Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 14
af henni gerðist saga, sem ekki er imeð öilu ómerk, en hvergi hefur verið skráð og tekur nú senn að fyrnast. Hiin var eitthvað fimmtán eða sextán ára, þegar hún kom í vinnu mennskuna til foreldra minna, en ákaflega bráðþroska og glæsileg, hvar sem á hana var iitið. Og ekki vantaði fjörið né .dugnaðinn. Léttleika hennar og snerpu var lengi við brugðið fyrir vestan. — Það hefur þá líklega rótað eitthvað við ungu mönnunum í plássinu, að fá slíka aðkomu- stúlku? — Já, biddu fyrir þér. Einn bauðst til þess að kenna henni dönsku, annar vildi fyrir hvern mun kenna henni ensku, og satt að segja, held ég, að hún hafi lært talsvert í þessum málum hjá báð- um þessum piltum. En kjör vinnu- kvenna voru nú ekkert ákaflega glæsileg um þessar mundir. Svona þetta þrjátíu til fjörutíu krónur í kaup um árið, og svo eitthvað of- urlítið af klæðnaði. En til var ein tekjulind, sem grípa mátti tfl, ef „heppnin" var með: æðarfuglinn var stranglega friðaður og það var auglýst í þorpinu af hiutað- eigandi yfirvöldum, að hver sá maður, sem staðið gæti annan mann að æðarfugladrápi, fengi tiu krónur fyrir það að ljósta upp um verknaðinn .Tíu krónur í beinhörð um peningum. Það var þriðjungur. eða að minnsta kosti fjórði partur, af vinnukonukaupi í heilt ár. Þetta gat verið freistandi. Minna mátti nú gagn gera. Nú er það einn góðan veðurdag, eitthvað einu eða tveimur árum eftir að stúlka þessi kemur til for- eidra minna, að hún segist hafa séð það með vissu, að skotið hafi verið á æðarfugl, örskammt und- an landi, og hann hafi áreiðanlega drepizt, en ekki sá hún skoftnann- inn, enda viðbúið, að hann hafi legið í leyni. Biður' hún nú um leyfi til þess að skreppa til ísa- fjarðár, sem er örskammt. En pabbi og mamma voru eitthvað treg til þess að leyfa henni að fara, enda mun þau hafa grunað, hvað undir bjó. Láta þau samt að lokum til leiðast, en*með því móti þó, að hún lofi því að fara ekk- ert að skeggræða um æðarfugla- dráp þar í stað. Stelpa lofar þessu, en með semingi þó. Þegar hún kemur heim aftur, er hún auðvit- að undir eins spurð að því, hvort hún hafl nökfcuð farið á fund sýslumanns. „Nei. En ég mætti honum á götu“, svarar stelpa. (Taktu nú eftir: Það var svo sem auðvitað, að það hefði verið sýslu- maðurinn, sem rakst á hana á göt- unni, en ekki hitt, að hún hefði farið til hans. Svona er þetta kven- fólk ævinlega!) Jæja — nú er ekki að orðlengja það, að dagmn eftir kemur sýslu- maður frá ísafirði í Hnífsdal og setur rétt. Þangað var vinnukona foreldra minna auðvitað köfluð sem vitni, og síðan hver sá mað- ur í þorpinu, sem hugsmlega gat verið sökudólgurinn. Það sannað- ist fljótlega, hver sá seki var, og það var þá enginn annar en leyni- legur unnusti stúlkunnar, sem komið hafði þessu af stað. Hann borgaði sektina, þessar tíu krónur, og þær runnu beint í vasa henn- ar í verðlaun. En trúlofuninni sagði hann upp samdægurs. Svo harmsögulegt varð nú þetta réttar- hald. Og ekki bætti það úr ská'k, að vesalings stúlkan fékk af þessu viðurnefni, sem loddi við hana fyr- ir vestan upp frá því. — Varð hún svo virðuleg frú þarna hjá ykkur eftir þetta? — Nei. Ekki nú aldeilis. Eitt- hvað hálfu ári síðar flutti hún til Kaupmannahafnar, eyðilögð yfir þessu öllu saman. Og nú Iíða nokk- ur ár, svo að ekkert fréttist til hennar .Eitthvað þremur árum síð ar komumst við svo að því hjá ættingjum hennar, að hún sé kom- in til Ameríku .Og enn líða árin, eitt af öðru, og við fréttum ekk- ert af okkar ágætu vinnukonu. Svo er það líklega sextán árum eftir að hún fór frá Danmörku til Ameríku, að henni skýti^r alit í einu upp á ísafirði: fullorðin kona, einhvers staðar nálægt fertugu, með hélu 1 hárinu og raunadrætti í fögru andlitinu — ógift ennþá. Eitt hennar fyrsta verk var að heimsækja foreldra mína og okk- ur systkinin. Auðvitað spurðum við hana spjörunum úr um allt, sem á dagana hafði drifið á þess- uim langa tíma úti í hinum stóra heimi. Og þá kom það á daginn, að hún hefði farið um þvera og endi- langa Norður-Ameríku og komið í hverja einustu borg áð kalla, en haft aðeins skamma viðdvöl á hverjum stað. Hún var vinnukona hór, skrifstofustúlka þar. Stund- um við póstafgreiðslu eða af- greiðslustúlka á matsöluhúsi. En aldrei nema mjög stutt í hverjum stað. Mig furðaði stórum á öllu þessu flangri, en af einhverri með- fæddri, eða að minnsta kosti ó- meðvitaðri, varfærni spurði ég einsfcis. Hins vegar sagði hún í einrúmi við Elísabetu systur mína þessi orð: „Ég var afltaf að leita að honum“. — Það var æskuunn- ustinn — sá, er drepið hafði æð- arkolluna forðum . Hann hafði ekki heldur unað sér heima, efcir að upp úr var slitnað með þeim og hún farin úr landi. Hann fór til Ameríku, skömmu eftir að hún fór til Danmerkur. Og nú var hún komin heim til íslands, eftir að hafa eytt öllum sínum beztu árum í árangurslausa leit. — Tókst henni aldrei að hafa af honum neinar spurnir í Ameríku? — Nei. Hvernig sem hún spurð- ist fyrir á háum stöðum sem iág- um, leitandi í mannhafinu með sínum sívökulu augum, þá bar það aldrei nokkurn minnsta árangur. — Giftist hún svo aldrei? — Nei. Hún dvaldist hér heima f nokkur ár og ferðaðist eitthvað uim landið, en flutti svo aftur til Danmerkur, og þar dó hún, göm- ul kona og farin að heilsu. — En hvað um æskuunnustanjn. Kom hann heim aftur? — Nei. Hann kom aldrei heim aftur. En fyrir ekki ýkjamörgum árum vissi ég til þess, að hann hefði skrifað frændfólki sínu hér í Reykjavík, og sennilega lifir- hann enn í Ameríku. Tímans vegna gæti hann vel verið á lífi, en að vísu háaldraður maður. — Það hefur orðið þeim örlaga- rífct, þetta æðarkolludráp. Já, það má nú segja. Það ó- happaskot náði ekki aðeins að granda einni æðarkollu, heldur og að eyðileggja lífshamingju tveggja manneskja. En einu fékk það þó ekki sálgað: Ást þeirra beggja, hvors til annars. Hún hefur alveg áreiðanlega enzt þeim báðum ævi- lan,gt. — Getur þú ekki sagt mér fleira um mannleg örlög þarna fyrir vestan? — Jú, að vísu gæti ég það. En áður en ég segi þér fleiri drama- tískar sögur úr förtíðinni, langar mig til þess að skjóta að þér einu, sem mér finnst okkur þarna heima ekki til neinnar frægðar, þótt að vísu væri það miklu algengara og 158 - T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.