Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 12
Fellingsvorið 1882.
Góður vinur minn hefur beðið
míg að segja sér sögu. í spjali
pvi, sem hér fer á eftir, mun ég
ieitast við að efna loforð mitt við
hann.
Ég fæddist 10. marz 1882 og
aiun hafa verið tveggja mánaða
gömul, er sumarmálabylurinn geis
fiði, en hann varð orsök fjárfellis-
tns mikla. Þá dó Gísli, móðurbróð-
ir minn, en hann hafði verið vinnu
maður á einhverjum bæ í Breiðdal
i Suður-Múlasýslu. Hann átti nokkr
ar eignir, sem komu til skipta
milli erfingja hans. Systkini hans
Voru sjö og svo móðir, sem stóðu
tii erfða eftir hann' og í hvers hlut
komu sjötíu krónur. Svo voru ýms-
ir aðrir hlutir, og voru erfingjarn-
ir beðnir að sækja þetta til hrepp-
stjóra Breiðdæla.
Móðir mín var einn erfinginn,
svo að faðir minn varð til þess að
fara norður í Breiðdal. Veður var
búið að vera gott þetta vor og kom-
inn gróður. Var því búið að sleppa
öllum fénaði. Þegar fáðir minn
var kominn langleiðina, brestur á
stórveður með frosti og fannkomu.
Hann hafði aldrei farið þessa leið
fyrr og vissi nú ekkert, hvar hann
var staddur. Hann hittir á beitar-
hús um nóttina. Hann kemst þar
inn, klæðir sig úr sokkunum og
vindur þá og lætur þá inn á sig
beran, svo að þeir verði volgir,
næst þegar hann fer í þá. Síðan
tekur hann moð úr jötu og lætur
undir og ofan á bera fæturna.
Um morguninn kemur bóndi í
húsin og fer með föður minn í bæ-
inn og hlynnir að honum eins og
bezt má verða.
En köld var aðkoma föður míns,
er hann kom heim úr þessarj ferð.
Aðeins níu ær og nokkrir sauðir
voru tórandi eftir þetta voðaveð-
ur, sem gekk ytfir allt land. Mik-
ið af fénu hafði hrakið í vötn og
margt var á kafi í fönn og
alla vega afvelta. Ganglimirnir
voru hirtir af því fé, sem fannst,
og reyktir og etnir.
í föðurgarði fyrrum.
Paðir minn og afi höfðu félags-
bú. Ég held, að fært hafi verið frá
40—50 ám og einbverjar gengu
með lömburn. Hjá efnabændum
voru sauðir venjulega fleiri en
ærnar. Þeir voru þá verzlunar-
vara. Þá voru engir styrkir veittir
til að bæta þetta voðalega tjón, er
menn urðu fyrir. Búskapur hélt þó
áfram, og furðanlega rættist úr
þessu.
í heimili hjá foreldrum minum
var þá ellefu manns, þar af tvenn
gömul hijón, tvö fósturbörn hálf-
vaxin, ein vinnukona, tvö ung
börn, auk húsbændanna sjálfra.
Árið 1889, þegar við börnin vor-
um orðin fimm, voru faðir minn
og afi orðnir með betri bændum
sveitarinnar. Faðir minn var eftir-
sóttur verkmaður. Þegar hann var
á þrítugsaldri, slasaðist hann í sjó-
róðri, — upphandleggur brotnaði
og munaði víst minnstu, að hand-
leggurinn snerist í sundur. Bjarni
Gíslason á Uppsölum batt um brot
ið, sem var mikið kurlað, og hafði
umsjón með þessu. Það var ótrú-
legt, hve lítið fór fyrir þessu broti
síðar, nema hvað hold var nokkuð
dregið úr handleggnum.
Árið 1897 var faðir minn að
rétta ljá í orfi, sem skrikaði til',
svo að ljárinn lenti á lífæðinni, og
varð af því mikið blóðrennsli. Jón
Bjarnason á Uppsölum var sóttur
til að binda um sárið, og var hann
búinn að stöðva blóðrennslið með
dýjamosa, þegar Þorgrímur lækn-
ir kom og saumaði skurðinn sam-
an. Faðir minn var frá verkum
TORFI ÞORSTEINSSON SKRÁÐI
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ