Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 9
að einstaklingur, sem er á ávana- stiigi var'ðandi notbun einhvers lyfs, er beitair settur en sá, sem er haldinn fíkn í ilytfið. Hinn fyrr- nefndi er þa-nnig hæfari, ef lað lík- um lætur, til þess að gegna skyld- um sínum í þjóðfélaginu en sá síðarnefndi. — Hvaða áhrif hefur stöðug notkun þessara lyfja á líkamann? — Þessu er vandsvarað, enda ekki ne-ma að -nokkru ieyti þekkt. Sum þessara lyfja hafa áberandi sljóvgandi verkun, en önnur hafa aftu-r á móti verulega örvandi verk un. Það, sem einkennir þessi lyf öðru fremur, er verkun þeirra á miðtaugakerfið, er leiðir til þess breytta meðvitundarástands, er nefnist „rús“ og kalla mætti vímu á ísle-nzku. Einnig er einkennandi fyrir mörg þessara lyfjia, að gegn verkun þeirra myndast þol (þ.e.a. -s. áhrif gefins skammfs min-nka), þegar þau eru tekin til lengdar. Um mörg þessara lyfja gildir enn fremur, að svokölluð fráhvarfsein- kenni koma fram, þegar gjöf þeirra er hætt eftir langvarandi notkun. Fráhvarfseinkenni þessi eru venjulega öfug við þau áhrif, sem firam koma eftir gjöf -lyfjanna sjálfra. — Geta lyf þessi valdið skemmd á iíffærum? — Já, í suroum tilvikum. Ann- ars er athyglisvert, að menn -geta tekið sum þessara lyfja jafnvel áratugum saman, án þess að sýna megi fram á skemmdir að marki í líffærum með þeim aðferðum, sem tiltækar eru. — Geta þessi lyf verið hættuleg þeim, sem eru sjúkir (hvítblæði, blóðtappi og fleira)? — Þessu má yfirleitt svara ját- andi. — Getur ávana- og fíknilyfja- neyzla valdið geðbilun? — Já, í vissum tllvikum. Þann- ig er igeðbilun þekkt 1 sambandi við langvarandi notkun á alkóhóli, bar bítúrsýrusamböndu'm og amfeta- imíni og skyldum lyfjum. — Hversu lengi getur maður, sem neytir ávana- og fíknilyfja að staðaldri, haidið starfi sínu eða stöðu sinni? — Þessu er ákaflega vandsvar- að. Hér hemur til álita, hve mik- ið magn menn taka daglega af lyfjum, þ.e.a.s. hvort þeir eru á ávanastigi eða eru orðnir fí'knir í lyfin. Enn frernur skiptir máli, ilivernig störfum mainna er háttað, Nautn fíknilyf ja er almenningsböl í Au sturiöndum, bæöi hinum nálægari og fjarlægari, Hér sjáum viö sfinxinn, semum árþúsund hefur staraö blindum aug um yflr auðnir Egyptalands, er foröum var heimkynni auös og valds. Sú var tíðin, að Arabar voru í fararbroddi og meöal hinna menntuðustu þjóða. Hvaða þátt hefur eiturlyfjaneyzla átt í því, að þeir bera ekki lengur sitt barr? svo og gáfnafar. Ef um er að ræða menn, sem -geg-na þannig störfum, að þeir þurfa ekki að stunda reglu bundna vinn-u (t.d frá klukkan 9 til 17 dag hvern), geta þeir oft haldið starfi sínu eða stöðu lengi. Dæmi þessa eru mörg fyrir aug- um ok-kar, sérstaklega að þvi, er tekur til drykkjumanna og -manna, er taka amfetamín og skyld lyf. Hitt er svo annað mál, að langvar- andi neyzla ávana- og fíknílyfja er áð jafnaði sá dragbítur andlegu og lfkamlegu atgervi manna að jafna má við langvinnan sjúkdóm. — Eru þrír mánuðir nægur tími til að lækna ávana- og fíkni- lyfjaneytendur? — Nei, því fer fjarri. f rnörg- um tilvikum er neyzlu slíkra lyfja að jafna við langvinna sjúkdóma, eins og áður segir. Lækning er því oft erfið og tímafrek. Þá er það fremur regla en undantekning, að menn hneigist til að nota slík lyf á nýjan leik, enda þótt tekizt hafí að venja þá af þeim um hrið. — Eru ekki vanalyf aðeins af- greidd gegn lyfseðli? — Jú, nærri umdantekningar- lausit -er það svo. — Er það tryggt, að vanalyf gangi ekki til annarra cn þeirra, sem þau eiga að fá. — Ef slík-um lyfjum er ávísað með lyfseðli, er svo til ætlazí, að sá, sem lyfseðillinn er stílaður á, fái lyfið og ekki aðrir. Við af- greiðslu í lyfjabúðum gilda sór- stakar regl-ur þessu til try-ggin-gar. Því miður van-tar enn samsvara-ndi reglur varðandi afhendinigu slíkra lyfja í lyfjagerðum. Fleira er og enn ábótavant á þessu sviði. — Hvaða munur er á drykkju- sjúklingi og ávana- og fíknilyfja- neytanda? — Alkóhól er eitt ávana- og fíknilyfja eða efna, ef men-n vilja heldur líta svo á. — Hvort álítið þér meira þjóðfé- lagsböl, drykkjusjúklinga eða ávana- og fíknilyfjaneytendur? — Alkóhól er ávana- og fíkni- lyf eða efni, eins og áðu-r segir. Alkóhól hefur þó þá sérstöðu í menningarhverfi okkar, að það er viðu'rkennd-ur vímugjafi, er me-nn mega afla sér og -neyta óátalið, ef vissum reglum er fylgt .Af þessum sökum er alkóhól eðlilega miklu meira notað, og misnotað, hér á landi og í nágrannalöndunum en nokkurt annað lyf eða efni, sem valdið getur ávana eða fík-n. Alkó- hólneyzla er því hér sem víða annar-s staðar allmikið þjóðfélags- legt vandamál. Þannig má telja í hundruðum þá nienin, sem hér á landi hafa lent á útigangi éða á annan hátt orðið utan -garðs í þjóð- félaginu vegna alkóhólsneyzlu. ★ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.