Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Side 17
einn af formönnum þeim, sem þaS
an ætluðu að róa slysfarardaginn,
og var Daði í Hellurn háseti hans.
'Þeir settu frarn skipið, komust út
á fiskimið og renndu þar færum
sínum. Þá er það, að Daði biður
Jón að snúa til lands, því að sér
lítist ekki á bfiku þá, sem færist
yfir loftið. Þórlaug, dóttir Jóns,
var meðal háseta hans, og hvetur
hún föður sínn til að dveljast leng-
ur á sjónum, því að enn koini fisk-
ur á færin. Þá segir Daði:
„Láttu ekki déskotann hana
Laugu ráða.“
Jón fór að ráðum Daða og reri
til lands, og náðu þau lendingu áð-
ur en ófært varð. Jón þakkaði það
veðurgleggni Daða. Þegar Daði
síðar sagði frá þessari sjóferð Jóni
Sigurðssyni í Borgarhöfn, bætti
hann jafnan við:
„Þá reri ég vel til lands.“ Daði
var niðursetningur í Suðurhúsum
í Borgarhöfn. Kom hann þá oft í
heimsókn til Jóns í Lækjarhúsom,
er þá var unglingur og létti undir
við að mala kornið fyrir hann.
Sagðist Jóni svo frá, að Daði hefði
verið handstór og herðabreiður.
EJín, systir Daða, var lengi í
skjóli dóttur sinnar, Elínar Jóns-
dóttur, sem var ráðskona séra Þor
steins Einarssonar á Kiálfafellsstað.
Elín gamla var trú húsbónda sín-
um. Þegar mikið var að gera i
heyskapnum, gaf hún sér ekki
tíma til að setjast niður til að kasta
af sér þvagi. Þá sagði Elín dóttir
hennar:
„Setztu niður, manna.“
Þá svaraði gamla Elín:
„Ætli manni veiti af að vinna
fyrir þrotinu hérna.“
En það var prestur, sem hún
átti við.
Séra Þorsteinn var góðhjartað-
ur maður og hafði oft náð sér í
mjólkurost frá konu sinni til að
færa fátæklingunum í kring um
sig. Séra Þorsteinn andaðist úr
lungnabóTgu og varð harmdauði
sóknarbörnum sínuni. Lárus Páls-
son hómópati orti eftirmæli eftir
séra Þorstein, en þau eru á þessa
leið:
Sorg er á staðnum, þú sefur
minn vinur,
sízt er mér ánægja heiminum i,
stundaklukkan djarfan á dynur,
dauðans bergmálið hömrunum í-
Þú vaknar ei aftur og ferð
ekki á fætur,
frændi minn góður, að veita
oss lið.
Búinu þínu þú gefur ei gætur.
Guð hjálpi mér, þú ert hér
skilinn við.
Góðra manna getið.
í sumar las ég blaðagrein, þar
sem rætt var um Njálsbrennu og
fall Höskuldar Hvítanesgoða, og
er sakleysi Njáls þar dregið í efa.
Hvað kemur mönnum til að varpa
fram slíkum getgátum? Þegar Njáll
frétti lát Höskuldar, sagði hann,
að þar hefð’i slokknað skæi'asta
ljós augna sinna.
Á öðrum stað las ég blaðavið-
tal, þar sem því er haldið fram,
að reiðilesturinn og fleiri lestrar
í Vídalínspostillu, séu eftir Þórð
Vidalín, en ekki meistara Jón.
Jón Vídalín var mælskumaður
og skörungur í ræðustól, og hef-
ur enginn íslendingur jafnazt á
hann í því embætti. Hann átti stórt
og gott hjarta og hafði samúð með
öllurn, sem átfcu bágt. Eitt sinn er
Jón Vídalín var á yfirreið urn land-
ið, gerði hann lykkju á leið sína
til að hitta Guðmund Bergþórsson,
kryppling, sem búinn var að liggja
rúmfastur mestan hluta ævi sinn-
ar, skáld og speking að viti.
Þegar biskup kemur aftur út,
höfðu sveinar hans orð á því, að
lágt væri lagzt að skriða inn í þetta
moldai'hreysi til krypplingsins. Þá
svarar biskup:
Heíðarlegur hjörvagrér
hlaðinn mennt og sóma,
yfir hann ég ekkert ber
utan hempu tóma.
Minnisverðir atburðir.
Vel man ég höfðingsmanninn
Hannes Hafstein. Okkur Austur-
Skaftfellingum veittist sá heiður
að kynnast honum, er hann ferð-
aðist hér um. Öllum geðjaðist vel
að þessum mæta manni, sem bæði
var viðfelldinn og kurteis. Það var
fyrsti maður, sem hér fór um, eft-
ir að ég man eftir, sem spurði,
hvort hér í sveit byggju nokkrir
ættingjar Jóns Eiríkssonar kon-
ferensráðs.
Nú eru hér í sveit 52 niðjar
systra Jóns, Guðrunar og Þórdís-
ar. Séra Brynjólfur á Kálfafells-
stað á hér 75 ættingja, og heilar
fjölskyldur eru hér út af séra Jóni
á Bægisá, séra Jóni Steingríms-
syni og Þorsteini tóli.
Vel man ég einnig eftir jarð-
skjlálffcunum 1896. Ennfremur
KöHugosinu 1918. Þá var ég úti
í eldhúsi, sem stóð syðst í þorp-
inu, að færa upp úr sláturpotti.
Þá var svo dimmt af ösku, að ég
varð að þreifa mig áfram til þess
að finna bæjardyrnar.
Víst man ég eftir spönsku veik-
inni og þeim manndauða, sem hun
olli. Mest þótti mér fyrir, er skáld-
sagnahöfundurinn Jón Trausti dó.
Ég er ekki heldur búin að gieyma
því, þegar ísland varð fullvalda
ríki 1. desember 1918. Þá sagði
Guðmn gamla Hallsdóttir:
„Ekki hefði hún móðir min vilj-
að lifa í kóngslausu landi.“
í dagsins önn.
Mikið þurfti fólkið í gamla daga
að leggja að sér að vinna. Þá
þurfti að vefa og spinna, tæta og
prjóna, sækja vatn um langan veg,
mæla korn til brauðgerðar, bæta
skó og ótal margt fleira. Allt var
handunnið og engin vél til að flýta
fyrir verkum.
Tvær saumavélar voru hér í
sveit, þegar ég man fyrst eftir.
Óvíða voru vinnukonur nema hjá
stórbændum og á höfðingjasetrum.
Fátæku konurnar komu þó oft
upp eins mörgum börnum og þær
ríku, og börn þeirra stóðu oft ekki
að baki börnum höfðingjanna.
Þegar ég minnist þessa fátæka
alþýðufólks, koma mér í hug hjón-
in Þorlákur á Bakka og Sigurlína,
kona hans. Vegna sárrar fátæktar
og mikillar ómegðar, sern á þau
hlóðst, nutu þau ekki virðingar að
verðleikum. Samt komu þau upp
stórum hópi mannvænlegra barna,
sem í engu standa að baki börn-
um þeirra, sem til höfðingja töld-
.............................-
Þeir sem senda Sunnu
dagsblaSinu efni fil
birtingar, eru vinsam-
lega beSnir aS vanda
til handrita eftir föng-
um og helzt aS láta vél-
rita þau, ef kostur er.
Ekki má þó vélrita
þétfar ert t aSra hverja
lírtu.
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
161