Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 20
rnorð. Hafnarverkamenn í Bissau gerðu verkfall að undirlagi þjóð- frelsishreyfingarinnar, og vopnað lögreglulið réðst á þá og felldi fimmtíu þeirra. Tæpum þrem vik- um síðar, 19. september, tóku for- ingjar þjóðfrelsishreyfingarinn- ar 'þá ákvörðun að skírskota til alþýðu manna í sveitaþorpum landsins og undirbúa uppreisn. Þessi misseri höfðu Portúgalar ekki nema þúsund manna her í Guíneu. Það hafði nokkurn aðdrag anda, að þjóðfrelsishreyfingunni tækist að vinna áformum Sínum fylgi í sveitunum. Til vopnavið- skipta kom fyrst í janúarmánuði 1963. í febrúarmánuði 1964 hélt þj óðfrelsishreyfingin fyrsta lands þing sitt, og þar varð ofan á að heyja skæruher.naði með liðsveit- um, sem auðveldlega mætti fivtja staða á milli eftir þörfum. Þetta gafst vel. Árið 1965 hafði þjóðfrelsishreyfingin náð sem næst hálfu landinu á sitt 'vald. Þá byrjaði hún að koma á stofn skól- um, sjúkrahúsum og almannuverzl unum á yfirráðasvæði sínu. Þá var einnig farið að kjósa þorpsráð. 28. febrúar 1968 réðust sveitir úr þjóð frelsishernum á flugvöllinn i Bissau, sterkasta vígi Portúgala. í fyrra voru alþýðudómstólar stofn- aðir í öllum stærri bæjum og þorp um. Hvernig er svo umhorfs i sveita- þorpunum, þar sem þjóðfrelsis- lierinn ræður lofum og lögum? Við skulum fylgja gestum frá fjar- lægu landi á þessar slóðir. Þeim segist svo frá: Móðir með barn sitt á bakinu. Við sátum á mjóum trébekkjum í rjóðri í skóginum. Aðrir lögðust á sefrenninga, sem þeir höfðu breitt á jörðina. Meðal okkar voru fáeinir skæruliðar úr þjóðfrelsis- hreyfingunni, klæddir grænum og gráum einkennisbúningum. Loks var þarna margt karla og kvenna úr þorpinu, einkennisbúinn stjórn- málafulltrúi byggðarlagsins og tveir túlkar, Arájó og Barí. Við höfðum verið í þorpinu í nær viku, og þetta var síðasti dag- urinn. Við ræddum um, hvað við ættum að kalla þorpið í frásögum okkar, því að ekki mátti nefna hið rétta nafn þess. Portúgalar gátu auðveldlega komizt yfir blaða greinar um ferð okkar, og þá gat sú hætta vofað yfir, að þeir hefndu sín á þorpsbúum með loftárásum. Bóndi einn í hópnum, formaður þorpsráðsins, stakk upp á nafninu: Gísata. Svo hét einu sinni þorp, sem nú var ekkj lengur til. Og Gísala nefnum við staðinn. Gísala er í syðri hluta landsins, ekki langt frá ströndinni. í þorp- inu eru tuttugu og fimrn fjölskyld- ur, fuilorðið fólk alls um Ivö hundruð og fimmtíu .Það var með- al þeirra byggðarlaga, þar sem þjóðfrelsisbreyfingin náði hvað fyrst yfirráðum. Kofar þorpsbúa standa í dreifðum hvirfingum, og er sums staðar allt að kílómetri á milli hvirfinganna. Allar eru þess- air kofaþyrpingar á rnörkum brís- grjónaakra og skóigar. Við vorum fjóra daga í þorpið. Oftast vorum við á ferli um næt- ur, því að hættulegt er að vera á ferð um hrisgrjónahéruðin að degi til. Plugvélar Portúgala geta flog- ið yfir, áður en ráðrúm veitist til þess að fela sig. Klukkustundum saman höfðum við þrætt sleipa Ieirgarðana á milli akurreinanna eða vaðið volgt uppistöðuvatnið, sem tók okknr í hnésbætur. Oft gekk hermaður með olíulukt í hendi á undan okkur, en sjálfir vorum við með vasaljós. En þar eð tungl var Mlt þessar októbernæt- ur, nægði tunglsljósið okkur. þeg- ar himinn var heiður. Um daga lágum við fyrir í skóg- arrjóðri og hvildumst, annaðhvort í námunda við eitthvert þorpið eða í stöðvum skæruliða. Oft og iðu- lega mátti gerla heyra, að ófriður geisaði. Plugvélar og þyrlu- bar yfir, og sumar nætur heyrðum við í fjarska vélbyssuskothríð, er skæruliðasveitir réðust á stöðvar Portúgala eða skuf u á flugvélar. í Gísala búa einvörðungu bænd- Húsaþyrping í Gisalaþorpi á mörkum skógar og akra. 164 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.