Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Side 3
Vorið er ekki ævinlega komið, þótt vorlegt sé í bili,
og fá fleiri að sanna það en við íslendingar. Svíar telja
maurana það vortiákn, sem bezt má treysta. Þeir
fara ekki að skríða utan á mauraþúfunni fyrr en varm-
inn er kominn svo djúpt í jörð, að hann vekur þá af
vetrarsvefni.
Þegar haustar, hörfa maurarnir niður í göng og rásir,
sem þeir hafa grafið 1 jörðina undir þúfu sinni. Þar
þrengja þeir sér saman eins og mest má verða. Það gera
þeir til þess að njóta þess litla hita, er leggur af þeim
sjálfum. Svefninn verður langur, og öllu verður að tjalda.
Líkamshiti maurs i dvala er mjög
nálægt fros+marki. Hann fer þó eftir
hitastigi umhverfisins. Maurarnir
vakna ekki til fulls fyrr en sól nær
að skína á þá.
Fyrstu maurarnir, sem sjást á vor-
in, eru ákaflega dauflegir. Þeir
terra fætur sína og fálmara á an-
kanalegan hátt og reyna að drekka
í sig sem mestan yl.
Margir halda, að þeir geti fagnað
vori, þegar þeir sjá fyrsta fiðrildið
Valt er að treysta á þau. Ef til viil
hafa þau legið I dvala í útihúsi og
vaknað við sólarglætu í glugga.
Vorfiðrildin leggjast I dvala full
vaxin. Þau leita sér oft skjóls I
sprungnum trjáberki eða einhverri
slíkri smugu. Þau rumska þess vegna
fljótt, þegar hlýnar, og þau falla
lika unnvörpum i kuldaköstum á
vorin.
Býflugurnar ganga síður í þá
gildru. Þær eiga vetrarskjól i jörðu
niðri og vakna ekki eins fljótt.
Þegar þær fljúga suðandi iír vetrar
byrginu, eru fyrstu vorblómin
in sprungin út á móti suðri. Þar
bíður matborðið þeirra.
Þær eru tíðir gestir vorblómanna
ungu. Hunang geta þau þó ekki
boðið, og þess vegna verða þær að
sætta sig við annað sem kemur í
góðar þarfir. Og það fá þær líka:
Frjóduft þessara blóma er sannkall-
að kjarnfóður s'tordýranna.
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
795