Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 21
UT, sem rækta hrísgrjón. LandiÓ er flaltt, myndað af framburða ánna, er líða þar fram. Þar gættr flóðs og fjöru, og bændurnir nota sér sjávarföllin við ræktunina. Um aðfallið belgir ílóðbylgjan upp vatnið i árósunum, og þá láta bændurnir það flæða inn á akur- reinar sínar, þar sem það lokast inni bak við stíflugarðana, þegar feUur út. Þurrkatímanum lýkur í maímánuði, og þá er fólkið önn- um kafið við jarðvinnsluna, en jafnskjótt og regntíminn byrjar, hefja allir þorpsbúar í sameiningu plöntunina. í desembermánuði hefst þurrkatíminn á ný, og þá hafa hrísgrjónin náð fallum þroska. Uppskeran verður að fara fram um nætur vegna árásarhætt- uinnar, og að henni starfa þorps- búa einnig allir sameiginlega Hvert einasta ár reyna Portúgalar að eyðileggja eins mikið og þeir geta af hrísgrjónaökrum. Þeirra má einkum vænta jafnskjótt og þurrkatíminn hefst, og þess vegna er uppskeruvinnan sótt af gífur- legu kappi. Það ríður á að bjarga sem mestu af hrísgrjónuinum áð- ur en óvinurinn kemur í flugvél- um sínum og hellir logandi ben- síni yfir akrana. Einu iðnaðarmennirnir í Gisala eru tveir smiðir, sem þó stunda einnig jarðyrkju. Annar er Ansú- man Kamara, Múhammeðstrúar maður, sem telur sig 49 ára gaml- an. Eins og flestir þorpsbúar er hann af Nalúkynþætti — einum hinna fámennari ættbálka í land- inu. Hann er hæglátur maður og brosir ofurlítið út í annað munn- vikið, þegar hann lýsir lífinu á meðan Portúgaiar réðu á þessum slóðum. En það, sem hann segir, er ekki broslegt: „Við hótuðum þá öll, því að þeir fóru illa með okk- ur. Þeir lögðu á okkur þunga skatta. Við urðum meira að segja að borga þeim skatt, þegar ein- hver dó hjá okkur. Við urðuim að vinna hjá þeim og fengum ekki einu sinni mat. Þeir börðu okkur. Hér eru fáeinir pálmaviðir. Við gróðursettum þá, svo að við fengj- um ávexti. Við seldum ekki neitt af þeim, en Portúgölum urðum við að borga skatt af pá'lmalund- inurn okkar“. Síðustu árin hefur ekki skort járn. Skæruliðarnir sundra göml- um bílflökum, sem Portúgaiar hiafa yfirgefið, og bera járnið heim í þorpin. Þannig hafa smiðirnir í Gísala fengið nóg járn. En nú ei orðin breyting á. Portúgalar hætta sór ekki lengur út á vegina í þess- um héruðum, og senn getur rekið að þvi, að sleggju Ansúmans vanti járn til þess að hamra í gagnlega mund. Formaður þorpsráðsins heitir líka Ansúman — Ansúman Kass- ama. Hann er fertugur. Hann lýs- ir því, hvernig þorpsbúar gengu þjóðfrelsishreyfingunni á hönd: „Hér var einu sinni í grennd inni maður, sem hét Díailló. fcg þekkti hann. En svo fór hann burt. Einu sinni var barið á dyrn- ar hjá mér rétt fyrir dögun, og það var þá Dialló kominn aftur. Hann sagðist vilja tala við mig. Svo fór hann að tala um hreyfing- una og nýja flokkinn, og óg bugs- aði: Það er vit í þessu. Ég vissi ekki, hvort við gæturn barizt við Portúgala, en ég hugsaði: Við verð- um að reyna. Eitthvað varð að gera. Enginn bar blak af Portúgöl- um. En mairgir voru hikandi. Við höfðurn aldrei staðið í neinu svona. Fyrsf talaði ég við karlmennina, og svo talaði ég við Fatú, sem stappaði aftur stálinu i konurnar". Fatú Sambó er kona af Bífada- kynþætti, á að gizka hálffertug. Hún er lítil vexti, og hún var með hálsfesti úr bláum glerperlum og gula skýiu vafða um höfuðið. í hárinu voru fjórir hvítir kuðung- ar. Yngsta barnið sitt bar hún á bakinu. Eins og aðrar konur í þorpinu vinnur hún daglangt .Hún steytir korn, sækir vatn, sýður hrís grjún og heggur eldivið. En hún er líka ein af forvígismönnum þjóðfrelsishreyfing'arinnar í þorp inu. „Ansúman kallaði mig á ráð- stefnu í skóginum“ ,segir hún“. Þar var maður, sem heitir Kúfor. Þar heyrði ég í fyrsta skipti tal- að um nýja flokkinn. Sumt af kvenfóTkinu var hrætt. Hvað verð- ur um bömin okkar? var sagt. En ætluðu karlmeuinirndr að gera þetta, þá máttum við ekki láta okkar eftir liggja. Taki$t karlmenn irnir eitthvað á hendur, skerast góðar konur ekki úr leik“. Stríðið hefur brætt þarna sam- an fólk af fjórum kynkvíslum, svo að það lifir í sátt og same'ininigu í Gísala. Fyrsta styrjaldarárið gat fólk farið í hópum um brísgrjónaakr- ana. Flugherinn var ekki farinn að láta að sér kveða. En árið 1964 hófst skelfingin. Þá breyttu þorps- búar öllum háttum sínum. Þeir reistu sér aðra kofa inni í skógin- um, þar sem þeir höfðust við á daginn, og þar gerðu þeir sér meira að segja tvö loftvarnarbyrgi. Meðan dirnmt er af nóttu er fóllk- ið heima í kofunum í þorpinu, svo fremi sem það e,r ekki við vinnu á ökrunum, en jafnskjótt og han- arnir gala í ljósaskiptunum á morgnana, halda allir út í skóg- inn. Og það er engin furða, þótt þessi háttur sé hafður á. Fjórum og fimm sinnum á dag flugu Portúgalar yfir þorpið á meðan við vorum þar. Þetta voru litlar , njósnarflugvélar, stórar banda- rískar sprengjufiugvélar, vestur- þýzkar þotur og franskar þyrlur. Víða koma Hallgerði bitlingar, mætti segja. Fyrsta mor?uninn okkar í þorpinu kornu tvær orr- ustuflugvélar svo snemma, að ekki voru allir kornnir til skógar, oig skyndilega kvað við skotbríð. Flug vélarnar héldu samt ieiðar sinnar, og þegar að var gætt, kom á dag- inn, að flugkapparnir höfðu beint skotum sínum að kú. sem var á rangli á bersvæði. Þrívegis hafa um þrjátíu kofar í þorpinu verið brenndir til grunna. Fyrri árásirnar tvær voru gerðar árið 1968. Þá var þotu og sprengjuflugvél beitt gegn þessu litla þorpi. í maímánuði í fyrra komu tvær þyrlur síðari hluta dags og skutu enn á ný á kofana, linnulaust í hálfa klukkustund. Sadjó Kamara, ein af fjórum eiginkonum Kveba Kamara, lýsti atvikum á þessa leið: ,.Ég var við lindina að sækja vatn, þegar þyrl- urnar komu. Ég faldi mig undir eins. Allt þorpið stóð i björtu báli, þegar ég læddist burtu. Fötin okk- og sængurklæðin — allt, sem við áttum í kofunum, fór í eldinn. Þeir drápu lika hænsnin, og tvær geitur misstum við“. Ailir sluppu þorpsbúar samt ó- skaddaðir, og enginn fórst heldur né særðist í fyrri árásunum. Hálf- um örðum mánuði síðar var fólk- ið búið aö reisa sér nýja kofa í stað þeirra, er brunnu. Við þau hjálpuðust allir að. ★ Við fórum frá Gísala um sjöleyt- ið um kvöldið .Ný ganga var haf- in. Það glóði á vatnið á ökrunuro í ljóskeiluuini frá vasaljósum okk- ar. Við og við brá fyrir glampa T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 165

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.