Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 20
 á;[ii^;:iíl»'iM0iiii 4 ■s#gsm */** /í/' $4*tý«* ls/^ Sigurdýröin á meðan vaidið og velgengnin gerði allar götur greiðar. Sfglaugur Brynleifsson: Napóleon Bónaparte og samtíi hans Robespierre var tekinn af 4ifi 28. júl 1794. Þar féll sá maður, sem hefði ekki vílað fyrir sér að láta fallöxina ganga dag og nótt í nokkur ár til þess að reisa það hugsjónaríki, sem hann ætlaði að koma á í Frakklandi. Með falli hans myndibreytast hugsjónir bylt- ingarinnar í hugum hinnar nýju stéttar, sem tekur völdin. Fjárhagur ríkisins var svo slæm ur, að lá við gjaldiþroti. Frankinn féll, og með hinum ónýtu frönkum keyptf borgarastéttin eignir þeirrja aðalsmanna og klerka, sem fiúið höfðu iand. Þær höfðu verið ÖNNUR GREIN gerðar upptækar snenima í bylt- ingunni. Hin nýja stétt hafði kom- ið upp með byltingunni, og hún auðgaðist stórum á ýmis konar herprangi í hinum stöðuga ófriði innan lands og utan. Þótt spenni- treyja Robespierres tefði nokkuð gróðamyndun um tíma, þá varð gróðinn því meiri og stórkostlegri eftir að þjóðstjórarnir fcóku völdin. Styrkur þjóðstjóranna var sá auður, sem þeir og braskaralýður- inn hafði lcomizt yfir. Áhrifamenn- irnir voru nú hinir sömu. sem höfðu átt þátt að septembervígun- um, drepið konung og drottningu, aflað sér aukaskildinga með upp- ljóstrunum á tímabili ógnarstjórn- arinnar og nýlega sýnt. vott misk- unnar sinnar með því að myrða ríkiserfingjann á barnsaldri í einu viðurstyggilegasta fangelsi Parísar- borgar. Þetta voru allt æfðir og vanir stjórnmálamenn, og í blöð- um frá þessum tíma má sjá klaus- ur þess efnis. Þessi nýja stétt kenndi sig við lýðveldi og lýðræði. þó með þeim undantekningum. að konungssinnar og Jakóbínar ættu sér engan leik í þeirra ríki. Hin nýríka borgarastétt var á ýmsan hátt mjög frábrugðin eldri valdastéttum, en hún vildi ekki vera síðri forverum sínum og reyndi að vega það upp, sem á skortj í siðfágun og menntun, ,með íburði og peningaaustri. Iíöfundar á þessum árum hafa ýmsar sögur að segja af kátlegum tilburðum ný- ríkra uppskafninga. Stjórnmála- menn þjóðstjórnatímabilsins höfðu einkum æfingu í því að hlynna að sjálfum sér og stuðningsmönnum sínum, enda þótti Parísarbúum nóg koniið, þegar átti að lögbjóða. að tilvonandi stjórnlagaþing skyldi skipað að tvejmur þriðju þiug- mönnum undanfarandi þings. Þetta átti að tryggja valdaaðstöðu hinnar nýju stéttar og einkum að- stöðu þeirra stjórnmélamanna, sem voru gerðir að þjóðstjórum. Þessi hópur var, að undanskildum Carnot, undirmálsmenn, pólltiskir 164 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.