt lasta þennan stað, sem áður- nefndir steingerVingar voru frá. Það er alveg ótrúlegt, bvað söfn- urum verður vel tii. í Danmörku hefði ég þó sízt vænzt þess að fá grjót. Ég þurfti ekki heldur að vera óánægður og var það ekki. Þetta var skemmtilegasti dagurinn, sem ég hafði átt, síðan ég kom út, og eini Ijósi depillinn fyrir utan bat- ann. Nú segi ég við frænku mína: ,-,Það hlýtur að vera annars kon- ar grjót á þessari eyju.“ Lýsi svo fyrir henni stíg, sem liggi niður í f jöru. Hún segir ekkert við þessu og síðan er ekið heim á leið. Að þessu sinni var farin önnur leið, og á einum stað er vörður, sem tekur skatt eins og Ingólfur á Hellu. Það er líkt með Ingólfi og Pétri postula, að báðir byggðu á hellu. Þó komst Ingölfur betur frá þessu: Hann gat selt og hlýtur ábyggi- lega kross, en Pétur var krossfest- ur, staUrblankur. Mér er sagt, að þarna sé óðals- setur, og enginn fái að fara hér um án skattgreiðslu. Aftur sér maður út á sjó og við nemum staðar á þar til gerðu svæði. Þar eru margir bílar fyrir. Við göngum svo fram og ég kem auga á stiga. Frænka verður kími- leit, og nú rennur upp fyrir mér, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 151

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.