Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 11
Til síu laðandi Ijóðið leitarforingjann dró. Honum var dátt við hljóðið, hugsaði máiin þó. Holdslyst mannsins og hugur horfið til söngsins var. Fiðrandi galdraflugur flögruðu hér og þar. Maðurinn mikilsháttar merkjandi fögur ljóð ratvís til réttrar áttar reið nú beint á það hljóð, allt þar til húsdyr einar upploknar blöstu við. Vegfarinn víst þar meinar væru sér búin grið. Fjallkóngur stillti stríðan stálskæddan hófagamm. Lagði þá byrinn blíðan björgunum undan fram. Riddarinn ríkiláti reið þar í húsið inn. Fór þó með engu fáti fjálglegur í það sinn. Hurð sem af huldu íakl hallaðist þar að gátt. Bóndinn þá steig af baki búmannlegur í hátt. Upp þar af stóli stendur stórmikið falleg hrund, breiðir út báðar hendur bjartleit á heillastund. Ilmandi anganblíðan örvaði sálu manns. Svanna jafn sólskinsfríðan sá hann ei norðanlands. Fagnandi fram réð ganga fjármargur höfðinginn, háreistur hýr á vanga hóf þar upp raddstyrk sinn: Heil sit þú liljan ljósa. Langsóttan fórum veg hingað hrosstetrið Mósa Hvítingur minn og ég. Nýtti ég nótt með degi, norðanað flýtti mér. Erindið veit þó eigi. Er ég nú kominn hér. Talar tálfagur svannl til við hinn komna mann: Velkominn víst með sanni vertu í þennan rann. Tak þú af trússahesti, tygin við leggjum hér, ykkur skal beininn bezti búinn í sal hjá mér. Þig hef ég þráð svo lengi, þar fékk ég ei við gjört. Stillti míns hjarta strengi stjarnan þín furðu björt. Löngun sú meira og meira meðtók líkam og geð, mátti ég engu eira utan þig fengi séð. Brátt mun þér bóndi skiljast brottferðarlöngun þín, þarflaust er þess að dyljast, því valda kvæðin mín, lét ég þeim ekki linna, lokkur margar ég kvað. Svo var ég fús að finna fjallkonung norðanað. Blómlegur bóndi ríkur brosandi mælti þá: Hold mitt og hugur víkur hvergi þér burtu frá fyr en á fengitíma, fagnaðarsæll og hress hlýt ég þá héðan rýma. Hér verð ég fram til þess. * Einn vil ég að þér sitja æ meðan dvel ég hér. Vilji þín einhver vitja veit sá hver komirn er. Minn þegar máttu reyna manndóm og hetjulund þar muntu gjörla greina Gretti og Ingimund. Borgfirzlcir búandskussar byggi þér hvergi nær, allir þingeyskir þussar þér mega standa fjær. Húnvetnska hetjublóðið hæfir þér miklu bezt.' Loks hefur fagurt fljóðið fengið maklegan gest. Svo mælti fögur frúin: Förum að okkar lyst, rekkja þín bíður búin. Borðum og drekkum fyrst. Löngun má lögum ráða, lífsregla bezt það er. Stundir til draums og dáða djarflega skiptast hér. Fonitinn spyr um fleira, fær engin svör hjá mér, Sagan um samvist þcirra sést ekki rituð hér. Hljómaði söngur sætur seiðandi bakvið tjöld. Ó þessar yndisnætur ó þessi fögru kvöld. Það var allt seinna þessu þeir sáu norðurfrá mann einn á Þorláksmessu mökkríða f jöllin grá. Hélt sá til byggða bráður, brautina rakti þar. Heimvegur hélu stráðar hindrunarlítill var. Lét hann svo liðugt renna léttferðug Iiross og traust. Þóttust menn þarna kenna þann sem fór burt í haust. Höfuðið hátt sem áður heim í sitt ríki bsr. Upp tók svo ókvalráður alla búsýsla þar. Eigi gafst öllinn kraftur einsog hér segir frá svo þeim óskertum aftur auðnaðist hcim að ná. Veraldar víst á línu vaka lát fyrirsjóu. Einn hélt þar öllu sínu, annar beið sálartjón. Bóndi þó feginn finni fjarlæga baugaströnd geyma þarf sér í sinni sauðfé og heimalönd. Gleðskap með gætni vandi gestur þó kátur sé, hafi sín hross í standi heimför að megi ske. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 155

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.