Tíminn Sunnudagsblað - 12.10.1969, Page 5
inn i málarekstur þann, sem^spratt
aí hvárfi Mka Reynistaðarbræðr;r á
Kili, en þó ekki meira en svo, að
hann slapp við svardaga. Jón dúk-
ur var lítill reiðumaður, drylck-
feldur og óróasamur, fáfróður
kallaður og lítt laes. Eitt sinn hafði
hann, ásamt fleira fólki, reynt að
brjótast inn í tukthúsið í ölæði á
aðfangadagskvöld. Hinn hét Jón
Eyvindsson og var kynjaður ur
Ölfusi. Hann hafði verið viðriðinn
þjófnaðarmál kringum 1790, setið
fimm vikur í varðhaldi í Viðey, og
meðal annars hafði hann haft við-
búnað til þess að bjálpa aðalsöku-
dólgnum til þess að flýja. Frá
þessu slapp hann þó vonum betur.
Báðir voru þeir Jónar byæntir
menn og báðir komnir á fertugs-
aldur, er sú saga gerðist, er hér
verður sögð. En hún sýnir, hve fá-
vísiega og fyrirhyggjulaust menn
gátu stofnað til afbrota, hve
miíklar furðusögur þeim datt í hug
að spinna upp og hve frjálslega
þeir töluðu við fjölda fólks um fyr-
irætlanir sínar og framkvæmdir,
ón þess að hafa verulegan beyg af
þeirri mælgi. Verður af því ekki
annað lyktað en þetta fóik hafi vit-
að sakir hvað á annað og ek'ki ver-
ið þess umkomið að ljóstra upp at
hæfi nieðbræðra sinna.
Jón dúkur bjó í Litla-Landakoti,
en byggði síðar Dúkskot við Vest-
urgötu. í Landakoti var hann haust
ið 1796 með Kristínu Páisdóttur,
konu sinni, er var sjúk. Virðist
Jón dúkur talsvert hafa verið í
sendiferðum hjá kaupmönnum, og
í einni slíkri sendiferð hafði hann
fengið peningum skipt og aura að
láni suður í Stapakoti í Innri-
Njarðvík hjá efnamanni, Einari
Árnasyni. Hafði Einar farið með
Jón dúk í sikemmu, þar sem marg-
ar kistur voru, og opnað eina
þeirra, er í var peningakistill hans.
Virlist Jóni sern kistiillinn væri
hér um bii fullur af peningum.
Við þessa sjón blossaði ágirnd-
in upp. Hann gat ekki gleymt
þessari peningahrúgu, og sú hugs-
un varð æ áleitnari, að þarna væri
mikill fengur, ef eftir væri leitað.
Jón dúkur átti bróður í Reykja-
vík, Einar í Götuhúsum. Kona Ein-
ars hét Málfríður Einarsdéttlr.
Jón innti að þvi við bróður sinn,
hvort hann vildi fara með sér
ránsferð suður í Stapakol. Einar
taldist undan því, en ekki for þetta
hljóðlegar en svo milii bræðranna,
að Málfríður, kona Einars, vissi
um þetta sikraf og sagði kunningj
um sínum frá þvi.
Jón Eyvindsson bjó vestur i
Hlíðarhúsum með konu sinni, Hlað
gerði Einarsdóttur, og reri þar
hjá Davíð formanni Guðmunds-
syni, föður Jóns hafnsögumanns,
er síðar bjó lengi í Illíðarhúsum.
Jón Eyvindsson hafði verið^ við
sitthvað brugðinn, og Jón dúkur
ásetti sér að leita lags við hann,
er Einar vildi e-kki freista þess að
krækja í Stapakotsauðinn. Tók
hann því að gera sér títt um Jón
Eyvindsson, og þar kom, að hann
ávarpaði hann með þessum orðum:
„Viltu ekki fara með mér þang-
að, sem peninga er von?'‘
„Hvert?“ spurði Jón Eyvindsson.
sem skildi þegar, hvað klukkan
sló.
„Að Stapakoti.“ svaraði Dúkur,
„því í seinustu ferð skipti Einar
við mig seðli fyrir smápeninga.
Hann kastaði seðli mtínum niður i
kistil í kistu, sem stóð í skemrnu
hans.“
Hvort sem þeir töluðu um þetta
lengur eða skeanur, urðu beir ein-
huga um að fara ránsferð suður
í Stapakot og láta greipar sópa um
peningakisturnar í skemmunni.
Jón Eyvindsson hafði áður um það
talað, að hann þyrfti að bregða sér
austur í Ölfus til fundar við Jón
nokkurn í Sogni, og nú tók hann
mjög að vekja máis á þessarj ferð
við kunningja sína. Jón dúkur
hafði átt barn í lausaleik og aldrei
um það skeytt, enda vissi hann
ekiki, hvort heidur það var niður
komið í Krýsuvík eða Grindavík.
Þetta afkvæmi sitt fýsti hann
skyndilega mjög að sjá. Tygjuðust
þeir Jónar báðir til ferðar, og rétt
eftir jólin, að morgni hins 28. des-
embermánaðar, kom Jón dúkur 1
Hlíðaiihús og vildi njóta samfylgd
ar Jóns Eyvindssonar upp á Öskju
hlíð, þar sem leiðir þeirra hlutu að
skiljast, ef annar hélt austur yíir
Heillisheiði, en hinn suður í Krýsu
vík. Báðir höfðu þeir nesti nokk-
urt, en þó af skornum skammti,
og Jón Eyvindsson lánaði nafna
sínum buxur í ferðina, er hann
batt þó um öxl sér. Fjóra banka-
seðla hafði Jón Eyvindsson vafið í
bréf og sagzt ætla að hafa með
sér, en þegar hann fór, urðu þeir
eigi að síður eftir. Ekki bað hann
Davíð, formann sinn, fararleyfis.
Nafri stakk Jón Eyvindsson á sig,
og Dúkur gekk við járntein, er
hann haföi fengið að iáni hjá
kunningija sínum.
Nú víkur sögunni suður i Stapa-
kot. Litilu eftir að fólk var háttað
og Ijós höfðu verið slökkt að kvöld,
fimmta jóladags, heyrði heimilis-
fólk þar, að gengið var um hu-a-
sund, en ekki gat það gen sér
grein fyrir því, hvort þar fór mað
ur eða skepna. Einn heimamanna
fór þó á fætur og leit út, en varð
einákis var. Fór Stapakotsfó’k há
að sofa og skeytti ekkl freka; im
þetta.
En að morgni gafst á aö líta.
Út á hlað höfðu verið bornav þrjár
kistur og hin fjórða drjúgan spöl
Dúkskof viS önnur aldamóf en Jón dúkur Irfði Kring um það hús af nýrra fagl
T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
797