Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 15
Hnífsdalur. Ljósmynd: Tíminn-kj. meira áberandi á ýmsum öðrum stöðum en í mínum hreppi. Þetta var sá herfilegi ósiður að upp- nefna menn og gefa þeim alls kon- ar fáránleg viðurnefni, oftast af nauða ómerkilegu tilefni. Til dæmis var þarna maður einn, ifæddur nálægt aldamótunum 1800, sem fékk viðurnefni af mjög svo ómerkilegu tilefni, og það fyigdi ekki aðeins honum sjálfum til dauðadags, heldur og ætt hans allri, allt fram undir þennan dag. Svo mjög lá þessi ósiður í landi þarna og var seigur fyrir, eins og margt, sem nær að festast í sessi, hvort sem það nú er til góðs eða iffls. En svo ég svari spurningu þinni um mannleg örlög á Vestfjörðum, þá get ég sagt þér frá einum ágæt- um sveitunga mínum, sem fædd- ist árið 1791. Hann fluttist til Fær- eyja og dvaldist þar alllengi. Þar trúlofaðist hann stúiku, og svo var komið, að þau áttu von á barni. Þá var vor og Færeyingar sem óðast að búast á íslandsmið. Nú greip íslendinginn svo gífurlegt ó- yndi og heimþrá, að hann mátti ekki við haldast, en tók sér fari með sjómönnum til íslands. Kvaðst hann þó mundi koma aft- ur með fyrstu ferð, sem félli. En það var hann, sem aldrei kom til Færeyja framar, heldur settist að í Skutulsfirði og gerðist bóndi á Kirkjubóli. Systur átti hann, er Rannveig hét, og giftist séra Þor- steini Þórðarsyni. Frá þeim eru komnir allir Thorsteinsonar vest- firzkir, e.n ekki þeir af Steingríms- ætt í Skagafirði. Þegar ég var ungur maður, Jík- lega nálægt tvítugu, kom til ísa- fjarðar færeysk stúlka með hrafn- svart hár og eftirtakanlega litfög- ur ásýndum. Settist hún að hjá Sölva Thorsteinson hafnsögu- manni. Þá munu hafa verið liðin rétt um hundrað ár frá því að þessi „íslandsmann" sveik sína færeysku unnustu, og hér var nú kominn — ja, líklega þriðji lið- urinn, að vitja ættmenna sinna á ísafirði. — ílentist hún á Vestfjörðum? — Nei. Hún fór til Færeyja um haustið, eftir eins sumars dvöl á ísafirði, og mér er ekki kunnugt um að hún hafi nokkurn tíma kom ið til íslands síðan. í Færeyjum var ortur Sölvabrag ur. Það mun vera saknaðarljóð, því að svo hét íslendingurimn, sá er heitmeyna sveik, Þetta kvæði komst alla leið til íslands, og sjálf- sagt eru ýmsir hér, sem við það kannast. Annars er það af Sölva Fær- eyjarfara að segja, að hann var tví- kvæntur og átti börn og buru með báðum sínum konum — auk smá- vegis framhjáhlaupa, enda varð hann kynsæll mjög. — Voru ekki allir vestfirzkir galdramenn dauðir í uppvexti þín- um? — 0, sussu jú. Það var ekkert orðið úr þessu, eftir að ég fór að muna eftir mér. Samt var í ung- dæmi mínu enn á lífi karl einn, sem trúði því statt og stöðugt, að galdur væri staðreynd, og eitthvað var hann að fást við kukl. Hann var til dæmis alveg sannfærður um það, að til væru náttúrustein- ar. Einu sinni varð honum þó hált á þeirri oftrú sinni. Hann kom til steinasafnara nokkurs og sá þar samankomið mikið magn ýmis kon ar steina. „Eru þetta náttúrusteinar?“, spyr karl. „Já“. „Og af báðum kymjum?“ .jJá“- „Bæði blauðir og graðir?“ „Já“. „Viltu selja mér nokkra?" „Ja, það veit ég nú ekki. Ég er T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 159

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.