Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 22
úti við sjóndeildarhringinn, og svo heyrðust drunur í fjarsíca. Þetta var samt ekki skothríð, heldur : þrumur og eldingar. Eftir Mukkustundargöngu mætt um við allt i einu hermönnum. Við stóðum frammi fyrir Úmarú, fyr- irliða eins af þrem herflokkum þjóðfrelsishreyfingaTÍnnar, er höfðust við í héraðinu. Hann skipti við okkur orðum i svo sem eina mínútu, faðmaði okkur að sér í kveðjuskyni. Fram hjá þrammaði tvöföld röð manna með þungar byrðar vopna á höfði sér. Úti í myrkrinu heyrðum við til tveggja annarra herflokka. Þarna voru á að gizka hundrað og fimmtíu menn á leið vestur á bóginn. Nokkrum dögum seinna var okk- ur sagt í höfuðstöðvum þjóðfrels- ishersins á suðurvígstöðvunum, að þessar sveitir hefðu skotið á hinn gamla höfuðstað landsins, Bólama, sem er á eyju, skammt undan ströndinni. Bændaher þjóðfrelsis- breyfingarinnar er sífellt á ferli og ber þar iðulega niður, er sízt er við árás eða strandhöggi búizt. En óvinirnir? Þeir, sem aka bensínhlaupssprengjunum um flugvöllinn í Bissau — þeir, sem þrengja sér saman í hermanna- skálunum portúgölsku, þegar skot in úr sprengjuvörpum og vélbyss- um skæruliðanna dynja á þeim — hverjir eru þeir, og hvað hugsa þeir? f grannlandinu, lýðveldinu Guí- neu, hittum við einn þeirra, Fern- andó Machadó. Hann hafði gegnt herþjónustu í einn mánuð, þegar hann strauk. Það var 30. júni í fyrra. Hann hafði fengið vinnu í birgðaskemmum þjóðfrelsihreyf- ingarinnar í Conacry — og vildi helzt fá að halda henni. Þetta var tuttugu og tveggja ára gamall piltur, glaðlegur í viðmóti. Heimahagar hans eru Azóreyjar, þar . sem Bandaríkjamenn hafa eina mestu herstöð sína hérna megin Atlantshafsins. Hann var af bændum kominn, og hann hafði verið þrjú ár i skóla og síðan stundað vinnu í mjólkurbúi. „Við kærum okkur ekkert um stríðið, ég og mitt fólk“ .sagði hann. „Við ; vorum sex hundruð á herflutn- ineaskipinu, og ekki nema einn i' öllum hópnum, sem fór þetta af . frjálsum vilja A.nnar piltur hafði kevpt hann til þess að leysa sig af hólmi og borgað fyrir það eina kú og átján þúsund eskúdos". 166 MENGUN VATNA Framhald af 162. síðu. stig, hækkað eða lækkað, getur beinlínis verkað eins og eitrun. Fjölmörgum mismunandi verk- smiðju- og iðnrekstri fylgir meng- unarhætta. Þá er ekki heldur unnt að dyljast þess, að notkun ýmissa eiturefna í sambandi við búskap og ræktun fylgir viss mengunar- hætta. 5. Mengun, sem er hættuleg af heilsufarsástæðum. Sumir sjúkdómar geta borizt með vatni. Neyti menn vatns með slíkum sýklum eða veirum, sýkj- ast þeir, og getur það við vissar aðstæður valdið sjúkdómsfaraldri. Skólp frá mannabústöðum er al- gengasta orsök slíkrar mengunar. Meðferð á menguðu vatni. Algengustu orsakir mengunar hafa nú verið raktar i situttu máli. Skólp frá mannabyggð verður að teljast algengasti mengunarvaldur- inn. Með auknum lífsþægindum eykst dagleg notkun vatns mjög, og manninum fylgir því æ meira skólp. En því miður hefur minni áherzla verið ’ögð á að losna við allt þetta skólp á viðunandi hátt. Vatnið er hér notað sem flutn- ingatæki alls konar úrgangsefna, sem fólk vill losna við á hreinleg- an og auöveldan hátt. Þannig er hreinlæti fullnægt „innan dyra“, en ef skólpinu er ekki komið fyrir á forsvaranlegan hátt, getur „hrein lætinu“ utan dyra orðið mjög ábótavant. Það er ekki nóg að hugsa um þægindi og hreinlæti í híbýlum sínum, ef menn spilla síðan umhverfi sínu og gera það óheilsusamlegt. Þær kröfur verður því að gera, að þ'inr.ig sé farið með skólpið, er það er leitt burtu, að óþægindin af því verði svo litil sem mögulegt er. Hreinsun á skólpi getur farið fram á marga vegu. „Hreinsun", er að vísu ekki bókstaflega rétta f “,>l,r ■■ Lausn 6. krossgátu orðið, þar sem vatn er nær aldrei „fullhreinsað“. En aHt miðar þó að því að minnka maign mengun- arvaldanna. Hér verða nefndar helztu að- ferðir til hreinsunar á skólpi: 1. Forhreinsun, síun. 2. Líffræðileg hreinsun, rotnun. 3. Hreinsun næringarefna úr vatninu. Frárennslisvatn frá verksmiðj- um og iðnaði er mjög misjafnt og fellur ekki alit í einn flokk^.Verð- ur því að haga hreinsun á því á mismunandi hátt. Það er rangt, er margir álíta, að skólp frá mannabyggð sé höfuð- vandamálið. Úrgangsefni frá iðn- aði eru mjög víða það, sem lang erfiðast er viðfangs, enda eru þau oft mest að magni. Ekki er rúm til þess að ræða nánar um þetta, svo flókið mál, sem það yrði. Mengun vatns er fjölþætt vanda- mál. Þar koma margir þættir til, bæði mismunandi orsakir mengun- ar og mismunandi kröfur til vatns- ins. Vanalega eykst kostnaður við breinsun jafnt og þétt eftir því, sem meira er hreinsað úr vatninu. Hreinsunin verður þvi að ákvarð- ast með tilliti til þess, hvað vatns- fallið, sem leiða á úrgangsefni, get- ur þolað. Ef halda á vatnsföllum viðun- andi hreinum, getur það kost- að verulegar aðgerðir. Þann kostn- að verða sveitarfélögin og einstök fyrirtæki að greiða. Það borgar sig, ef á allt er litið. Hitt kemur fram á ótal mörgum sviðum, og þeir verða margir, er fyrir Skakka- föllum verða, ef vatnsföllum er spillt og þau jafnvel germenguð. -*ij KYEtiV B X fi X A fQK KfiI * i D U B K 5 fi M£ 1 H A 1 T l fi 'OftrÖ K n ftST 'A J> au STtíR l N N .AGAR ÍRTUtíA ÍUS INU I 3> A & KRUHrtA NUM H. A K.AB 'fiT ’fi fi U M i fftlíWfi AHN A* H _ X fi.Ufi ‘o H fi'O Jt fi ttfitiun A V £ ap fi ti a s t. » r ÍAU K'OT fi% P AVT i Pt, í t* A T 'AfiUKi «» tíirtifi efupu ÆK S l 1 W f ífíQ Jkb T t T A H n0»D T D A KU liui g t X u T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.