Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 4
Maðurinn hefur að mestu leyti útrýmt rándýrunum — þau verða fáum að aldurtila. En sjálfur hefur hann magnað á sig skaðvalda, sem leggja í rústir lif og hamingju milljóna. Einhver ægilegasti bölvaldurinn er eitur- lyfin — hin svonefndu fiknilyf. Þetta böl hefur verið að grafa um sig hér- lendís síðustu ár — og nú loks erum við að vakna við vondan draum. Fórnarlömbin unglingar- gróðinn glæpahringanna mmmwmmmmammmmmmmm wsmmmmmmmmm Því verður ekki neitað, að toeyzla cannabis, aðallega hass, hefur vaxið ört síðast liðið ár. Þeir, sem þessa neyta, eru aðal- lega unglingar, sem sumir hverjir hafa dvalizt erlendis — í Dan- mörku og víðar — og hafa marg- ir verið Iátnir fara kornungir og einir síns liðs úr landi til dvalar ytra. Þeir komast í kynni við hass neytendur, og hasssölumenn, taka þátt í hassreykingum og koma heim með hass, sem þeir gefa eða 6elja kunningjum sínum. Þegar það er þrotið, er þeir komu með, fá þeir nýjar sendingar frá út- veganamönnum utan lands. Eftir fleiri leiðum herst hin.g- að hass, vafalaust bæöi atf Kefla- víkurflugvelii og með fólki, sem er í förum miilli landia. Hassið reyfeja oft dá'lMir hóp- ar í sameiningu í herbergjum ein- hverjum eða jafnvel íbúðum, sem fengnar eru að láni 1 þessu skyni. Þar að auki er farið að bera tals- vert á hassneyzlu í vínveitinga- húsum 1 Reykjavík. Yfirvöld landsins hafa verið tómlát um þetta til skamms tíma, löggjöf engin til, er styðjast mætti við í baráttu gegn þessum ófögn- uði fyrr en hún var sett í v«.tur, og svo að heyra, að lögreglan hafi tæpast gert sér grein fyrir því, hvert stefndi. Fjöldi manma reykir hass í fyrsta sfldpti af einskærri forvitni, og margk halda þvi áfram í þeirri trú, að það sé ekkf sérlega háska- legt. En það eru glæpahringir, sem hafa með höndum dreifingu og sölu á hassi. Þó að hreint hass sé fáanlegt, er hitt tíðast, að ópí- um sé blandað í það allt að helm- ingi, en ópíum er hættulegt, vana bindandi nautnalyf. Þetta er bein línis gert í því skyni að ánetja fólk, leiða það lengra og lengra út á háskalega braut og gera það háð nautnalytfjunum. Swmir halda því fram, að hass reykimgar séu ekki viðsjárverðari en áfengisneyzla og dæmið iðulega sett upp eins oig milli hass og bennnivíns sé að velja. Þetta er blekking. Engar líkur eru til, að annað yrði valið í reynd, en hinu hafnað. Hassið yrði viðbót, nýtt vandamál ofarn á áfengisvandamál- ið, og leiddi fyrirsjáanlega til eit- urlyfjaneyzlu. Rannsóknir sýna, að Valdís Oskarsdóttir tók saman 144 T í M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.