Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 10
Sveinbjörn Beinteinsson: FERÐAKV/EÐI FRÁ TUTTUGUSTU ÖLD Mál er að sálm ég syngi svo skal þá upp með hann. Heimsfrægð í Húnaþingi hlaut einn f jallreiðarmann. Átti sá maður mæti margan frísklegan klár, upphófst í óðalssæti eigaudi þúsund fjár. Fram gengur sagan sanna. sveitarhöfðinginn var meðal yppurstu manna metinn sem vera bar. Ekkert ágæti skorti allt lýsti góðum hag. Margur því um hann orti einkar smekklegasi brag. Þess varla þarf að geta þó ég minnist á slíkt, kaus hann og kunni að meta kvonfangið gott og ríkt. Börnin með bestu listum bjuggu nú hér og þar. Algróin ættarkvistum átthagabyggðin var. Sat nú að sínu ríki seggur við efnin sterk, gamalla garpa líki, glöggur á fé og verk. Ox þar á ýmsar lundir allt sem gat haginn bætt. Áleit hann um þær mundir ei við freistingum hætt. Að bar á einu hausti eftir fjallreiðarskol búandinn heilsuhrausti hvíldi sinn lúinn bol. Bráðduglegt bóndamenni bældi sig nokkra stund. Varmur um vanga og enni vaknar hann af þeim blund. Húsfreyja sat við sauma. Svo spyr hún eiginmann: Hafðir þú harða drauma? Hermdu mér allan sann. Risinn til fulls á fætur frúnni hann strauk um kinn. Ekki var, sagðann, sætur síðdegisblundur minn. Ferð á ég fyrir höndum fresta sem ekki má, heiðum og heimalöndum hverf því að sinni frá. Kalla mig huldar kenndir, kveð ég mitt höfuðból. Þó verð ég hvað sem hendir heimkominn fyrir jól. Hóf þá inn herðabreiði hrossreið um fjallastig. Gránuð Grímstunguheiði greiddi hans för um sig. Napur náttéljagari næddi kempunni mót. Sviplegur suðurfari sundreið Norðiingafljót. Kom hann að Kalmanstungu. Kaffið standaudi saup. Karlarnir kátir sungu kvæðið um Sörlahlaup. Taumana frjálsa fengu fákar hans uppúr þvi. Gusurnar yfir gengu Geitárvöðlunum í. Skeifum barði með skundan skjólfáan Langahrygg. Flögraði felmtruð undan fjallrjúpumóðir stygg. Fluttur af átta fótum fór hann um Kaldadal. Hregg á haustveðramótum hlýjum loftvindurn stal. Bóndinn í Brunnum hafði bið ekki langa stuud, fljótt hann til ferðar krafði framsækin karlmannslund. Ármanns fjallbúafriður freklega rofinn var. Kom hann í Kluftir niður kunnugur ölla þar. iSöng hann við Meyjarsæti sálminn Fjallreiðarhvöt. Upphóf svo önnur læti ofan Hofmannaflöt. Ymjandi kveðinn óður æstist með sköllin há. Hlustaði Markús hljóður hlaðvarpa sínum frá. Norðan um Þingvöll þeysti þenkjandi sögugrein. Feðranna frjálsa hreysti flaug þar í merg og bein. Söng hann um sagnaslóðir sígildan hetjubrag. Hrímhvft hagsældamóðir hreifst við svo þróttugt lag. Kvað við í Öxaránni ómur af týndum seið. Beinin í gömlu gjánni glumdu við mannsins reið. Síst veik frá sínu striki, sjaldan til baka leit, æddi með engu hiki ofaní Mosfellssveit. Ekki var þörf að eggja óbilgjarnan ó reið. Hræddir til handa beggja hrukku menn þar úr leið. Stórskáld úr sínum Steini stúrið hornauga gaut. Trú ég sá gamli greini: Geyst fara tröll um braut. Þusti hinn þrekni maður þaðan um farinn veg. Brátt fann sá bóndinn glaður borgstrætm glæsileg. Lét hann þar léttan troða lífmikil hross urn skeið. Fyrir vél eða voða vék hann þó sízt úr leið. För sinni frægðarmaður fram hélt þar enn um stund, leið sína lagði glaður loks í eitt húsasund. Sat þar við seið á hjalli — sól var gengin til hafs — kuklvís að kyngispjalll kvenprestur galdrastafs. t54 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.